Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

431. fundur 30. júlí 2025 kl. 17:00 - 17:20 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson formaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaformaður
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Bæjarstjóri
  • Ásta Friðriksdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Ásta Friðriksdóttir sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Ráðningar sviðsstjóra

2507014

Minnisblað bæjarstjóra og greinargerðir Hagvangs um niðurstöðu á mati umsækjenda í störf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og fjölskyldusviðs lögð fram.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða að ráða Hólmfríði Jennýju Árnadóttur sem sviðsstjóra fjölskyldusviðs og Ólaf Melsted sem sviðssstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og býður þau hjartanlega velkomin til starfa.

2.Grenndarkynning - andmæli v. fyrirhugaðrar gusuaðstöðu

2507003

Lögð fram andmæli hóps íbúa í tengslum við grendarkynningu varðandi beiðni um stöðuleyfi fyrir gám undir gusu-aðstöðu við enda Hvammsgötu.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð tekur undir sjónarmið íbúa og mælist til þess að fundinn verði annar staður fyrir starfsemina. Bæjarráð felur skipulagsnefnd að vinna málið áfram.

3.Framkvæmdaleyfi Suðurnesjalína 2

2104113

Lögð fram til kynningar ákvörðun Hæstaréttar varðandi málskotsbeiðni nr. 2025-97 um leyfi til áfrýjunar beint til Hæstaréttar vegna kröfu um ógildingu framkvæmdaleyfis vegna lagningar Suðurnesjalínu 2.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

4.Ársreikningur 2024-Keilir miðstöð vísinda

2507012

Lögð fram ársskýrsla og ársreikningur Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

5.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 99

2506006F

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

6.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 98

2506003F

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 17:20.

Getum við bætt efni síðunnar?