2505021
Lögð fram tillaga að viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2025.
Aukning á stöðugildum hjá Heilsuleikskólanum Suðurvöllum
Mál nr. 2506024
Á 429. fundi bæjarráðs var samþykkt beiðni leikskólastjóra um aukningu um eitt stöðugildi hjá Heilsuleikskólanum Suðurvöllum fyrir haustið 2025. Snýr aukningin að 0,5 stöðugildi við ÍSAT kennslu og 0,5 stöðugildi í aukinn stuðning. Áætlaður kostnaðarauki hjá leikskólanum nemur um 4,3 mkr. en við fjárhagsáætlanagerð 2025 var áætlað fyrir auknum stöðugildum í miðlægum potti og hefur því kostnaðaraukinn ekki áhrif á áætlað handbært fé.
Aukning á stöðugildum hjá Stóru-Vogaskóla
Mál nr. 2506025
Á 429. fundi bæjarráðs var samþykkt beiðni skólastjóra um aukningu um 2 stöðugildi hjá Stóru-Vogaskóla fyrir haustið 2025. Snýr aukningin að 0,5 stöðugildi námsráðgjafa, 0,5 stöðugildi ÍSAT kennara og 1 stöðugildi skólaliða. Jafnframt var samþykkt 15% aukning á stöðugildi í tónlistarskólanum. Áætlaður kostnaðarauki hjá grunnskólanum nemur um 8,1 mkr. en við fjárhagsáætlanagerð 2025 var áætlað fyrir auknum stöðugildum í miðlægum potti og hefur því kostnaðaraukinn ekki áhrif á áætlað handbært fé.
Uppfærsla á framkvæmdaáætlun ársins 2025
Mál nr. 2505038
Á 429. fundi bæjarráðs var samþykkt tillaga um uppfærslu á framkvæmdaáætlun ársins 2025. Samkvæmt tillögunni þá fer heildarkostnaður við framkvæmdaáætlun ársins úr því að vera 350,1 mkr. í 226,2 mkr. en ástæða þessarar lækkunar er einna helst vegna töluverðrar hagræðingar í fjárfestingu á færanlegum kennslustofum fyrir Stóru-Vogaskóla. Áætluð lækkun á kostnaði nemur um 123,9 mkr. og er lagt til að lækkun á fjárfestingu sé mætt með hækkun á handbæru fé.
Bæjarráð samþykkir samhljóða drög að samningi við Athygli ehf. og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.