438. fundur
05. nóvember 2025 kl. 17:00 - 19:34 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Björn Sæbjörnssonformaður
Birgir Örn Ólafssonvaraformaður
Eva Björk Jónsdóttiraðalmaður
Kristinn Björgvinssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Guðrún P. ÓlafsdóttirBæjarstjóri
Ásta FriðriksdóttirSviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði:Ásta Friðriksdóttirsviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
1.Rekstrar- og fjárfestingayfirlit 2025
2505038
Lagt fram sex mánaða rekstraryfirlit unnið í samstarfi við KPMG auk minnisblaðs sviðstjóra fjármála og stjórnsýslu.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Rekstrarniðurstaða a og b hluta reksturs á fyrri árshelmingi 2025 var jákvæð um 108 m.kr. þegar leiðrétt hefur verið fyrir eftirálögðu útsvari. Til samanburðar var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 28 m.kr. fyrir sama tímabil í fyrra.
Rekstrartekjur aukast um 33% á milli ára og rekstrarkostnaður um 20%. Rekstrarniðurstaðan endurspeglar þannig annars vegar þann mikla íbúavöxt sem hefur verið í sveitarfélaginu í formi aukinna tekna og hins vegar það virka kostnaðaraðhald sem hefur verið viðhaft í öllum þáttum starfseminnar. Jákvæð rekstrarniðurstaða fyrri árshelmings og jákvæðar horfur í þróun rekstrar munu meðal annars vera nýtt til að fjármagna nauðsynlega innviðauppbyggingu í sveitarfélaginu samhliða vexti.
2.Vistheimili barna á Suðurnesjum
2510041
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra velferðarsviðs Suðurnesjabæjar varðandi vistheimili barna á Suðurnesjum í tengslum við fjárhagsáætlanagerð.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
3.Bréf til dómsmálaráðherra vegna jarðhræringa
2509042
Bréf bæjarstjóra undir Almannavarnanefnd Suðurnesja utan Grindavíkur til dómsmálaráðherra varðandi fyrirspurn um varnargarða lagt fram.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð kallar eftir að upplýsingar berist sem fyrst frá dómsmálaráðuneytinu varðandi skipulag viðbragðs og varúðarráðstafanir í tengslum við jarðhræringar á Sundhnúkagígaröðunni.
4.Endurhönnun á leið 87 og leiðarkerfis landsbyggðarvagna
2501003
Lögð fram kynning Vegagerðarinnar á nýju leiðarkerfi landsbyggðarvagna, sem tekur gildi 1. janúar 2026, ásamt tímatöflum.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð fangar þeim úrbótum sem gerðar hafa verið á leið 87 og tengingu leiðarinnar við leið 55. Strætó sem samgöngumáti á milli byggðakjarna er loksins orðin raunhæfur samgöngumáti fyrir íbúa Voga.
5.Fjárhagsáætlun 2026 -2029
2508067
Lögð fram fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2026 og langtímaáætlun 2027-2029.
Sviðsstjórar fjölskyldusviðs og fjármála- og stjórnsýslusviðs kynna starfsáætlanir sinna sviða og sviðsstjóri umvherfis- og skipulagssviðs kynnir drög að framkvæmdaáætlun.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
6.Samkomulag - Hafnargata 101
2412009
Lögð fram drög að viðauka við samkomulag um uppbyggingu við Hafnargötu 101.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða framlögð drög að viðauka við samkomulag um uppbyggingu við Hafnargötu 101, sem snýr að tilfærslu dagsetninga og breytingum er varða útlagðan kostnað Arnarvirkis við framkvæmd niðurrifs. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
7.Styrkbeiðni v. stöðuleyfisgjalda
2510040
Lögð fram styrkbeiðni Gusu vegna stöðuleyfisgjalda fyrir saunagám sem staðsettur er við Hafnargötu 10.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð vísar málinu til vinnu við fjárhagsáætlanagerð.
8.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2025
2502009
Umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar 87. mál Hjólaleið milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 4. nóvember nk.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með framkomna tillögu til þingsályktunar um hjólaleið milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Jafnframt er tekið undir þau sjónarmið að þátttaka ríkisins sé nauðsynleg til að tryggja að verkefninu ljúki innan ásættanlegra tímamarka. Hjólreiðatenging milli tveggja stærstu þéttbýlissvæða landsins sé hluti af eðlilegu heildarneti samgönguinnviða í landinu.
Bæjarráð tekur undir bókun bæjarráðs Reykjanesbæjar um að Inviðaráðherra skipi starfshóp um verkefnið og telur mikilvægt að Sveitarfélagið Vogar eigi fulltrúa í starfshópnum.
9.Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja 2025
2502031
Lögð fram fundargerð 95. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja sem haldinn var 23.10.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
10.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
2502014
Lögð fram fundargerð 987. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 21.10.2025
Rekstrarniðurstaða a og b hluta reksturs á fyrri árshelmingi 2025 var jákvæð um 108 m.kr. þegar leiðrétt hefur verið fyrir eftirálögðu útsvari. Til samanburðar var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 28 m.kr. fyrir sama tímabil í fyrra.
Rekstrartekjur aukast um 33% á milli ára og rekstrarkostnaður um 20%. Rekstrarniðurstaðan endurspeglar þannig annars vegar þann mikla íbúavöxt sem hefur verið í sveitarfélaginu í formi aukinna tekna og hins vegar það virka kostnaðaraðhald sem hefur verið viðhaft í öllum þáttum starfseminnar. Jákvæð rekstrarniðurstaða fyrri árshelmings og jákvæðar horfur í þróun rekstrar munu meðal annars vera nýtt til að fjármagna nauðsynlega innviðauppbyggingu í sveitarfélaginu samhliða vexti.