Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

215. fundur 20. júlí 2016 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir 1. varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Fasteignamat 2017.

1606023

Upplýsingar um fasteignamat fyrir árið 2017
Erindi Þjóðskrár Íslands um fasteignamat 2017. Hækkun fasteignamats í Sveitarfélaginu Vogum verður 9,1%, hækkun lóðamats verður 10%. Meðaltalshækkun fasteignamats á landinu öllu verður 7,8%.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram.

2.Rafrænar Íbúakosningar

1606034

Tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar
Erindi Innanríkisráðuneytisins dags. 24. júní 2016. Ráðuneytið vekur athygli sveitarfélaga á tilraunaverkefninu, og hvetur sveitarfélög sem hyggjast halda íbúakosningar til að kynna sér verkefnið og gefa sig fram við Þjóðskrá Íslands, hafi þau áhuga á þátttöku.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram.

3.Viðmiðunarlaunatafla fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum

1607007

Viðmiðunartafla frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. júní 2016, viðmiðunartafla fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum. Upplýsingarnar eru sendar sveitarfélögum á grundvelli samþykktar stjórnar sambandsins frá 24. júní s.l., sem byggir á verkefni sem stefnumörkun sambandsins fyrir árin 2014 - 2018 felur í sér.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram. Bæjarráð samþykkir jafnframt að vísa erindinu til frekari umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2017 - 2020.

4.Styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla

1607008

Orkusjóður auglýsir eftir umsóknum til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29.6.2016. Með erindinu fylgir auglýsing frá Orkusjóði, sem auglýsir styrki til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram. Jafnframt vísað til Umhverfis- og skipulagsnefndar.

5.Verndarsvæði í byggð

1607009

Minjastofnun auglýsir eftir styrkumsóknum vegna verndarsvæða í byggð
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30.06.2016. Með erindinu fylgir auglýsing Minjastofnunar, sem auglýsir styrki úr Húsfriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram. Jafnframt vísað til Frístunda- og menningarnefndar.

6.Endurskoðun öryggisstefnu og tengdra þátta

1506025

Staðfesting öryggisstefnu sveitarfélagsins
Fyrir fundinum liggja drög að öryggisstefna gagna fyrir Sveitarfélagið Voga. Öryggisstefnan nær til notkunar, allrar umgengni sem og vistunar allra gagna sem eru í vörslu sveitarfélagsins, hvort sem þær eru á rafrænu formi, prentuðu eða í mæltu máli í innri starfsemi sveitarfélagsins. Stefnan nær jafnframt til gagna sem hýst eru eða þjónustuð af samtarfs- og þjónustuaðilum.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir öryggisstefnuna.

7.Fundir Reykjanesfólkvangs 2016.

1603020

Tillaga Reykjanesfólkvangs um flutning umsýslu fólkvangsins til Grindavíkur
Erindi Grindavíkurbæjar, dags. 26.05.2016. Í erindinu er fjallað um tillögu stjórnar Reykjanesfólkvangs, sem var til umfjöllunar í fundargerð stjórnar dags. 27.apríl 2016, þess efnis að starfsstöð Reykjanesfólkvangs verði í Grindavík og að formennska í stjórn fari til Grindavíkurbæjar út kjörtímabilið. Jafnframt að framvegis skiptist fulltrúar Grindavíkurbæjar og Hafnarfjarðarbæjar á að fara með formennsku. Í erindinu kemur fram að bæjarráð Grindavíkur sé jákvætt fyrir þessum breytingum og óskar eftir afstöðu annarra sveitarfélaga sem eru aðilar að Reykjanesfólkvangi.

Afgreiðsla bæjarráð:
Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

8.Styrkbeiðni

1606026

Beiðni um styrk úr Mennta-, menningar- og afrekssjóði
Erindi Páls Pálssonar, dags. 14.06.2016. Sótt er um styrk til Sveitarfélagsins Voga, eða eftir atvikum í Mennta- menningar og afrekssjóð Sveitarfélagsins Voga, f.h. sonar umsækjanda, Arnars Máls Pálssonar, sem keppir í Íslandsmótinu í akstursíþróttum.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

9.Móttaka úrgangs og farmleifa frá skipum

1507004

Drög að eftirlitsskýrslu vegna móttögku úrgangs og framleifa frá skipum.
Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 08.07.2016, drög að eftirlitsskýrslu vegna móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Drögin lögð fram. Bæjarstjóra falið að bregðast við ábendingum sem fram koma í skýrslunni.

10.Umsókn um rekstrarleyfi.

1606033

Beiðni sýslumanns um umsögn vegna rekstrarleyfis
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum, dags. 24.06.2016. Með erindinu fylgir umsókn Lena Properties ehf. um rekstrarleyfi vegna gististaðar í flokki II, að Akurgerði 6. Óskað er umsagnar sveitarfélagsins um umsóknina.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

11.Fundargerðir 2016 Fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðis, Garðs og Voga

1602001

116. fundur Fjölskyldu- og velferðarnefndar
Fundargerð 116. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar, dags. 16.06.2016.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

12.Fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum 2016.

1602069

Fundargerð aðalfundar DS
Fundargerð aðalfundar DS haldinn í Álfagerði, Vogum, þann 26.04.2016.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?