436. fundur
14. október 2025 kl. 17:00 - 19:06 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Björn Sæbjörnssonformaður
Birgir Örn Ólafssonvaraformaður
Kristinn Björgvinssonáheyrnarfulltrúi
Friðrik V. Árnasonvaramaður
Starfsmenn
Guðrún P. ÓlafsdóttirBæjarstjóri
Ásta FriðriksdóttirSviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði:Ásta Friðriksdóttirsviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
1.Styrkbeiðni 2026
2509038
Lögð fram styrkbeiðni Golfklúbbs Vatnsleysustrandar 2026. Hilmar E. Sveinbjörnsson, formaður, situr fundinn undir dagskrárliðnum ásamt Hólmfríði J. Árnadóttur, sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar 2026.
2.Fjárhagsáætlun 2026-2029
2510010
Lögð fram fjárhagsáætlun frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna áranna 2026-2029.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar 2026.
3.Fjárhagsáætlun 2026-2029
2510009
Lögð fram fjárhagsáætlun frá Brunavörnum Suðurnesja vegna áranna 2026-2029.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar 2026.
4.Styrkbeiðni 2026 frá Velferðasjóði
2510011
Lögð fram styrkbeiðni frá Velferðasjóði Voga vegna ársins 2026.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar 2026.
5.Styrkbeiðni 2026 frá Stígamótum
2510012
Lögð fram styrkbeiðni frá Stígamótum vegna ársins 2026.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar 2026.
6.Styrkbeiðni 2026 Samtök um kvennaathvarf
2510019
Lögð fram styrkbeiðni frá Samtökum um kvennaathvarf vegna ársins 2026
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar 2026.
7.Fjárhagsáætlun 2026 -2029
2508067
Lögð fram samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs á innsendum styrkbeiðnum fyrir árið 2026 ásamt sviðmyndum vegna fasteignaálagningar 2026.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar 2026.
8.Tillaga um stofnun starfshóps um uppbyggingu við Stóru-Vogaskóla
2510016
Lögð fram drög erindisbréfi fyrir starfhóp um uppbyggingu við Stóru-Vogaskóla.
Afgreiðsla bæjarráð:
Bæjarráð samþykkir samhljóða stofnun starfshóps um uppbyggingu við Stóru-Vogaskóla og drög að erindisbréfi.
Markmið starfshópsins er að meta með hvaða hætti sé skynsamlegast að byggja við Stóru-Vogaskóla og að leggja fram tillögur að valkostum við hönnun og uppbyggingu við skólann. Tillögur hópsins skulu vera í samræmi við þróun nemendafjölda, fjölbreytta starfshætti og viðurkennd viðmið um vinnurými starfsfólks og nemenda.
9.Starfshópur um uppbyggingu við Stóru-Vogaskóla
2510013
Lögð fram tillaga um skipan í starfshóp um uppbyggingu við Stóru-Vogaskóla. . Lagt er til að Andri Rúnar Sigurðsson og Ingþór Guðmundsson taki sæti í starfshópnum fyrir hönd meirihluta. Fyrir minnihluta er lagt til að Eðvarð Atli Bjarnason taki sæti.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu um skipan starfshóps.
10.Rekstrar- og fjárfestingayfirlit 2025
2505038
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýlsusviðs ásamt rekstraryfirliti janúar til ágúst 2025.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.
11.Endurskoðun samþykkta um stjórn Sveitarfélagsins Voga
2312018
Lögð fram til umfjöllunar vinnugögn í tengslum við endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.
12.Endurskoðun byggðaáætlunar - opið samráð
2509045
Erindi frá Byggðastofnun um endurskoðun byggðaáætlunar. Gildandi byggðaáætlun var samþykkt á Alþingi í júní 2022 og nær til ársins 2036 en aðgerðaáætlun hennar til ársloka 2026.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.
13.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2025
2501016
Lögð fram fundargerð 816. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var 08.10.2025.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.
14.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
2502014
Lögð fram fundargerð 985. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 26.09.2025.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.
15.Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja 2025
2502031
Lögð fram fundargerð 94. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja sem haldinn var 25.09.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.
16.Fundargerðir HES 2025
2502007
Lögð fram fundargerð 320. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja sem haldinn var 08.10.2025.
Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar 2026.