Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

235. fundur 17. maí 2017 kl. 06:30 - 07:40 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri ritari
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Varaformaður stýrir fundi í fjarveru formanns.

1.Kerfisáætlun Landsnets

1311002

Erindi Landsnets hf. dags. 3.5.2017, matslýsing vegna kerfisáætlunar 2017 - 2036.
Landsnet hf. hefur sent sveitarfélaginu erindi varðandi gerð matslýsingar vegna kerfisáætlunar 2017 - 2036. Gefinn er kostur á að koma með athugasemdir.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

2.Framkvæmd og veiting stofnframlaga til almennra íbúða.

1608002

Erindi Íbúðalánasjóðs dags. 28.4.2017, úthlutun stofnframlaga 2017 - fyrri hluti úthlutunar.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindið lagt fram.

3.Tillaga um flokkun úrgangs við heimili á Suðurnesjum

1703046

Erindi Kölku, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, dags. 4. maí 2017, tillaga stjórnar um flokkun úrgangs við heimili á Suðurnesjum.
Tillaga stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja um að hafin verði flokkun úrgangs við heimili á starfssvæði stöðvarinnar, og að stuðst verði við s.k. tveggja tunnu kerfi.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga er samþykkt tillögunni um að hafin verði flokkun sorps við heimili á starfssvæði stöðvarinnar. Bæjarráð leggur jafnframt til að í útboðsgögnum verði gert ráð fyrir þeim möguleika að gera ráð fyrir þriggja tunnu kerfi eða eftir atvikum grenndargám fyrir plastúrgang í stað þriðju tunnunnar.

4.Skipulag frístundabyggðar.

1705021

Erindi Péturs Hlöðverssonar dags. 10.maí 2017, beiðni um að fallið verði frá ákvæðum 2.3.3 sem eru í greinargerð með aðalskipulagi Voga.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram. Bæjarráð vísar erindinu til frekari umfjöllunar þegar kemur að endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.

5.Framkvæmdir 2017 Miðbæjarsvæði

1702054

Áætlun um viðbótarframkvæmdir - fjölbýlishúsalóðir
Minnisblað bæjarstjóra dags. 15.05.2017. Lagt er til að samþykkt verði að auka lítillega við verkið, svo unnt sé að úthluta fimm lóðum undir fjölbýlishús í stað þeirra þriggja, sem núverandi verkmörk miðast við.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að auka við verkið samkvæmt því sem fram kemur í minnisblaðinu. Viðbótarkostnaðurinn fjármagnast með tekjum af aukningu gatnagerðagjalda.

6.Stjórnsýsla sveitarfélagsins

1705022

Endurskipulagning starfsemi Frístunda- og menningarmála
Minnisblað bæjarstjóra dags.15.05.2017, þar sem fjallað er um hugsanlegar breytingar á fyrirkomulagi stjórnsýslu sveitarfélagsins á Frístunda- og menningarsviði.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Minnisblaðið lagt fram. Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

7.Fjarskiptamál í dreibýli sveitarfélagsins

1701075

Úrbætur í fjarskiptamálum á Vatnsleysuströnd og Hvassahrauni
Minnisblað bæjarstjóra dags. 15.05.2017. Lagt er til að sveitarfélagið geri samstarfssamning við Gagnaveitu Suðurlands um uppsetningu fjarskiptabúnaðar sem er til þess fallinn að bæta netsamband í dreifbýli sveitarfélagsins.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð tekur jákvætt í tillöguna, og felur bæjarstjóra að koma með tillögu að útfærslu m.a. um fjármögnun framlags sveitarfélagsins til verkefnisins.

8.439. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis.

1705002

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (innleiðing samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 439. mál.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

9.438. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis.

1705003

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 438. mál.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

10.375. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis.

1705004

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 375. mál.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

11.190. mál til umsagnar, frá nefndasviði Alþingis.

1705008

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 190. mál.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

12.Til umsagnar. Reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns.

1705009

Þjóðskjalasafn Íslands sendir til umsagnar drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

13.434. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis.

1704033

Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017 - 2010, 434. mál.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

14.436. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis.

1704032

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, 436. mál.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

15.435. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis.

1704031

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 435. mál.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

16.Fundargerðir Fjölskyldu-og velferðarnefndar 2017

1701068

Fundargerð 126. Fjölskyldu- og velferðarnefndar.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

17.Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2017

1702009

Fundargerð 394. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2016.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

18.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2017.

1703027

Fundargerð 22. fundar stjórnar Þekkingaseturs Suðurnesja.
Fundar fimmta ársfundar Þekkingaseturs Suðurnesja.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

19.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2017

1703044

Fundargerð 715. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 07:40.

Getum við bætt efni síðunnar?