Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

437. fundur 22. október 2025 kl. 17:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson varaformaður
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Andri Rúnar Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Bæjarstjóri
  • Ásta Friðriksdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Ásta Friðriksdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Göngu- og hjólreiðastígur Vogastapi

2107005

Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og skipulagsfulltrúi fara yfir stöðu verkefnisins.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

2.Fjárhagsáætlun 2026 -2029

2508067

Stjórnendur leggja fram starfsáætlanir 2026. Undir dagskrárliðnum sitja sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, skólastjóri, leikskólastjóri, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar og forstöðumaður félagsmiðstöðvar.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð þakkar stjórnendum fyrir greinargóðar kynningar. Bæjarráð vísar framlögðum starfsáætlunar til fjárhagsáætlanagerð 2026.

3.Endurskoðun samninga um félags- og fræðsluþjónustu

2509044

Farið yfir stöðu á endurskoðun samninga um félags- og fræðsluþjónustu.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

4.Rekstrar- og fjárfestingayfirlit 2025

2505038

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs varðandi útgönguspá rekstrar 2025.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

5.Lögheimilisskráning í frístundabyggð

2510022

Lagt fram minnisblað yfirlögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi lögheimlisskráningu í frístundabyggð.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

6.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2025

2502009

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 153. mál. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 81. mál



Frestur til að senda inn umsögn v. veiða í fiskveiðilandhelgi er til og með 27. október nk.



Frestur til að senda inn umsögn v. frumvarps til laga um sveitarstjórnarlög er til og með 29. október nk.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

7.Viðaukar 2025

2505021

Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2025.



Rekstur

Fyrirséð er að kostnaður vegna barnaverndar verði 12 m.kr. hærri en áætlað var fyrir ásamt því að sérfræðikostnaður hjá Stóru-Vogaskóla er yfir áætlun vegna uppfærslu á ipödum fyrir nemendum sem nam 2,3 m.kr. Fjölskyldudagar í Vogum fóru 1 m.kr. fram úr áætlun ásamt því að fyrirséð er að kostnaður vegna matvæla hjá leikskólanum Suðurvöllum verði hærri en áætlað var fyrir eða um 8,8 mkr. Helstu ástæður aukins kostnaðar hjá leikskólanum er fjölgun barna á árinu, vanáætlun á upphaflegri áætlun ásamt því að á árinu var hafið samstarf við Skólamat ehf. en samhliða þeirri breytingu fækkaði stöðugildum í mötuneyti.



Útsvar og fasteignaskattur var 85,7 m.kr. yfir áætlun fyrstu átta mánuði ársins.



Að teknu tilliti til aukningar tekna um 85,7 m.kr. eru nettóáhrif á rekstrarniðurstöðu jákvæð um 61,6 m.kr. og gert ráð fyrir hækkun handbærs fjár sem því nemur.





Styrkur til Knattspyrnudeildar Ungmennafélagsins Þróttar - Mál nr. 2509006

Á 433. fundi bæjarráðs var samþykkt samhljóða að styrkja knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Þróttar um 350 þúrsund krónur og bjóða þannig íbúum sveitarfélagsins og stuðningsmönnum Þróttar á heimaleik félagsins. Styrkurinn verður fjármagnaður með tilfærslu af deild 0589, aðrir styrkir og framlög, yfir á deild 0689 og hefur því kostnaðaraukinn ekki áhrif á áætlað handbært fé.



Styrkur til Skyggnis Björgunarsveitar - Mál nr. 2509008

Á 434. fundi bæjarráðs var samþykkt samhljóða að styrkja Björgunarsveitina Skyggni sem nemur 192.970 krónum með niðurfellingu hluta aðgangseyris sveitarfélagsins í árskorti í líkamsrækt og sund. Styrkurinn verður fjármagnaður með tilfærslu af deild 0589, aðrir styrkir og framlög, yfir á deild 0789 og hefur því kostnaðaraukinn ekki áhrif á áætlað handbært fé.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

8.Erindi frá Ungmennafélaginu Þrótti varðandi umsjón á vallarsvæði

2510024

Lagt fram erindi frá knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Þróttar varðandi umsjón á knattspyrnusvæði/íþróttasvæði. Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs situr fundinn undir dagskrárliðnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

9.Starfshópur um uppbyggingu við Stóru-Vogaskóla

2510013

Tekið fyrir uppfært erindisbréf starfshóps um uppbyggingu við Stóru-Vogaskóla.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir uppfærð drög erindisbréfs samhljóða.

10.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2025

2502027

Lögð fram fundargerð 57. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja sem haldinn var 25.09.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

11.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

2502014

Lögð fram fundargerð 986. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 10.10.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?