Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

384. fundur 04. október 2023 kl. 17:30 - 18:37 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson Bæjarstjóri
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Rekstraryfirlit 2023

2305033

Lögð fram stjórnendamælaborð með uppsafnaðri rekstrarniðurstöðu ársins fyrir júlí og ágúst 2023.

2.Fjárhagsáætlun 2024 - 2027

2305034

Lögð fram útgönguspá rekstrar 2023

3.Aðalfundur SSS 2023

2310003

Lögð fram til kynningar fundardagskrá og boð á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn verður laugardaginn 14. október 2023. Einnig eru lagðar fram til kynningar tillögur að ályktunum aðalfundar og breytingum á samþykktum SSS.

4.Jafnvægisvog FKA

2309024

Kynning á Jafnvægisvog FKA og ósk um þátttöku í ráðstefnu sem

haldin verður 12.10.2023

Afgreiðsla:
Bæjarráð tekur jákvætt í verkefnið og samþykkir þátttöku í verkefninu

5.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023

2303017

Lagður fram viðauki 3 vegna reksturs

Laun og launatengd gjöld

Vegna áhrifa kjarasamninga BHM og BSRB kemur til hækkunar á launum og launatengdum gjöldum sem nemur 45,3 m.kr umfram áætlun. Áhrifin dreifast nokkuð jafnt á málaflokka í samhengi við umfang þeirra.

Annar rekstrarkostnaður

Samtals nemur fyrirsjáanleg aukning annars rekstrarkostnaðar 46,8 m.kr umfram áætlun. Þar af er áætlað að kostnaður vegna skólavistar utan lögheimilissveitarfélgs muni nema um 8,3 m.kr á árinum umfram það sem áætlað var, verðhækkanir á aðföngum í skólaeldhúsi muni leiða til 4 m.kr. útgjaldaauka á ársgrundvelli umfram það sem gert var ráð fyrir í áætlun ársins. Kostnaður við rekstur Búmannaíbúða hefur sömuleiðis hækkað m.a. vegna aukinnar verðbólgu eða samtals um 5,4 m.kr á ársgrundvelli sem og útgjöld vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks, vegna greiðslu fjárhagsaðstoðar og barnaverndar eða um alls 16.8 m.kr á ársgrundvelli.

Samtals áætlaður útgjaldaauki 92,1 m.kr.

Útgjaldaauka er mætt með eftirfarandi hækkun á skatttekjum:

0001-0022/útsvar: 32 m.kr.

0006 -00011/fasteignaskattar: 14 m.kr.

0010/Framlög jöfnunarsjóðs: 24 m.kr

Samtals 70. m.kr

Lagt er til að mismun útgjaldaauka og áætlaðrar hækkunar skatttekna verði mætt með lækkun á handbæru fé.



Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í Bæjarstjórn.

6.Hot Stuff minnisvarði

2208024

Lagt fram erindi frá James C. Lux með beiðni um samstarf við sveitarfélagið um umsjón með minnisvarða um herflugvélina ?Hot Stuff? B-24 sem fórst við Fagradalsfjall árið 1943.
Afgreiðsla:
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga

7.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2023

2302035

3. mál. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um réttlát græn umskipti.
Lagt fram

8.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2023

2302035

182. mál Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024?2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024?2028.
Lagt fram

9.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2023

2302035

171. mál. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016 (lántökuskilyrði vegna íbúðafjárfestinga)
Lagt fram

10.Reykjanesfólkvangur fundargerðir 2023

2303009

Lögð fram til kynningar fundargerð 72. fundar stjórnar Reykjanesfólkvangs sem haldinn var 25.04.2023.

Lögð fram til kynningar fundargerð 73. fundar stjórnar Reykjanesfólkvangs sem haldinn var 23.05.2023.

Lögð fram til kynningar fundargerð 74. fundar stjórnar Reykjanesfólkvangs sem haldinn var 15.06.2023

11.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023

2301003

Lögð fram til kynningar fundargerð 455. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 18.08.2023

12.Fundargerðir stjórnar Kölku 2023

2301016

Lögð fram fundargerð 550. fundar stjórnar Kölku sem haldinn var

12.09.23

13.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023

2301003

Lögð fram fundargerð 456. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 19.09.2023

14.Fundargerðir HES 2023

2301036

Lögð fram fundargerð 303. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja sem haldinn var 25.09.2023

15.Svæðisskipulag Suðurnesja fundargerðir 2023

2301034

Lögð fram fundargerð 41. fundar Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem haldinn var 14.09.2023

16.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

2301032

Lagðar fram fundargerðir 933 og 934. funda stjórnar Sambands íslenskra

sveitarfélaga sem haldnir voru 19.09.2023 og 29.09.2023

Fundi slitið - kl. 18:37.

Getum við bætt efni síðunnar?