Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

432. fundur 13. ágúst 2025 kl. 17:00 - 18:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson formaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaformaður
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásta Friðriksdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Ásta Friðriksdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Keilisnes - þróun og uppbygging iðnaðarsvæðis

2305063

Lögð fram drög að samningi við Athygli ehf varðandi áframhaldandi ráðgjöf í tengslum við atvinnuuppbyggingu á Keilisnesi.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir samhljóða drög að samningi við Athygli ehf. og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

2.Rekstrar- og fjárfestingayfirlit 2025

2505038

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fer yfir rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar-júní 2025.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

3.Viðaukar 2025

2505021

Lögð fram tillaga að viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2025.



Aukning á stöðugildum hjá Heilsuleikskólanum Suðurvöllum

Mál nr. 2506024

Á 429. fundi bæjarráðs var samþykkt beiðni leikskólastjóra um aukningu um eitt stöðugildi hjá Heilsuleikskólanum Suðurvöllum fyrir haustið 2025. Snýr aukningin að 0,5 stöðugildi við ÍSAT kennslu og 0,5 stöðugildi í aukinn stuðning. Áætlaður kostnaðarauki hjá leikskólanum nemur um 4,3 mkr. en við fjárhagsáætlanagerð 2025 var áætlað fyrir auknum stöðugildum í miðlægum potti og hefur því kostnaðaraukinn ekki áhrif á áætlað handbært fé.



Aukning á stöðugildum hjá Stóru-Vogaskóla

Mál nr. 2506025

Á 429. fundi bæjarráðs var samþykkt beiðni skólastjóra um aukningu um 2 stöðugildi hjá Stóru-Vogaskóla fyrir haustið 2025. Snýr aukningin að 0,5 stöðugildi námsráðgjafa, 0,5 stöðugildi ÍSAT kennara og 1 stöðugildi skólaliða. Jafnframt var samþykkt 15% aukning á stöðugildi í tónlistarskólanum. Áætlaður kostnaðarauki hjá grunnskólanum nemur um 8,1 mkr. en við fjárhagsáætlanagerð 2025 var áætlað fyrir auknum stöðugildum í miðlægum potti og hefur því kostnaðaraukinn ekki áhrif á áætlað handbært fé.



Uppfærsla á framkvæmdaáætlun ársins 2025

Mál nr. 2505038

Á 429. fundi bæjarráðs var samþykkt tillaga um uppfærslu á framkvæmdaáætlun ársins 2025. Samkvæmt tillögunni þá fer heildarkostnaður við framkvæmdaáætlun ársins úr því að vera 350,1 mkr. í 226,2 mkr. en ástæða þessarar lækkunar er einna helst vegna töluverðrar hagræðingar í fjárfestingu á færanlegum kennslustofum fyrir Stóru-Vogaskóla. Áætluð lækkun á kostnaði nemur um 123,9 mkr. og er lagt til að lækkun á fjárfestingu sé mætt með hækkun á handbæru fé.



Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka.

4.Opnunartími sundlaugar og íþróttahús

2404077

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggur fram minnisblað um tillögu að uppfærðum opnunartíma fyrir sundlaug & íþróttamiðstöð fyrir haustið 2025.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram

5.Framkvæmdaáætlun 2025 - Endurnýjun gatna, Aragerði norður

2508005

Niðurstaða verðkönnunar vegna endurnýjunar götu (Aragerði) lagt fram.

Atli Geir Júlíusson situr undir dagskrárliðnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Ellert Skúlason ehf. um endurnýjun gatna í Aragerði norður.

6.Framkvæmdaáætlun 2025 - Uppbygging íþróttamannvirkja - sundlaug, tæknirými

2508003

Minnisblað frá Verkfræðistofunni Eflu vegna tæknirýmis í íþróttahúsi lögð fram.

Atli Geir Júlíusson situr undir dagskrárliðnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Skýrslan lögð fram og málinu víðað áfram til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026.

7.Skil á lóð - Tjarnagata 11

2508004

Jónsvör ehf. óska eftir að skila lóð við Tjarnargötu 11 sem var úthlutað til þeirra í ágúst 2024.

Atli Geir Júlíusson situr undir dagskrárliðnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Umhverfis- og skipulagssviði falið að endurúthluta lóðinni skv. skilmálum um úthlutun lóða í Kirkjuholti.

8.Kaldavatnsmöguleikar fyrir Voga

2503046

Minnisblað frá ÍSOR um kaldavatnsmöguleika fyrir Voga lagt fram.

Atli Geir Júlíusson situr undir dagskrárliðnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Umhverfis- og skipulagssviði falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni síðunnar?