Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

231. fundur 22. mars 2017 kl. 06:30 - 08:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.ESB löggjöf um persónuvernd og net-og upplýsingaöryggi.

1612002

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga - kynning á nýrri löggjöf um persónuvernd og net- og upplýsingaöryggi
Erindið lagt fram.

2.Tillaga um flokkun úrgangs við heimili á Suðurnesjum

1703046

Tillaga um flokkun sorps verður flutt á aðalfundi Kölku í lok apríl n.k. Tillagan er hér lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

3.Kennslumínútnafjöldi í list- og verkgreinum í grunnskólum

1703010

Erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um kennslumínútnafjölda í list- og verkgreinum í grunnskólum.
Minnisblað skólastjóra Stóru-Vogaskóla fylgir.
Erindið lagt fram til kynningar. Jafnframt lagður fram tölvupóstur skólastjóra Stóru-Vogaskóla, þar sem fram koma upplýsingar um hvernig þessum málum er háttað í grunnskóla sveitarfélagsins.

4.Hávaðakortlagning - Keflavíkurflugvöllur

1703026

Erindi Umhverfisstofnunar dags. 14.03.2017, óskað er eftir tilnefningu sveitarfélgasins aðila sem til að sækja upplýsingafund vegna kortlagningar hávaða vegna flugumferðar um Keflavíkurflugvöll.
Erindið lagt fram. Bæjarráð tilnefnir bæjarstjóra sem fulltrúa sveitarfélagsins til að sækja fundinn.

5.Beiðni um viðbótarstuðning

1703039

Erindi skólastjóra Stóru-Vogaskóla, beiðni um viðbótarstöðugildi vegna stuðnings.
Erindið lagt fram. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun á næsta fundi bæjarstjórnar, vegna málsins.

6.Ársreikningur 2016

1612015

Drög að ársreikningi sveitarfélgsins fyrir árið 2016 eru lögð fram í bæjarráði. Fyrri umræða í bæjarstjórn er áformuð á fundi bæjarstjórnar 29. mars 2017
Bæjarráð staðfestir ársreikning sveitarfélagsins 2016 fyrir sitt leyti með undirritun sinni, og vísar honum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

7.Áfallnar lífeyrisskuldbindingar - Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar

1703047

Erindi bæjarstjóra Reykjanesbæjar vegna lífeyrisskuldbindinga sem Sveitarfélagið Vogar ber að hluta til ábyrgð á, ásamt áformum um að sameina eftirlaunasjóðinn Lífeyrissjóðnum Brú. Áfallnar lífeyrisskuldbindingar verði gerðar upp með skuldabréfi samkvæmt sérstöku samkomulagi.
Erindið lagt fram. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.

8.Borgarlína_ breytingar á svæðisskipulagi.

1703025

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH)sendir til umsagnar verkefnislýsingu vegna breytingar á gildandi svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, um staðsetningu samgönguása fyrir Borgarlínu og setja viðmið um uppbyggingu innan þeirra.
Erindið lagt fram.

9.119. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis

1703024

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna), 119. mál
Erindið lagt fram.
Umsögn bæjarráðs: Bæjarráð er samþykkt afnámi laganna.

10.120. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis

1703023

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars), 120. mál
Erindið lagt fram.
Umsögn bæjarráðs: Meirihluti bæjarráðs leggst gegn afgreiðslu frumvarpsins. Björn Sæbjörnsson situr hjá við afgreiðslu málsins.

11.Til umsagnar 204. mál frá nefndasviði Alþingis.

1703040

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög), 204. mál
Erindið lagt fram.

12.Til umsagnar 234. mál frá nefndasviði Alþingis

1703022

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgangna (innleiðing alþjóðlegra skuldbindinga, EES-reglur), 234. mál
Erindið lagt fram.

13.Til umsagnar 236. mál frá nefndasviði Alþingis

1703028

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (frestun réttaráhrifa o.fl.), 236. mál
Erindið lagt fram.

14.Afgreiðslufundir byggingafulltrúa 2017

1703048

Fundargerðir 33. og 34. afgreiðslufunda byggingafulltrúa
Fundargerðirnar lagðar fram.

15.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2017

1703044

Fundarboð Vetrarfundar SSS 2017
Fundargerðir stjórnar SSS 709 - 713
Fundarboðið og fundargerðirnar lagðar fram.

16.Fundargerðir Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 2017

1701041

Fundargerð 478. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja
Fundargerðin lögð fram.

17.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2017.

1703027

Fundargerð 21.fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja
Fundargerðin lögð fram.

18.Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja.

1604006

Fundargerð fundar stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja með bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga og Öldungaráði Sveitarfélgsins Voga frá 21.02.2017.
Fundargerðir stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja frá 6.3.2017 og 7.3.2017
Fundargerðirnar lagðar fram.

19.Fundargerðir Fjölskyldu-og velferðarnefndar 2017

1701068

Fundargerð 125. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar, ásamt fylgiskjali.
Svar við bókun bæjarstjórnar vegna vinnuálags í barnaverndarmálum.
Fundargerðin, fylgiskjalið og svarið lagt fram.

20.Fundargerðir Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. 2017

1701055

Fundargerð 55. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 08:00.

Getum við bætt efni síðunnar?