Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

236. fundur 14. júní 2017 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar var leitað afbrigða og lagt til að bæta á dagskrá fundarins málinu "Gjaldskrá sveitarfélagsins".
Samþykkt samhljóða.

1.Kjarasamningur kennara - bókun 1

1705018

Úrbótaáætlun sveitarfélagsins, skólastjórnenda og kennara.
Í samræmi við bókun 1 í kjarasamningi FG (Félags grunnskólakennara) og SNS (Samninganefndar sveitarfélaga) hafa fulltrúar sveitarfélagsins (bæjarstjóri, mannauðsráðgjaf), skólastjórnendur og fulltrúar kennara tekið saman greiningu og umbótaáætlun vegna innleiðingar vinnumats kennara. Skýrslan hefur þegar verið send samningsaðilum.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

2.Skýrsla bæjarstjóra

1603003

Fundardagbækur bæjarstjóra (vinnuskjöl)
Fundardagbækur vikur 18 - 23.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

3.Fjarskiptamál í dreibýli sveitarfélagsins

1701075

Samantekt bæjarstjóra um lausnir í nettenginum í dreifbýli sveitarfélagsins
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að gera samstarfssamning við Gagnaveitu Suðurlands um uppsetningu útsendingabúnaðar netmerkis fyrir dreifbýli sveitarfélagsins. Stofnframlag sveitarfélagsins er 2,5 m.kr., sem rúmast innan framkvæmdaáætlunar ársins.
Samþykkt samhljóða.

4.Endurnýjun Hofgerðis 2017

1706009

Minnisblað bæjarstjóra um endurnýjun Hofgerðis ásamt tillögu að fjármögnun
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að ganga að tilboði lægstbjóðanda í verkið, Grjótgarða ehf.

5.Samþætting félagsþjónustu og heimahjúkrunar

1706010

Öldungaráð Suðurnesja óskar eftir afstöðu sveitarfélagsins til hugmynda um samþættingu heimahjúkrunar og félagsþjónustu
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð er jákvætt í afstöðu sinni til málsins.

6.Staða eigna ILS í Vogum

1408011

Íbúðalánasjóður býður sveitarfélaginu til viðræðna um kaup sveitarfélagsins á fasteignum sjóðsins í sveitarfélaginu.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

7.Gjaldskrá sveitarfélagsins

1706011

Tillaga um systkinaafslátt á leikjanámskeiðum
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá leikjanámskeiðs, að framvegis gildi systkinaafsláttur þannig að fyrsta barn greiðir fullt gjald, fyrsta systkini fái 50% afslátt, annað systkini fái 75% afsl
átt og þriðja systkini og fleiri fái 100% aflsátt.
Samþykkt samhljóða.

8.Borgarlína, breytingar á aðalskipulagi.

1706001

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sendir til umsagnar drög að svæðisskipulagi m.t.t. borgarlínu
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga leggur áherslu á mikilvægi samþættingu borgarlínu við almenningssamgöngur til og frá höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélagið Vogar leggur jafnframt til að á tengistöðvum á jaðri höfuðborgarsvæðisins verði hugað að samþættingu mismunandi ferðamáta, sem gerir m.a. þeim sem ferðast á einkabílum kleift að ferðast til og frá þessum stöðvum um borgarlínu (park&ride).

9.407. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis.

1705025

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um skóga og skógrækt, 407. mál
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

10.206 mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis.

1705024

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp um landgræðslu, 206. mál
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

11.408. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis.

1705026

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 408. mál
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

12.Til umsagnar 289. mál frá nefndasviði Alþingis.

1705032

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 289. mál
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

13.Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2017

1702009

Fundargerð 395. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

14.Fundargerðir Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. 2017

1701055

Fundargerð 57. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

15.Fundargerðir Fjölskyldu-og velferðarnefndar 2017

1701068

Fundargerðir 127. og 128. funda Fjölskyldu- og velferðarnefndar, ásamt fylgigögnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðirnar ásamt fylgigögnunum lagt fram.

16.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar 2017.

1704023

Fundargerð 262. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

17.Fundargerðir Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 2017

1701041

Fundargerð 481. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

18.Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja.

1604006

Fundargerð Öldungaráðs Suðurnesja frá 8.5.2017
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

19.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2017

1702010

Fundargerð 850. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

20.Fundir Reykjanes jarðvangs ses. 2017

1701087

Fundargerð 36. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?