Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

240. fundur 06. september 2017 kl. 06:30 - 07:25 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir 1. varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Ársskýrslur og ársreikningar MSS á Suðurnesjum.

1708010

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum - ársskýrsla 2016
Afgreiðsla bæjarráðs:

Ársskýrslan lögð fram.

2.Hagvöxtur landshluta 2008 - 2015

1709007

Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt 2008 - 2015
Afgreiðsla bæjarráðs:
Skýrslan lögð fram.

3.Skýrsla bæjarstjóra

1603003

Fundardagbækur bæjarstjóra (vinnuskjöl) vikur 33, 34 og 35
Afgreiðsla bæjarráðs:
Skýrslurnar lagðar fram.

4.Flutningstilkynning

1708047

Beiðni um að verða skráður óstaðsettur í hús í Sveitarfélaginu Vogum
Afgreiðsla bæjarráðs:
Afgreiðslu málsins frestað, bæjarstjóra falið að afla frekari gagna.

5.Plastpokalaust bæjarfélag

1709008

Erindi Eygló Jónsdóttur um plastpokalaust bæjarfélag
Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið, bæjarstjóra er falið að afla frekari upplýsinga um málið.

6.Fundargerðir Félags eldri borgara á Suðurnesjum.

1703004

Tillaga Félags eldri borgara á Suðurnesjum vegna fasteignagjalda
Afgreiðsla bæjarráðs:
Tillagan lögð fram. Málinu er vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2017-2021.

7.438. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis.

1705003

Alþingi sendir að nýju til umsagnar frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar sérþarfir, 438. mál, og frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, 439. mál
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

8.Rekstarleyfi til sölu gistingar

1707001

Umsögn tekin fyrir að nýju - samræming við umsögn byggingafulltrúa.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fyrir liggur neikvæð umsögn byggingafulltrúa, þar sem um er að ræða frístundasvæði og samkvæmt skilmálum deiliskipulags er ekki heimilt að starfrækja atvinnurekstur í frístundabyggð. Bæjarráð er af þeim sökum neikvætt í afstöðu sinni til umsóknarinnar.

9.Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja.

1604006

Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja frá 21.8.2017
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

10.Fundir Reykjanes jarðvangs ses. 2017

1701087

Fundargerð 37. fundar stjórnar Reykjanes jarðvagns
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

11.Fundargerðir Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. 2017

1701055

Fundargerð 58. fundar Heklunnar - atvinnuþróunarfélags Suðurnesja
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

12.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2017

1703044

Fundargerð 718. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

13.Fundargerðir Fjölskyldu-og velferðarnefndar 2017

1701068

Fundargerð 130. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 07:25.

Getum við bætt efni síðunnar?