Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

222. fundur 19. október 2016 kl. 06:30 - 09:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar var leitað afbrigða um að taka eftirtalin mál á dagskrá:
1. mál: Kæra vegna breytinga á deiliskipulagi Vogabraut.
9. mál: Hjúkrunarheimilið Garðvangur.

Samþykkt samhljóða.

1.Kæra vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Vogabraut.

1607011

Niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála
Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli 101/2016, kæra á ákvörðun sveitarstjórnar Voga frá 24. maí um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvvæði við Vogabraut.

Úrskurðarorð eru eftirfarandi:
"Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Voga hinn 24. maí 2016 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæðið við Vogabraut. Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Voga um að samþykkja byggingarleyfi og stöðuleyfi hinn 19. ágúst 2016. Kröfu kæranda Mótel-Best ehf. í málihnu er vísað frá úrksurðarnefndinni."

Afgreiðsla bæjarráðs:
Úrskurðurinn lagður fram.

2.Skýrsla bæjarstjóra

1603003

Fundardagbækur bæjarstjóra - vinnuskjöl
Vikuyfirlit bæjarstjóra (vinnuskjöl) vikur 38 - 41.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Vikuyfirlitin lögð fram.

3.Alþingiskosningar 2016

1609018

Meðferð kjörskrárstofna og gerð kjörskrár vegna Alþingiskosninga 2016
Kjörskrárstofn vegna alþingiskosninga 29. október 2016.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að semja kjörskrá fyrir alþingiskosningar þann 29. október 2016. Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 29. október n.k. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.
Samþykkt samhljóða.

4.Stuðningur við Snorraverkefnið 2017.

1610003

Snorraverkefnið - beiðni um fjárhagsstuðning
Erindi Snorraverkefnis dags. 6. október 2016. beiðni um fjárhagsstuðning.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

5.Ósk um styrk vegna námsferðar starfsfólks.

1610005

Beiðni starfsfólks leikskólans um styrk vegna námsferðar á komandi vori
Erindi starfsfólks Heilsuleikskólans Suðurvalla dags. 10.10.2016, beiðni um fjárhagsstyrk vegna námsferðar vorið 2017.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Vísað til fjárhagsáætlunar.

6.Framlag vegna stækkunnar kirkjugarðs Kálfatjarnarkirkju.

1610006

Beiðni sóknarnefndar um aukaframlag vegna stækkunar kirkjugarðs
Erindi gjaldkera Kálfatjarnarkirkjugarðs dags. 14.10.2016, beiðni um fjárhagsstuðning vegna vaxtakostnaðar láns sem tekið var í tengslum við stækkun kirkjugarðsins að Kálfatjörn.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

7.Efling ferðaþjónustu

1609036

Drög að erindisbréfi stýrihóps um mótun stefnu í ferðaþjónustu
Minnisblað bæjarstjóra um skipan stýrihóps um mótun stefnu í ferðaþjónustu.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Afgreiðslu málsins frestað.

8.Fjárhagsáætlun 2017 - 2020

1606025

Áframhald vinnu bæjarráðs með fjárhagsáætlun.
Umfjöllun bæjarráðs um fjárhagsáætlun.
Gestur fundarins var Vignir Friðbjörnsson, forstöðumaður Umhverfis og eigna.

9.Hjúkrunarheimilið Garðvangur

1307010

Kauptilboð í fasteignina Garðbraut 85
Kauptilboð í fasteignina Garðabraut 85 (Garðvangur), að fjárhæð kr. 97.000.000.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlagt tilboð fyrir sitt leiti.

10.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 2016

1603013

Fundargerð 257. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja
Fundargerð 257. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

11.Fundargerðir S.S.S. 2016

1601036

Fundargerðir 707. og 708. funda stjórnar SSS
Fundargerðir 707. og 708. funda stjórnar SSS

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðirnar lagðar fram.

12.Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja.

1604006

Fundargerð aðalfundar Öldungaráðs Suðurnesja
Fundargerð aðalfundar Öldungaráðs Suðurnesja 2016.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

13.Fundir Reykjanes Jarðvangs ses, 2016.

1601041

Fundargerð 30. fundar stjórnar Reykjanes Geopark
Fundargerð 30. fundar stjórnar Reykjanes Geopark.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

14.Fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum 2016.

1602069

Fundargerð stjórnar DS 11. október 2016
Fundargerð stjórnar DS frá 11.10.2016

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Getum við bætt efni síðunnar?