Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

389. fundur 22. nóvember 2023 kl. 17:30 - 19:35 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá
Áður en gengið er til dagskrár leitar formaður afbrigaða og leggur til við bæjarráð að við útsenda dagskrá bætist viðauki 5, viðbótar framlag vegna reksturs Íþróttamiðstöðvar sem verður hluti af dagskrárlið um viðauka.

Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir samhljóða.

1.Beiðni um rekstrarframlag v. Íþróttamiðstöðvar

2311015

Lögð fram að nýju beiðni Ungmennafélagsins Þróttar um framlag vegna halla á rekstri Íþróttamiðstöðvar.

Formaður Ungmennafélagsins Þróttar, Petra Ruth Rúnarsdóttir, sat undir þessum lið og kynnti beiðni félagins.
Afgreiðsla:
Bæjarráð þakkar Petru Ruth Rúnarsdóttur fyrir yfirferðina.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023

2303017

Lagðir fram viðaukar nr. 4 og 5 2023



Viðbragðsáætlanir sveitarfélagsins hafa verið yfirfarnar í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi. Lagt er til að fjárfest verði í varaflstöð og tengibúnaði, kostnaðarmat nemur um 6 m.kr. Lagt er til að aukinni fjárfestingu verði mætt með lækkun á handbæru fé.



Ungmennafélagið Þróttur hefur leitað eftir viðbótar rekstrarframlagi vegna hallareksturs íþróttamiðstöðvar og fjallað hefur verið um undir dagskrárlið 3. Viðauki 5 er háður samþykki bæjarráðs um framlag vegna hallareksturs og nemur 3,82 m.kr. Lagt er til að hækkun rekstrarframlags verði fjármagnað með handbæru fé.



Davíð Viðarsson, sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs sat undir þessum lið og fór yfir framlögð tilboð í varaaflsstöð.
Afgreiðsla:
Bæjarráð frestar afgreiðslu viðauka 4, og staðfestir viðauka 5 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

3.Fjárhagsáætlun 2024 - 2027

2305034

Lögð fram til kynningar gögn í tenglsum við fjárhagsáætlanagerð

Davíð Viðarsson, sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs sat undir þessum lið og kynnti drög að framkvæmdaátælun 2024-2027
Afgreiðsla:
Lagt fram

4.Tilnefning í vatnasvæðanefnd

2311014

Lögð fram til kynningar beiðni Umhverfisstofnunar um tilnefningu í vatnasvæðanefnd sem starfar vegna framkvæmdar laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála og 6. gr. reglugerðar 535/2011 um stjórn vatnamála



Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Davíð Viðarsson sem aðalmann, Hönnu Lísu Hafsteinsdóttur sem varamann og Guðrún Kristínu Ragnarsdóttur sem fulltrúa umhverfisnefndar.

5.Valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga

2104141

Lögð fram tillaga um að öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum sé boðið til samstarfs um öflun upplýsinga til að kanna grundvöll sameiningaviðræðna
Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir að lagt verði til að myndaður verði verkefnishópur með þremur fulltrúum frá hverri bæjarstjórn og fenginn verði utanaðkomandi ráðgjafi til að vinna gögn sem miða að því að hægt sé að taka ákvörðun um hvort hafnar verði formlegar sameiningarviðræður. Skal verkefninu vera lokið eigi síðar en 1. maí 2024.

6.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023

2301010

Lögð fram fundargerð 795. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var 08.11.2023
Afgreiðsla
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 19:35.

Getum við bætt efni síðunnar?