Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

429. fundur 19. júní 2025 kl. 17:00 - 19:03 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Inga Sigrún Baldursdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða um að taka inn mál nr. 10, Almannavarnarnefnd Suðurnesja utan Grindavíkur -erindisbréf, á dagskrá. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

1.Íþróttastefna Sveitarfélagsins Voga

2504007

Farið yfir framkvæmd varðandi mótun íþróttastefnu fyrir sveitarfélagið. Guðmann Rúnar Lúðvíksson, formaður frístunda- og menningarnefndar situr undir dagskrárliðnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð þakkar Guðmanni kærlega fyrir komuna og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

2.Erindi frá Félagi atvinnurekenda vegna fasteignamats fyrir árið 2026

2506018

Lagt fram erindi frá félagi atvinnurekanda v. hækkunar á fasteignamati fyrir árið 2026. Einnig fylgir með skýrsla starfshóps sem skipaður var fulltrúum FA, Sambands íslenzkra sveitarfélaga, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara um fasteignaskatta
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

3.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga 2025

2506014

Lagt fram til kynningar svarbréf bæjarstjóra við fyrirspurn eftirlitsnefndar sveitarfélaga um fjárhagsleg áhrif kjarasamninga sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands og viðbrögð við væntum kostnaðarauka.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

4.Færanlegar kennslustofur - haust 2025

2502033

Samningur vegna færanlegra kennslustofa við Stóru-Vogaskóla við Terra Einingar ehf. lagður fram til umræðu og afgreiðslu. Atli Geir Júlíusson situr undir dagskrárliðnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða að kaupa færanlegar kennslueiningar sbr. samningsdrög frá 16. júní sl. og felur bæjarstjóra að ganga frá samningum við Terra Einingar ehf.

5.Beiðni um stöðugildi hjá Suðurvöllum

2506024

Lögð fram beiðni frá leikskólastjóra um viðbótar stöðugildi í leikskólanum auk minnisblaðs bæjarstjóra.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða beiðni leikskólastjóra og felur sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslu að útbúa viðauka í samræmi við það.

6.Beiðni um fjölgun stöðugilda við Stóru-Vogaskóla

2506025

Lögð fram beiðni frá skólastjóra um fjölgun stöðugilda í grunnskólanum auk minnisblaðs bæjarstjóra.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða beiðni skólastjóra og felur sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslu að útbúa viðauka í samræmi við það.

7.Rekstrar- og fjárfestingayfirlit 2025

2505038

Minnisblað vegna fjárfestingaráætlunar fyrir árið 2025 lögð fram. Kynnt er tillaga að uppfærslu á áætluninni ásamt viðaukbeiðnum vegna þess. Atli Geir Júlíusson situr undir dagskrárliðnum.
Bæjarráð samþykkir samhljóða uppfærslu á framkvæmdaáætlun og viðaukabeiðnir og felur sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslu að útbúa viðauka í samræmi við þær.

8.Erindi varðandi betri vinnutíma

2506028

Lagt fram erindi frá kennurum, þroskaþjálfum og leiðbeinendum Stóru-Vogaskóla varðandi endurskoðun fyrirkomulags vinnustyttingar kennara.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða að skólastjóra verði falið að stofna nýjan vinnutímahóp um betri vinnutíma í grunnskóla eftir sumarleyfi með það að markmiði að ný tillaga að betri vinnutíma taki gildi í lok ágúst.

9.Samstarfsyfirlýsing um Farsældarráð Suðurnesja

2506026

Lögð fram drög að samstarfsyfirlýsingu um Farsældarráð Suðurnesja auk fylgigagna.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða þátttöku í Farsældarráði Suðurnesja og skipurit þess og felur bæjarstjóra að undirrita samstarfsyfirlýsingu fyrir hönd sveitarfélagsins.

10.Almannavarnarnefnd Suðurnesja utan Grindavíkur - erindisbréf

2506034

Lagt fram erindisbréf fyrir Almannavarnarnefnd Suðurnesja utan Grindavíkur.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð staðfestir samhljóða erindisbréf Almannavarnarnefndar Suðurnesja og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

11.HES ársreikningur 2024

2506016

Lögð fram ársskýrsla v. 2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

12.Drög að uppfærðri stöðuskýrslu um innleiðingu Árósarsamningsins

2506027

Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið birtir drög að uppfærslu á skýrslu um stöðu innleiðingar Árósasamningsins í samráðsgátt. Tekið verður við almennum ábendingum og athugasemdum til og með 30. júní nk.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

13.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

2502014

Lögð fram fundargerð 980. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 27.05.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

14.Fundargerðir stjórnar Kölku 2025

2501033

Lögð fram 569. fundar stjórnar Kölku sem haldinn var 13.05.2025.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

15.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2025

2502027

Lögð fram fundargerð 56. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja sem haldinn var 28.05.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

16.13. ársfundur Þekkingarseturs Suðurnesja

2506011

Lögð fram fundargerð 13. ársfundar Þekkingarseturs Suðurnesja sem haldinn var 28.05.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

17.Fundargerðir Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur 2025

2503004

Lögð fram fundargerð 74. fundar Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur sem haldinn var 28.05.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

18.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2025

2501016

Lögð fram fundargerð 813. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var 04.06.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

19.Fundargerðir HES 2025

2502007

Lögð fram fundargerð 318. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja sem haldinn var 05.06.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

20.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2025

2502001

Lögð fram fundargerð 473. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 22.05.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

21.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 98

2506003F

Afgreiðsla bæjarráðs:
Frestað.

22.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 97

2501002F

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:03.

Getum við bætt efni síðunnar?