Farið yfir stöðu verkefnis, lagt fram tilboð í vefgerð auk fylgigagna. Katrín Júlíusdóttir, ráðgjafi hjá Athygli situr fundinn undir dagskrárliðnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Staða verkefnisins var rædd og bæjarráð þakkar Katrínu kærlega fyrir heimsóknina. Staðgengli bæjarstjóra falið að vinna verkefnið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
2.Samkomulag milli ríkisins og sveitarfélaga vegna búsetu barna með fjölþættan vanda sem vistuð eru utan heimilis.
2506046
Lagt fram til kynningar samkomulag milli ríkisins og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda sem vistuð eru utan heimilis
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
3.Velferðarnet Suðurnesja - lokaskýrsla
2506047
Lokaskýrsla Velferðarnets Suðurnesja lögð fram til kynningar
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
4.Svæðisskipulag Suðurnesja 2024-2040
2411027
Í samræmi við 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram tillaga að Svæðisskipulagi Suðurnesja 2024-204 til samþykktar.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir tillöguna samhljóða en bendir á að í skipulagsáæltunum sveitarfélagsins er gert ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni og er það vilji sveitarfélagsins að tekið verði jákvætt í það.
Um fullnaðarafgreiðslu er að ræða í sumarleyfi bæjarsstjórnar samkvæmt ákvæðum samþykkta sveitarfélagsins og með vísan í Sveitarstjórnarlög nr. 138/2011 um heimild til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur.
5.Samningur um félagsþjónustu,barnavernd og þjónustu við fatlað fólk
2506045
Tekinn til umræðu samningur við Suðurnesjabæ um félagsþjónustu, barnavernd og þjónustu við fatlað fólk.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða að segja upp samningi við Suðurnesjabæ um félagsþjónustu, barnavernd og þjónustu við fatlað fólk en 12 mánaða uppsagnarfrestur er á samningnum.
6.Þjónustusamningur um rekstur mötuneyta
2506050
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggur fram drög að þjónustusamningi frá Skólamat ehf. til samþykktar um rekstur á mötuneyti sveitarfélagsins.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð felur staðgengli bæjarstjóra að ganga frá samningum við Skólamat ehf. varðandi þjónustusamning um rekstur á mötuneyti sveitarfélagsins.
7.Þjónustusamningur um launavinnslu og ráðgjöf
2506051
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggur fram þjónustusamning til samþykktar frá Reykjanesbæ um launavinnslu og ráðgjöf.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir þjónustusamninga við Reykjanesbæ um launavinnslu og ráðgjöf og felur staðgengli bæjarstjóra að ganga frá samningum við Reykjanesbæ.
8.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
2502014
Lagðar fram fundargerðir 981. og 982. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldnir voru sá fyrri 13.06.2025 og sá seinni 16.06.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
9.Fundargerðir Svæðisskipulags Suðurnesja 2025
2502030
Lögð fram fundargerð 54. fundar Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem haldinn var 12.06.2025 ásamt tillögu að auglýsingu fyrir svæðisskipulag 2024-2040
Staða verkefnisins var rædd og bæjarráð þakkar Katrínu kærlega fyrir heimsóknina. Staðgengli bæjarstjóra falið að vinna verkefnið áfram í samræmi við umræður á fundinum.