Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

226. fundur 07. desember 2016 kl. 06:30 - 07:35 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Skýrsla bæjarstjóra

1603003

Fundardagbækur (vinnuskjöl) bæjarstjóra vikurnar 46, 47 og 48.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundardagbækurnar lagðar fram.

2.Kæra vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Vogabraut.

1607011

Tölvupóstur Ívars Pálssonar hrl. dags. 2.12.2016, ásamt áframsendum tölvupósti Harðar Einarssonar hrl. sama dag, þar sem sveitarfélaginu er tilkynnt eru þau áform hans og fleiri að leita til dómstóla vegna deiliskipulags á Iðnaðarsvæði við Vogabraut og framkvæmdaleyfi.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

3.Umsókn um lóð

1611018

Tölvupóstur Regins Grímssonar dags. 24.11.2016, þar sem sótt er um lóðina Vogagerði 23.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Umsóknin lögð fram. Afgreiðslu málsins frestað. Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

4.Framlag vegna stækkunnar kirkjugarðs Kálfatjarnarkirkju.

1610006

Málið var áður til umfjöllunar og afgreiðslu á 222. fundi bæjarráðs. Fyrir liggur minnisblað bæjarstjóra dags. 5.12.2016, tillaga að lokauppgjöri vegna stækkunar kirkjugarðs.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir tillögu að lokauppgjöri vegna framkvæmdanna, að fjárhæð kr. 1.110.407. Fjárhæðin rúmast innan framkvæmdaáætlunar 2016.

5.Styrkbeiðni 2016.

1612001

Tölvupóstur Aflsins, Akureyri, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, dags. 2.12.2016, beiðni um fjárhagsstyrk.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

6.Beiðni um rekstrarstyrk til Kvennaathvarfsins.

1511056

Erindi Samtaka um kvennaathvarf, dags. í nóvember 2016, umsókn um rekstrarstyrk árið 2017.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 50.000

7.Bréf frá kennurum í Stóruvogaskóla vegna kjaramála.

1611017

Erindi kennara við Stóru-Vogaskóla, dags. 23.11.2016, vegna kjarasamninga kennara.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

8.Ályktun stjórnar Skólastjórafélags Reykjaness.

1611019

Ályktun stjórnar Skólastjórafélags Reykjaness, dags. 25. nóvember, vegna kjaraviðræðna við kennara.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

9.Fundargerðir S.S.S. 2016

1601036

Tillaga fjárhagsnefndar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum að fjárhagsáætlun sameiginlegra rekinna stofnana fyrir árið 2017.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti. Niðurstöður áætlunarinnar eru hluti af samþykktri fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga 2017 - 2020.

10.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2016

1603005

Fundargerð 844. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, ásamt bókun frá 25.11.2016 um framtíðarskipan húsnæðismála.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin og bókunin laðgar fram.

11.Fundargerðir Almannavarna Suðurnesja

1512074

Fundargerð stjórnar Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur, dags. 21.11.2016.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

12.Fundargerðir Þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum 2016.

1606013

Fundargerðir 104. og 105. funda stjórnar Þjónustuhóps Aldraðra.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðirnar lagðar fram.

13.Fundargerðir 2016 Fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðis, Garðs og Voga

1602001

Fundargerð 119. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

14.Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2016.

1601023

Fundargerð 389. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, ásamt ályktun hafnasambandsþings um umhverfismál.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin og ályktunin lagðar fram.

15.Fundargerðir Kölku 2016 / Sorpeyðingarstöð Suðurnesja

1601016

Fundargerð 474. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

16.Fundargerðir Heklunnar 2016

1602049

Fundargerð 51. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

17.Fundir Reykjanes Jarðvangs ses, 2016.

1601041

Fundargerðir 31. og 32. funda stjórnar Reykjanes Geopark.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðirnar lagðar fram.

18.Fundargerðir Heklunnar 2016

1602049

Fundargerð 52. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 07:35.

Getum við bætt efni síðunnar?