Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

440. fundur 03. desember 2025 kl. 17:00 - 19:55 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson formaður
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik V. Árnason varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Bæjarstjóri
  • Ásta Friðriksdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Ásta Friðriksdóttir sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2026 -2029

2508067

Lögð fram vinnugögn í tengslum við fjárhagsáætlun 2026-2029
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

2.Rekstrar- og fjárfestingayfirlit 2025

2505038

Lögð fram rekstrarniðurstaða jan-okt 2025 og staða framkvæmdaáætlunar 2025.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

3.Leiðbeiningar um mótun og framkvæmd stefna

2511021

Innviðaráðuneytið, í samstarfi við Byggðastofnun, hefur gefið út skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu ásamt leiðbeiningum fyrir stjórnvöld um mótun og framkvæmd stefna.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

4.Atvinnumálakönnun

2506048

Lagt fram til kynningar niðurstöður atvinnumálakönnunar á Suðurnesjum.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

5.Endurskoðun samninga um félags- og fræðsluþjónustu

2509044

Lagt fram bréf frá bæjarstjóra Suðurnesja í tengslum við endurskoðun samninga um félags- og fræðsluþjónustu auk minnisblaðs bæjarstjóra Voga. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs situr fundinn undir dagskrárliðnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa svarbréf til Suðurnesjabæjar í samræmi við umræður á fundinum.

6.Upplýsingabeiðni - kæra til ÚU - SNL2 framkvæmdaleyfi

2512001

Lagt fram til kynningar framgangur máls fyrir úrskurðarnefnd upplýsingamála vegna upplýsingabeiðni varðandi framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

7.Stjórnskipulag sveitarfélagsins - uppfært skipurit

2511032

Lögð fram tillaga að uppfærðu skipuriti sveitarfélagsins í kjölfar stofnunar fjölskyldusviðs.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögur með áorðnum breytingum að uppfærðu skipuriti sveitarfélagsins og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. Með nýju fjölskyldusviði og skipuriti sveitarfélagsins skapast slagkraftur til að bæta enn frekar þjónustu við fjölskyldur.

8.Ráðning sviðsstjóra

2412011

Lögð fram tillaga að framlengingu ráðningar sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um 12 mánuði auk minnisblaðs bæjarstjóra. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs vék af fundi undir dagskrárliðnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu um framlengingu tímabundins ráðningarsamnings sviðsstjóra fjámála- og stjórnsýslu um 12 mánuði og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

9.Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Voga

2510023

Lögð fram drög að jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Voga 2025-2026. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs og verkefnastjóri stjórnsýslu og menningar sitja fundinn undir dagskráliðnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir samhljóða framlögð drög að jafnréttisáætlun sveitarfélagsins og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

10.Tilboð í hlut Svf. Voga í Hreyfingu hf.

2511029

Fossar fjárfestingabanki hf. hefur gert Sveitarfélaginu Vogum tilboð í hluti sveitarfélagsins í Hreyfingu hf.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir samhljóða að selja hlut sveitarfélagsins í Hreyfingu hf. sem er óverulegur.

11.Styrkbeiðni

2511030

Lögð fram styrkbeiðni frá ADHD samtökunum vegna ársins 2026
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlanagerðar.

12.Leigusamningur Gym heilsa ehf.

2511033

Lögð fram tillaga um uppsögn á leigusamningi við Gym heilsa ehf, rekstraraðila tækjasals í íþróttamiðstöð.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir samhljóða að segja upp leigusamningi við Gym heilsu ehf. Uppsagnarfrestur er 12 mánuðir. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs og forstöðumanni íþróttamiðstöðvar falið að leggja mat á kosti í stöðunnni og skila greinargerð um það til bæjarráðs á fyrsta ársfjórðuni nýs árs.

13.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2025

2502009

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 175. mál - Innleiðing landsbyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda



Frestur til að senda inn umsögn er til og með 28. nóvember nk.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

14.Fundargerðir SSKS 2025

2505037

Lögð fram fundargerð 85. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum sem haldinn var 24.09.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

15.Fundargerðir Svæðisskipulags Suðurnesja 2025

2502030

Lögð fram fundargerð 55. fundar Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem var haldinn 13.11.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

16.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

2502014

Lögð fram fundargerð 989. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 14.11.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

17.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 101

2510002F

Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

18.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 102

2511006F

Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

Fundi slitið - kl. 19:55.

Getum við bætt efni síðunnar?