428. fundur
04. júní 2025 kl. 17:00 - 20:05 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Björn Sæbjörnssonformaður
Birgir Örn Ólafssonvaraformaður
Kristinn Björgvinssonáheyrnarfulltrúi
Inga Sigrún Baldursdóttirvaramaður
Starfsmenn
Guðrún P. ÓlafsdóttirBæjarstjóri
Ásta FriðriksdóttirSviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði:Ásta Friðriksdóttirsviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
1.Keilisnes - þróun og uppbygging iðnaðarsvæðis
2305063
Farið yfir stöðu verkefnisins: Þróun og uppbygging á Keilisnesi. Katrín Júlíusdóttir, ráðgjafi hjá Athygli situr fundinn undir dagskrárliðnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Staða verkefnisins var rædd og bæjarráð þakkar Katrínu kærlega fyrir heimsóknina.
2.Innleiðing breytinga á stjórnskipulagi, ráðning sviðsstjóra
2405001
Lögð fram tillaga um stofnun fjölskyldsviðs hjá sveitarfélaginu og ráðningar sviðsstjóra, kynningar á breytingum því samhliða og tilboð ráðningarstofa.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða að stofnað verði fjölskyldusvið hjá sveitarfélaginu og ráðinn verði sviðsstjóri til að leiða starfsemina. Bæjarstjóra falið að ganga til samninga við Hagvang um ráðgjöf við ráðningu í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs í samræmi við kynntar skipulagsbreytingar.
3.Umsókn um lóð - Heiðarholt 1
2504030
Tekið fyrir að nýju umsókn Árna Jóns Þorgeirssonar sem sækir um fyrir hönd Vanra manna kt: 411193-2259 um lóðina Heiðarholt 1.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta Vönum mönnum lóð að Heiðarholti 1 í samræmi við núgildandi úthlutunarreglur og gjaldskrá sveitarfélagsins.
4.Umsókn um lóð - Heiðarholt 2
2505009
Tekið fyrir að nýju umsókn Hilmars Þórs Ólafssonar sem sækir um lóðina Heiðarholt 2. Óskað er eftir hún verði um 3000 fermetrar að stærð.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráðs samþykkir samhljóða að úthluta Hilmari Þór Ólafssyni lóð að Heiðarholti 2 í samræmi við núgildandi úthlutunarreglur og gjaldskrá sveitarfélagsins.
5.Samningur við Syndis um öryggismál
2505039
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggur fram samning við Syndis ehf. sem snýr að netöryggismálum fyrir sveitarfélagið.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að ganga frá samningum við Syndis varðandi netöryggislausn.
6.Rekstrar- og fjárfestingayfirlit 2025
2505038
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fer yfir rekstraryfirlit og fjárfestingar jan-apríl 2025.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
7.Ársreikningur Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum 2024
2505015
Lagður fram ársreikningur Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum 2024.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
8.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
2502014
Lögð fram fundargerð 979. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 16.05.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
9.47. aðalfundur Kölku 10.04.2025
2505025
Lögð fram fundargerð 47. aðalfundar Kölku sem haldinn var
10.04.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
10.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2025
2501016
Lögð fram fundargerð 812. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var 14.05.2025
Staða verkefnisins var rædd og bæjarráð þakkar Katrínu kærlega fyrir heimsóknina.