Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

385. fundur 18. október 2023 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson Bæjarstjóri
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga

2104141

Fulltrúar bæjarráðs Grindavíkurbæjar mæta til fundar við bæjarráð Sveitarfélagsins Voga til viðræðna um sameiningarmál á Suðurnesjum.



Róbert Ragnarsson ráðgjafi frá KPMG situr fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnir m.a. niðurstöður valkostagreiningar sem unnin var fyrir Sveitarfélagið Voga árið 2021.
Bæjarráð þakkar fulltrúum Grindavíkurbæjar fyrir heimsóknina og góðar umræður.

2.Barnvænt sveitarfélag - 2023

2308013

Lagt fram minnisblað íþrótta og tómstundafulltrúa. Hanna Borg Jónsdóttir fulltrúi UNICEF kynnti verkefnið Barnvænt samfélag og innleiðingu þess í Vogum.
Bæjarráð þakkar Hönnu Borgu fyrir áhugaverða kynningu.

3.Fjárhagsáætlun 2024 - 2027

2305034

Lögð fram samantekt um forsendur, rammaáætlun 2024 og tímaáætlun funda.
Lagt fram

4.Rekstraryfirlit 2023

2305033

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um rekstrarstöðu.
Lagt fram

5.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga 2023

2303002

Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
Lagt fram

6.Hluthafafundur Bláa lónsins hf

2310014

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra Fjármála- og stjórnsýslusviðs
Bæjarráð samþykkir samhljóða að leggja til við Bæjarstjórn að selja hlut sveitarfélagsins í Bláa Lóninu Svartsengi hf.

7.Samstarf um svæðisbundið samráð gegn ofbeldi og afbrotum á Suðurnesjum að tillögu ríkislögreglustjóra

2306034

Lögð fram drög að samstarfsyfirlýsingu um svæðisbundið samráð

um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Suðurnesjum.



Aðilar samstarfinu eru Grindavíkurbær, Reykjanesbær, Suðurnesjabær, Sveitarfélagið Vogar , Lögreglustjórinn á Suðurnesjum og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum. Markmiðið með samstarfinu er að vinna saman gegn ofbeldi og öðrum afbrotum með sameiginlegum markmiðum og aðgerðum, sem byggðar eru á svæðisbundnum aðstæðum á Suðurnesjum.
Bæjarráð samþykkir samhljóða framlögð drög að samstarfsyfirlýsingu og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir með undirritun hennar.

8.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 87

2310001F

9.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

2301032

Lögð fram fundargerð 933. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 18.09.23

10.Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja 2023

2301030

Lögð fram fundargerð 75. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs sem haldinn var 13.09.2023

11.Fundargerðir HES 2023

2301036

Lögð fram fundargerð 304. fundar HES sem haldinn var 09.10.2023

12.Reykjanesfólkvangur fundargerðir 2023

2306024

Lögð fram fundargerð 74. fundar stjórnar Reykjanesfólkvangs sem haldinn var 15.06.2023

13.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023

2301010

Lögð fram fundargerð 794. fundar SSS sem haldinn var 11.10.2023

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?