Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

434. fundur 17. september 2025 kl. 17:00 - 20:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson formaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaformaður
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Bæjarstjóri
  • Ásta Friðriksdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Ásta Friðriksdóttir sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Keilisnes - þróun og uppbygging iðnaðarsvæðis

2305063

Tekin fyrir staðan á verkefni um þróun Keilisnes. Katrín Júlíusdóttir, frá Athygli ehf., og sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs sitja fundinn undir dagskrárliðnum
Afgreiðsla bæjarráðs:

Staða verkefnisins var rædd og bæjarráð þakkar Katrínu kærlega fyrir heimsóknina. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að frekari yfirferð og undirbúningi vegna nýs vefs í tengslum við verkefnið.

2.Heiðarland Vogajarða - óskipt sameign

2105028

Tekin fyrir staðan á málefnum Heiðarlands Vogajarða. Ívar Pálsson, lögmaður sveitarfélagsins, skipulagsfulltrúi og sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs sitja fundinn undir dagskrárliðnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt lögmanni sveitarfélagsins að boða til fundar með öðrum landeigendum Heiðarlands Vogajarða.

3.Göngu- og hjólreiðastígur Vogastapi

2107005

Lagðar fyrir frumkostnaðaráætlanir við göngu- og hjólastíg utan Keflavíkurvega annars vegar og hinsvegar á vegi við hitaveitulögn. Skipulagsfulltrúi og sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs sitja fundinn undir dagskrárliðnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu á 73. fundi skipulagsnefndar um að umhverfis- og skipulagssviði verði falið að ræða við HS-veitur, Reykjanesbæ og landeigendur með það fyrir augum að hjóla- og göngustígur verði lagður.

4.Opnunartími sundlaugar og íþróttahús

2404077

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og forstöðumaður íþróttamiðstövar leggja fram uppfært minnisblað um tillögu að uppfærðum opnunartíma fyrir sundlaug & íþróttamiðstöð fyrir haustið 2025.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir samhljóða að opnunartími íþróttamiðstöðar á virkum dögum verði klukkan 06:00 og að sundlaugin opni klukkan 06:15. Jafnframt verði opnunartími íþróttamiðstöðvar framlengdur til 21:30 en sundlaugin loki til 21:00 á virkum dögum.
Breytingin tekur gildi þriðjudaginn 23. september nk.

5.Undirskriftalisti v. beiðni um lengingu opnunartíma í sundlaug.

2509007

Lagður fram undirskriftalisti frá nokkrum íbúum Voga þar sem farið er fram á að sundlaugin opni fyrr á morgnana.
Afgreiðsla bæjarráðs

Vísað er í fyrri dagskrárlið þar sem samþykkt er að opnunartími íþróttamiðstöðar á virkum dögum verði klukkan 06:00 og að sundlaugin opni klukkan 06:15. Jafnframt er samþykkt að opnunartími íþróttamiðstöðvar verði framlengdur til 21:30 en sundlaugin loki kl. 21:00 á virkum dögum. Breytingin tekur gildi þriðjudaginn 23. september nk.

6.Styrkbeiðni v. endurhleðslu grjótgarðs

2509009

Lögð fram styrkbeiðni v. endurhleðslu grjótgarðs frá sóknarnefnd Kálfatjarnarkirkju.
Afgreiðsla bæjarráð:

Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlanagerðar 2026.

7.Beiðni um styrk v. líkamsræktar og sunds

2509008

Lögð fram beiðni Björgunarsveitarinnar Skyggnis um styrk vegna líkamsræktar og sunds auk minnisblaðs sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslu.



Eðvarð Atli Bjarnason vék a fundi undir dagskrárliðnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir samhljóða að styrkja Börgunarsveitina Skyggni sem sem nemur 192.970 krónur með niðurfellingu hluta aðgangseyris sveitarfélagsins í árskorti í líkamsrækt og sund. Sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslu er falið að útbúa tilfærsluviðauka og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að útbúa tilfærsluviðauka við samning sveitarfélagsins við Björgunarsveitina Skyggni.

8.Fjárhagsáætlun 2026 -2029

2508067

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs með rammaáætlun ársins 2026 og útgönguspá rekstrar fyrir árið 2025. Einnig eru lagðar fram sviðsmyndagreiningar fyrir tekjuáætlun ársins 2026, vegna útsvars, fasteignagjalda og framlaga frá jöfnunarsjóði.
Afgreiðsla bæjarráðs
Lagt fram

9.Tilnefningar - farsældarráð Suðurnesja

2509024

Lagt fram erindi frá verkefnastjóra farsældar á Suðurnesjum þar sem óskað er eftir tilnefningum á fulltrúum sveitarfélaga í farsældarráði Suðurnesja og framkvæmdahópi ráðsins.
Afgreiðsla bæjarráðs
Bæjarráð samþykir samhljóða að tilnefna Jóhönnu Lovísu Jóhannsdóttur fyrir hönd meirihluta bæjarstjórnar, Eðvarð Atla Bjarnason fyrir hönd minnihluta bæjarstjórnar og Hólmfríði J. Árnadóttur, fyrir hönd fjölskyldusviðs í farsældarráð Suðurnesja.

Jafnframt samþykir bæjarráð að í framkvæmdahóp farældarráðs séu tilnefndar Hólmfríður J. Árnadóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, sem aðalmaður og Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri, sem varamaður.

10.Ársskýrsla og reikningur MSS 2024

2509005

Lögð fram ársskýrsla og reikningar v. 2024 frá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
Afgreiðsla bæjarráðs
Lagt fram

11.Erindi frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands

2509012

Erindi frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands er varðar 16.gr. laga nr. 55/1992
Afgreiðsla bæjarráðs
Lagt fram

12.Fjárfestingar hafna á Íslandi 2025-2040

2509021

Lögð fram skýrsla Hafnasambands Íslands um fjárfestingar og framtíðaráætlanir hafna á Íslandi.
Afgreiðsla bæjarráðs
Lagt fram

13.Fundargerðir HES 2025

2502007

Lögð fram fundargerð 319. fundar HES sem haldinn var 27.08.2025
Afgreiðsla bæjarráðs
Lagt fram

14.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

2502014

Lögð fram fundargerð 983. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélag sem haldinn var 29.08.2025
Afgreiðsla bæjarráðs
Lagt fram

15.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2025

2502001

Lögð fram fundargerð 474. fundar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 22.08.2025
Afgreiðsla bæjarráðs
Lagt fram

16.Fundargerðir SSKS 2025

2505037

Lagðar fram fundargerðir 82. og 83. funda stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.
Afgreiðsla bæjarráðs
Lagt fram

17.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2025

2501016

Lögð fram fundargerð 815. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var 100925 ásamt samþykktum fyrir Sambandið
Afgreiðsla bæjarráðs
Lagt fram

18.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

2502014

Lögð fram fundargerð 984.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 120925.
Afgreiðsla bæjarráðs
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?