Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

427. fundur 21. maí 2025 kl. 17:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Inga Sigrún Baldursdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Bæjarstjóri
  • Ásta Friðriksdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Ásta Friðriksdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Velferðarþjónusta - kynning

2503054

Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Suðurnesjabæjar, kynnir starfsemi sameiginlegs rekstrar sveitarfélaganna á sviði velferðarmála og helstu áherslumál í starfseminni
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð þakkar Guðrúnu Björgu fyrir upplýsandi kynningu.

2.Ársreikningur 2024

2503021

Skýrsla um stjórnsýsluskoðun 2024 lögð fram til frekari kynningar.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

3.Íþróttastefna Sveitarfélagsins Voga

2504007

Farið yfir framkvæmd varðandi mótun íþróttastefnu fyrir sveitarfélagið. Guðmann Rúnar Lúðvíksson, formaður frístunda- og menningarnefndar og Björg Ásta Þórðardóttir, varaformaður, sitja undir dagskrárliðnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Guðmann Rúnar Lúðvíksson og Björg Ásta Þórðardóttir boðuðu forföll og því er málinu frestað.

4.Byggingarréttur - innviðagjöld

2505003

Lagt er fyrir bæjarráð minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs varðandi byggingarréttar-/innviðagjöld.

Davíð Viðarsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, situr fundinn undir dagskrárliðnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

5.Umsókn um lóð - Heiðarholt 1

2504030

Árni Jón Þorgeirsson sækir um fyrir hönd Vanra manna kt: 411193-2259 um lóðina Heiðarholt 1.

Davíð Viðarsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, situr fundinn undir dagskrárliðnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð tekur jákvætt í umsóknina og vísar málinu til frekari vinnslu hjá umhverfis- og skipulagssviði. Málinu er frestað.

6.Umsókn um lóð - Heiðarholt 2

2505009

Hilmar Þór Ólafsson sækir um lóðina Heiðarholt 2. Óskað er eftir hún verði um 3000 fermetrar að stærð.

Davíð Viðarsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, situr fundinn undir dagskrárliðnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð tekur jákvætt í umsóknina og vísar málinu til frekari vinnslu hjá umhverfis- og skipulagssviði. Málinu er frestað.

7.Viðaukar 2025

2505021

Lögð fram tillaga að viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2025.



Ráðgjöf í tengslum við atvinnuuppbyggingu á Keilisnesi

Mál nr. 2305063

Á 422. fundi bæjarráðs var samþykkt samningur við Athygli ehf. varðandi ráðgjöf í tengslum við atvinnuuppbyggingu á Keilisnesi. Áætlaður kostnaðarauki nemur um 3,12 mkr. og er lagt til að kostnaðarauka sé mætt með lækkun á handbæru fé.



Íþróttamiðstöð, fyrirbyggjandi aðgerðir vegna leka

Mál nr. 2501036

Á 420. fundi bæjarráðs var samþykkt tillaga nr. 2 í minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs varðandi úrbætur og fyrirbyggjandi aðgerðir á lekavandamáli í Íþróttamiðstöð. Áætlaður kostnaðarauki nemur um 4,5 mkr. og er lagt til að kostnaðarauka sé mætt með lækkun á handbæru fé.



Búnaðarkaup í Íþróttamiðstöð

Mál nr. 2504014

Á 424. fundi bæjarráðs var samþykkt beiðni forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar um auka fjárveitingu til kaupa á ryksuguvélmenni fyrir sundlaugina í Íþróttamiðstöðinni í Vogum. Áætlaður kostnaðarauki nemur um 1,5 mkr. og er lagt til að aukinni fjárfestingu sé mætt með lækkun á handbæru fé.







Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

8.Kynning á lagabreytingum sem áætlaðar eru á haustþingi

2505017

Áform um lagabreytingar sem innviðaráðherra hyggst leggja fram á næsta haustþingi hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Annars vegar er um að ræða frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga (skattlagning orkumannvirkja) og hins vegar er um að ræða frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (endurskoðun sveitarstjórnarlaga).



Frestur til að veita umsögn um áformin er til 9. júní nk.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

9.Kynning á ársreikningi Hafnasambands Íslands 2024

2505012

Ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2024. Samkvæmt 5. mgr. 5. gr. laga Hafnasambands Íslands skal stjórn samþykkja ársreikninga eftir að þeir hafa verið kynntir aðildarhöfnunum og yfirfarnir að skoðunarmönnum.



Athugasemdir, ef einhverjar eru, sendist vinsamlegas fyrir 22. maí nk.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

10.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2025

2502009

298. mál, atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 298. mál



Frestur til að senda inn umsögn er til og með 28. maí nk.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

11.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

2502014

Lögð fram fundargerð 978. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 30.04.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

12.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2025

2502001

Lögð fram fundargerð 472. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem fram fór 28.04.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

13.Fundargerðir stjórnar Kölku 2025

2501033

Lögð fram fundargerð 568. fundar stjórnar Kölku sem fram fór 08.04.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?