Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

397. fundur 03. apríl 2024 kl. 17:30 - 18:51 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson Bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga

2104141

Lagðar fram fundargerðir verkefnahóps um könnunarviðræður um sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

2.Varahitaveita fyrir Voga og Vatnsleysuströnd

2403052

Lagt fram til kynningar erindi frá Birgi Þórarinssyni vegna varahitaveitu fyrir Voga og Vatnsleysuströnd.
Vegna eldvirkni á Reykjanesskaga og náttúrhamfara sem hafa átt sér stað af þeim völdum í Grindavík og í nágrenni við Svartsengi er talið nauðsynlegt að huga að varahitaveitu fyrir Suðurnesin, sem myndi þá þjóna Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ ef orkuverið í Svartsengi yrði óstarfhæft. Nú þegar er hafinn undirbúningur að borun fyrir lághita á Fitjum, sem stefnt er að því að virkja í þessu sambandi. HS Orka, Ísor og HS Veitur standa að verkefninu með stuðningi ríkissjóðs. Þrátt fyrir að fyrir liggi upplýsingar um að lághita sé að finna á Vatnsleysuströnd hefur ekki verið ráðist í nauðsynlegar aðgerðir til að tryggja varahitaveitu fyrir Voga.
Bæjarráð tekur heilshugar undir þau sjónarmið sem fram koma i erindinu og skorar á HS Orku og HS veitur og yfirvöld orkumála að kanna til hlítar þann möguleika að ráðist verði í boranir eftir heitu vatni á Vatnsleysuströnd í því augnamiði setja upp um varahitaveitu sem myndi þjóna bæði í Vogum og Vatnsleysuströnd.

3.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2024

2401005

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar 143. mál um málefni aldraðra (réttur til sambúðar).

Frestur til að senda inn umsögn er til og með 8. apríl nk.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

4.Viðaukar 2024

2403003

Lögð fram tillaga að viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2024



Beiðni um aukið stöðuhlutfall í Frístund

Mál nr. 2401012

Á 392. fundi bæjarráðs var samþykkt beiðni skólastjóra um viðbótar stöðugildi í frístund. Áætlaður kostnaðarauki vegna launa og launatengdra gjalda á árinu 2024 nemur 3,65 m.kr. Lagt er til að kostnaðarauka sé mætt með lækkun á handbæru fé.



Rekstur leikskóla 2024 og opnun nýrrar deildar

Mál nr. 2403002

Í minnisblaði leikskólastjóra sem lagt var fram á 395 bæjarráðs kemur fram áætluð mönnunarþörf vegna nýrrar deildar. Áætlaður kostnaður við laun og launatengd gjöld nema samtals 23 m.kr. á árinu 2024. Lagt er til að kostnaðarauka verði mætt með lækkun á handbæru fé.



Á 395. fundi bæjarráðs var samþykkt verkefnis- og kostnaðaráætlun vegna mats á húsnæðisþörf í skóla- og frístundaumhverfi Voga til næstu framtíðar. Heildar kostnaður vegna verkefnsins er áætlaður 2,5 m.kr. og er lagt til að kostnaðarauka verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun og vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

5.Uppbygging á athafnasvæði AT-5

2401027

Lögð fram uppfærð drög að samkomulagi vegna uppbyggingar á athafnasvæði AT-5.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlögð drög og felur bæjarstjóra að undirrita þau fyrir hönd sveitarfélagsins.

Birgir Örn Ólafsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa dagskrárliðar og tók Björn Sæbjörnsspn varaformaður við stjórn fundarins.



6.Málefni Grindavíkur

2401065

Lagt fram svar ráðagjafanefndar Jöfnunarsjóðs við erindi bæjarstjóra dags. 20.02.2024. þar sem óskað var eftir framlagi úr sjóðnum á grundvelli 2. tölul. 1. mgr. 8. gr. rgl.

351/2022 vegna ófyrirséðs kostnaðar vegna skólagöngu barna með skráð lögheimili í Grindavík en aðsetur í Vogum. Á þriðja tug nemenda við Stóru-Vogaskóla, eða sem nemur ríflega 10% nemenda skólans, eru með skráð lögheimili Grindavík og fer fjölgandi.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum með afgreiðslu ráðgjafanefndar og kallar eftir skýrum svörum frá Innviðaráðherra um hvernig stjórnvöld ætli að standa að fjármögnun þjónustu við þá íbúa sem eru með skráð aðsetur utan síns lögheimilissveitarfélags. Í dag eru tæplega 200 íbúar með skráð aðsetur í sveitarfélaginu Vogum en lögheimili í Grindavík eða sem nemur rúmlega 10% íbúa í sveitarfélaginu. Þó allt kapp hafi verið lagt á að mæta þörfum þessa hóps er nú komið þolmörkum, enda hafa stjórnvöld ekki veitt Vogum eða öðrum þeim sveitarfélögum sem hafa borið mestan þunga af þessu verkefni neinn stuðning í verki.
Þrátt fyrir ríkan vilja bæjaráðs til að standa við bakið á nágrönnum sínum í þeirri erfiðu og fordæmalausu stöðu sem þeir eru í, þá verður að horfa til þess að sveitarfélög eru bundin af lögum og heimildir þeirra til að ráðstafa tekjum sínum í annað en lögbundin verkefni eru takmarkaðar. Í sveitarfélögum sem mörg hver búa við mjög veika tekjustofna og hafa jafnvel þurft að grípa til sáraukafullra aðgerða til að tryggja jafnvægi í rekstrinum er ekki hægt að ætlast til þess að tekjum sé varið til verkefna sem sveitarfélagið er ekki bundið af lögum að sinna.
Kallar bæjarráð eftir skýrum og tafarlausum svörum frá ráðherra sveitarstjórnarmála um hvernig ríkissjóður hyggst styðja við sveitarfélagið og önnur sveitarfélög í sambærilegri stöðu, m.a. hvað snertir lausnir í húsnæðismálum leik- og grunnskóla, sem og að það tekjutap sem sveitarfélagið hefur orðið fyrir og horfir fram á vegna óvissu um fyrirkomulag lögheimilisskráningar þessa hóps verði bætt með viðunandi hætti.

7.Heimreið að Kálfatjörn

2308020

Lagt fram erindi frá Birgi Þórarinssyni um framvindu framkvæmda við malbikun heimhreiðar að Kálfatjarnarkirkju.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að undirbúa viðauka vegna verkefnisins.

8.Kirkjuholt lóðaúhlutun 2024

2401067

Tekið fyrir að nýju tilboð í úthlutun og sölu byggingaréttar lóða á Kirkjuholti.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Afgreiðslu frestað

9.Aukning stöðugilda við Stóru-Vogaskóla

2403054

Lögð fram beiðni frá skólastjóra Stóru-Vogaskóla um viðauka við fjárhagsáætlun 2024 ásamt greinargerð vegna fjölgunar stöðugilda.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að undirbúa viðauka vegna verkefnisins.

10.Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts

2403055

Lögð fram drög að reglum um styrki til félaga og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, auk minnisblaðs bæjarstjóra.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að vísa framlögðum drögum til staðfestingar í bæjarstjórn.

11.Sala á jörðunum Hvassahraun I og II

2404060

Lagt fram erindi frá stjórnSauðafells sf. um fyrirhugaða sölu á á jörðunum Hvassahraun I og II og boð um viðræður um möguleg kaup sveitarfélagsins á jörðunum.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

12.Ráðning leikskólastjóra

2403053

Lagt fram tilboð frá Hagvangi vegna umsjónar með ráðningu leikskólastjóra við Heilsuleikskólann Suðurvelli.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlagt tilboð og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir og auglýsa starfið laust til umsóknar.

13.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 90

2312004F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 90. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa dags. 01.03.2024.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð staðfestir framlagða fundargerð.

14.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

2401038

Lögð fram fundargerð 945. fundar stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga sem haldin var 28.02.2024.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

15.Svæðisskipulag Suðurnesja fundargerðir 2023

2301034

Lögð fram fundargerð 42. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja sem haldinn var 09.11.2023
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

16.Fundargerðir Svæðisskipulags Suðurnesja 2024

2403037

Lögð fram fundargerð 43. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja sem haldinn var 22.02.2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

17.Fundargerðir Öldungarráðs Suðurnesjabæjar og Sv. Voga. 2024

2403038

Lögð fram fundargerð 16. fundar Öldungaráðs Suðurnesja og Sveitarfélagsins Voga sem haldinn var 04.03.2024

ásamt minnisblaði.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

18.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

2401038

Lögð fram fundargerð 946. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 15.03.2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

19.Fundargerðir stjórnar Kölku 2024

2401022

Lögð fram fundargerð 556. fundar stjórnar Kölku sem haldinn var 19.03.2024.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

20.Fundargerðir Svæðisskipulags Suðurnesja 2024

2403037

Lögð fram fundargerð 44. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja sem haldinn var 21.03.2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

21.Reykjanesfólkvangur fundargerðir 2024

2402007

Lögð fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 22.03.2024

vinsamlega takið eftir að fundargerðirnar eru ónúmeraðar.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja eftir úrsögn úr Reykjanesfólkvangi í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:51.

Getum við bætt efni síðunnar?