425. fundur
28. apríl 2025 kl. 17:00 - 19:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Björn Sæbjörnssonformaður
Birgir Örn Ólafssonvaraformaður
Andri Rúnar Sigurðssonaðalmaður
Kristinn Björgvinssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Guðrún P. ÓlafsdóttirBæjarstjóri
Ásta FriðriksdóttirSviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði:Ásta Friðriksdóttirsviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá
1.Ársreikningur 2024
2503021
Lilja Dögg Karlsdóttir og Steinunn Árnadóttur endurskoðendur hjá KPMG fara yfir helstu niðurstöður úr ársreikningi sveitarfélagsins 2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð vísar ársreikningi 2024 til fyrri umræðu í bæjarstjórn og til endurskoðunar.
2.Færanlegar kennslustofur - haust 2025
2502033
Lagt fram uppfært minnisblað frá umhverfis- og skipulagssviði varðandi valkosti fyrir færanlegar kennslustofur við Stóru-Vogaskóla. Atli Geir Júlíusson situr fundinn undir dagskrárliðnum
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
3.Keilisnes - þróun og uppbygging iðnaðarsvæðis
2305063
Farið yfir stöðu verkefnisins: Þróun og uppbygging á Keilisnesi. Katrín Júlíusdóttir, ráðgjafi hjá Athygli situr fundinn undir dagskrárliðnum
Afgreiðsla bæjarráðs:
Katrínu þakkað fyrir kynninguna.
4.Framkvæmdaleyfi Suðurnesjalína 2
2104113
Lagður fram sýknudómur í máli nr. E-1741/2024 þann 23.apríl 2025 í Héraðsdómi Reykjanes varðandi kröfu um ógildingu framkvæmdaleyfis vegna lagningar Suðurnesjalínu 2.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
5.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
2502014
Lögð fram fundargerð 976. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 04.04.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
6.Fundargerð fulltrúaráðsfundar EBÍ
2504018
Lögð fram fundargerð fulltrúaráðsfundar EBÍ frá 19.03.25
Bæjarráð vísar ársreikningi 2024 til fyrri umræðu í bæjarstjórn og til endurskoðunar.