431. fundur
30. júlí 2025 kl. 17:00 - 17:20 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Björn Sæbjörnssonformaður
Birgir Örn Ólafssonvaraformaður
Eva Björk Jónsdóttiraðalmaður
Eðvarð Atli Bjarnasonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Guðrún P. ÓlafsdóttirBæjarstjóri
Ásta FriðriksdóttirSviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði:Ásta Friðriksdóttirsviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá
1.Ráðningar sviðsstjóra
2507014
Minnisblað bæjarstjóra og greinargerðir Hagvangs um niðurstöðu á mati umsækjenda í störf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og fjölskyldusviðs lögð fram.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða að ráða Hólmfríði Jennýju Árnadóttur sem sviðsstjóra fjölskyldusviðs og Ólaf Melsted sem sviðssstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og býður þau hjartanlega velkomin til starfa.
2.Grenndarkynning - andmæli v. fyrirhugaðrar gusuaðstöðu
2507003
Lögð fram andmæli hóps íbúa í tengslum við grendarkynningu varðandi beiðni um stöðuleyfi fyrir gám undir gusu-aðstöðu við enda Hvammsgötu.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð tekur undir sjónarmið íbúa og mælist til þess að fundinn verði annar staður fyrir starfsemina. Bæjarráð felur skipulagsnefnd að vinna málið áfram.
3.Framkvæmdaleyfi Suðurnesjalína 2
2104113
Lögð fram til kynningar ákvörðun Hæstaréttar varðandi málskotsbeiðni nr. 2025-97 um leyfi til áfrýjunar beint til Hæstaréttar vegna kröfu um ógildingu framkvæmdaleyfis vegna lagningar Suðurnesjalínu 2.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
4.Ársreikningur 2024-Keilir miðstöð vísinda
2507012
Lögð fram ársskýrsla og ársreikningur Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að ráða Hólmfríði Jennýju Árnadóttur sem sviðsstjóra fjölskyldusviðs og Ólaf Melsted sem sviðssstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og býður þau hjartanlega velkomin til starfa.