Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

439. fundur 19. nóvember 2025 kl. 17:00 - 22:02 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson formaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaformaður
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Bæjarstjóri
  • Ásta Friðriksdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Ásta Friðriksdóttir sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Keilisnes - þróun og uppbygging iðnaðarsvæðis

2305063

Farið yfir stöðu verkefnis um þróun atvinnuuppbygingar á Keilisnesi. Katrín Júlíusdóttir, ráðgjafi hjá Athygli, og sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs sitja fundir undir dagskrárliðnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Katrínu er þakkað fyrir komuna og bæjarstjóra falið að vinna að verkefninu áfram.

2.Fjárhagsáætlun 2026 -2029

2508067

Lögð fram vinnugögn til kynningar í tengslum við fjárhagáætlanavinnu. Sviðsstjórar umhverfis- og skipulagssviðs og fjölskyldusviðs sitja fundinn undir dagskrárliðnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

3.Framkvæmdaleyfi Suðurnesjalína 2

2104113

Lagt fram til kynningar ákvörðun Hæstaréttar í máli nr. 41/2025.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

4.Tjónamál 2023

2303003

Lagt fram til kynningar niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-477/2025.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

5.Áskoranir og hvatningar frá þingi UMFÍ

2511015

Lögð fram afgreiðsla á 54. sambandsþings UMFÍ þar sem m.a. er hvatt til þjóðarátaks í lýðheilsu og forvörnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að efla lýðheilsu og forvarnir og tekur tillit til þess við fjárhagsáætlanagerð.

6.Fundur með framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur

2511014

Lögð fram gögn sem tekin voru saman fyrir fund með framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs situr fundinn undir dagskrárliðnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð fagnar frumkvæði Framkvæmdanefndar um málefni Grindvíkinga. Vonast er til frekara samtarfs við nefndnina um að taka enn betur utan um grindvískar fjölskyldur í gegnum skólastarf en í dag eru 12% íbúa sveitarfélagsins Grindvíkingar.

7.Styrkbeiðni 2026 frá Norræna félaginu á Suðurnesjum

2511002

Lögð fram styrkbeiðni frá Norrænafélaginu á Suðurnesjum v. 2026
Afgreiðsla bæjarráðs:

Vísað til fjárhagsáætlanagerðar.

8.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2025

2502009

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 237. mál - Breyting á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.



Frestur til að senda inn umsögn er til og með 25. nóvember nk.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

9.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2025

2502009

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 229. mál - Verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög.



Frestur til að senda inn umsögn er til og með 25. nóvember nk.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

10.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2025

2501016

Lögð fram fundargerð 817. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var 10.11.2025.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

11.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2025

2511009

Lögð fram fundargerð 49. aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var 04.10.2025.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

12.Fundargerðir fjölskyldu- og velferðarráðs 2025

2501017

Lögð fram fundargerð 62. fundar Fjölskyldu- og velferðarráðs sem haldinn var 06.10.2025 ásamt 11 fylgiskjölum. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs situr fundinn undir dagskrárliðnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

13.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

2502014

Lögð fram fundargerð 988. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 31.10.25.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

14.Fundargerðir SSKS 2025

2505037

Lögð fram fundargerð 84. fundar stjórnar Samtaka á köldum svæðum sem haldinn var 27.08.25.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

15.Fundargerðir Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur 2025

2503004

Lögð fram fundargerð 75. fundar Almannavarnanefnd Suðurnesja utan Grindavíkur sem haldinn var 14.10.25.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

16.Fundargerðir stjórnar Kölku 2025

2501033

Lagðar fram fundargerðir 572. og 573. funda stjórnar Kölku. Fyrri fundurinn var haldinn 09.09.25 og sá seinni 14.10.25.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

Fundi slitið - kl. 22:02.

Getum við bætt efni síðunnar?