Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

433. fundur 03. september 2025 kl. 17:00 - 18:40 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson formaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaformaður
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2025 Velferðarsvið

2508006

Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Suðurnesjabæjar, leggur fram minnisblað vegna barnaverndarþjónustu Voga. Hólmfríður J. Árnadóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Guðrún Björg og Hilmar Jón Stefánsson, teymisstjóri barnaverndarþjónustu sitja fundinn undir dagkrárliðnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu í barnaverndarmáli fyrir árið 2025. Framhaldi málsins verði vísað til vinnslu við fjárhagsáætlanagerð hvað varðar úrræðið árið 2026.

2.Rekstrarleyfi Hvassahrauni 26

2508008

Umsagnarbeiðni vegna gististaðar við Hvassahraun 26 lögð fram ásamt sameiginlegri umsögn frá byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa vegna málsins.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða að veita jákvæða umsögn vegna gistileyfis fyrir rekstur gististaðar í flokki II - C minna gistiheimili enda er hún í samræmi við deiliskipulag og húsnæðið uppfyllir kröfur um slíka starfsemi.

3.Fjárhagsáætlun 2026 -2029

2508067

Lögð fram drög að tíma- og verkáætlun fyrir fjárhagsáætlanagerð 2026-2029.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagða tíma- og verkáætlun fjárhagsáætlanagerðar.

4.Þjónustusamningur um rekstur mötuneyta

2506050

Lögð fram lokadrög þjónustusamnings við Skólamat ehf. sem og minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs vegna kaupa á ofni á Heilsuleikskólan Suðurvelli.
Bæjarráð samþykkir samhljóða drög þjónustusamnings við Skólamat ehf. og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Jafnframt er samþykkt samhljóða að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að útbúa viðauka vegna kaupa á ofni.

5.Samstarfssáttmáli - UMFÞ

2509003

Lögð fram drögð að samstarfssáttmála við Ungmennafélagið Þrótt
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða framlögð drög að samstarfssáttmála við Ungmennafélagið Þrótt og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

6.Erindi frá knattspyrnudeild UMFÞ um styrk í tengslum við næsta heimaleik

2509006

Tekið fyrir erindi frá knattspyrnudeild UMFÞ um að sveitarfélagið bjóði íbúum og stuðningsmönnum á næsta heimaleik liðsins á laugardaginn kemur og styrki deildina um 350 þ.kr. sem áætluðum aðgangseyri nemur.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða að styrkja knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Þróttar um 350 þúsund krónur og bjóða þannig íbúum og stuðningsmönnum til leiksins. Jafnframt er liðinu óskað góðs gengis í spennandi loka umferðum deildarinnar.

7.Fundargerðir stjórnar Kölku 2025

2501033

Lögð fram fundargerð 570. fundar Kölku sem haldinn var 10.06.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

8.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2025

2501016

Lögð fram fundargerð 814. fundar sem haldinn var 13.08.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

9.Fundargerðir fjölskyldu- og velferðarráðs 2025

2501017

Lögð fram fundargerð 60. fundar fjölskyldu- og velferðarráðs ásamt fylgiskjölum.

Hólmfríður J. Árnadóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Suðurnesjabæjarog Hilmar Jón Stefánsson, teymisstjóri barnaverndarþjónustu Suðurnesjabæjar sitja fundinn undir dagkrárliðnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

10.Fundargerðir stjórnar Kölku 2025

2501033

Lögð fram fundargerð 571. fundar stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. sem haldinn var 12.08.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 18:40.

Getum við bætt efni síðunnar?