Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

442. fundur 21. janúar 2026 kl. 17:00 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson formaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaformaður
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Bæjarstjóri
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Sérfræðingur stjórnsýslu og verkefnastjóri menninga
Fundargerð ritaði: Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Sérfræðingur stjórnsýslu og verkefnastjóri menningar
Dagskrá

1.Keilisnes - þróun og uppbygging iðnaðarsvæðis

2305063

Farið yfir stöðu verkefnis um uppbyggingu á Keilisnesi. Katrín Júlíusdóttir, ráðgjafi hjá Athygli og sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs sitja fundinn undir dagskrárliðnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð þakkar Katrínu fyrir komuna. Bæjarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs falið að vinna að verkefninu í samræmi við umræður á fundinum.

2.Dagskrá nefnda og ráða fram á vor ´26

2601025

Lagt fram til kynningar drög að dagskrá nefnda, bæjarráðs og bæjarstjórnar vorið 2026
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

3.Gátlisti til að efla fjölbreytni í sveitarstjórnum

2601027

Lagt fram til kynningar, gátlisti Jafnréttisstofu til að efla fjölbreytni í sveitarstjórnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

4.Erindi frá Ungmennafélaginu Þrótti varðandi umsjón á vallarsvæði

2510024

Stjórn knattspyrnudeildar, framkvæmdastjóri og formaður Ungmennafélgasins Þróttar kynna framlagt erindi um umsjón vallarsvæðis og fleiri mál er tengjast knattspyrnudeild. Sviðsstjórar umhverfis- og skipulagssviðs og fjölskyldusviðs sitja fundinn undir dagskrárliðnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð þakkar stjórnarmönnum, framkvæmdastjóra og formanni Þróttar fyrir komuna.

Bæjarráð tekur undir með knattspyrnudeild um mikilvægi þess að huga að framtíðar uppbygingu og stuðningi við íþrótta- og félagasamtök í vaxandi bæ. Sérstök áhersla er lögð á mótun íþrótta- og tómstundastefnu á vettvangi frístunda- og menningarnefndar sem lokið verður við á vormánuðum. Þar eru þessi mál og fleiri tekin fyrir og varða veginn til framtíðar varðandi íþrótta- og tómstundastarf í sveitarfélaginu. Í vinnunni er lögð áhersla á samvinnu við Ungmennafélagið Þrótt og önnur félagasamtök í bænum.

Umhverfis- og skipulagssviði falið að vinna áfram að fyrirkomulagi á vallarsvæði sumarsins.

5.Styrkbeiðni 2026

2601005

Lögð fram beiðni um styrk frá ME félagi íslands.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar 2027.

6.Gjaldskrá 2026

2512008

Lögð fram drög að uppfærslu reglna um afslátt til tekjulágra, elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti á árinu 2026. Breytingin snýr að sjálfvirkari framkvæmd veitingar afsláttar.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir samhljóða framlögð drög og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

7.Starfshópur um uppbyggingu við Stóru-Vogaskóla

2510013

Lagt fram tilboð frá JeES arkitektum ehf. vegna ráðgjafar við þarfa- og sviðsmyndagreiningu í tenslum við uppbyggingu við Stóru-Vogaskóla. Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs situr fundinn undir dagskrárliðnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagt tilboð frá JeES arkitektum ehf. og felur bæjarstjóra að undirrita samning fyrir hönd sveitarfélagsins.

8.Drög að reglugerð um starfsemi Fasteignastjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

2601026

Lögð fram til kynningar drög að reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

9.Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja 2025

2502031

Lögð fram fundargerð 97. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja sem haldinn var 18.12.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

10.Fundargerðir SSKS 2025

2505037

Lagðar fram fundargerðir vegna 86.og 87. funda stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

11.Fundargerðir stjórnar Kölku 2025

2501033

Lögð fram fundargerð 575. fundar stjórnar Kölku sem haldinn var 09.12.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

12.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2026

2601033

Lögð fram fundargerð 819. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var 14.01.2026
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?