Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

383. fundur 20. september 2023 kl. 18:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson Bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Rekstraryfirlit 2023

2305033

Lagt fram sex mánaða rekstraryfirlit frá KPMG
Þrátt fyrir ýmis jákvæð teikn á lofti í rekstri sveitarfélagsins samhliða fólksfjölgun var rekstrarniðurstaða neikvæð um 64 m.kr á fyrst sex mánuðum ársins. Tekjur voru 7% hærri en áætlað var sem er í takt við aukna fólksfjölgun en íbúum hefur fjölgað um 10% það sem af er ári. Verðbólga og kostnaðarhækkanir hafa aftur á móti töluverð áhrif á afkomu á fyrstu sex mánuðu ársins en rekstrargjöld reyndust 9% hærri og fjármagnsliðir 10% neikvæðari en áætlað var. Veltufé frá rekstri er þó nokkuð hærra en áætlað var og nam 48 m.kr. eða sem samsvarar 5% af tekjum samanborið við 4% samkvæmt áætlun.

2.Hvatning til sveitarstjórna um mótun málstefnu

2309009

Lagt fram til kynningar bréf frá Innviðarráðuneyti um mótun málstefnu.
Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í erindi ráðuneytisins um mikilvægi þess að sveitarfélög setji sér skýra stefnu um að öll gögn liggi fyrir á íslensku sem og að til staðar séu reglur um rétt íbúa af erlendum uppruna til samskipta við stofnanir sveitarfélagsins á annarri tungu en íslensku. Felur bæjarráð bæjarstjóra að fylgja erindinu eftir.

3.Fjárhagsáætlun 2024 - 2027

2305034

Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024-2027.

4.Boð á samráðsfund til að endurskoða vinnureglur vetrarþjónustu

2309025

Lagt fram til kynningar fundarboð frá Vegagerðinni. Óskað er eftir þátttakendum á samráðsfundi í öllum landshlutum til að endurskoða vinnureglur vetrarþjónustu. Fundurinn fyrir Suðurnes verður á Hótel Keflavík 02.10.2023

5.HES - Ársreikningur 2022

2309019

Lagður fram til kynningar ársreikningur HES fyrir árið 2022

6.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023

2303017

Lagður fram viðauki nr. 2 2023.
Í fjárhagsáætlun 2023 var gert ráð fyrir að fjárfesting vegna tengingar fráveitu við Grænuborg næmi 59,5 m. kr. og að framkvæmdin kláraðist á árinu 2024. Framkvæmdin hefur gengið hraðar en gert var ráð fyrir og gert er ráð fyrir að henni verði lokið fyrir árslok. Endurmat á fjárfestingu ársins vegna fráveitu nemur 28,1 og er lagt að að heimild sé veitt til að klára verkið. Er lagt til að aukinni fjárfestingu verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Samhliða afgreiðslu máls um umsjón og umhirðu Íþróttasvæðis Voga er lagt að veitt sé fjárheimild til fjárfestingar í vallartækjum auk leigu sbr. mál nr. 2303055, samtals 3,4 m.kr. Er lagt til að aukinni fjárfestingu verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Samhliða afgreiðslu máls um heimreið að Kálfatjörn, málsnúmer 2308020 er lagt til að veitt sé fjárheimild til gatnagerðar að fjárhæð 3,0 m.kr.. Er lagt til að aukinni fárfestingu verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Samhliða afgreiðslu máls um sjóvarnir, málsnúmer 2309021 er lagt til að veitt sé fjárheimild til gatnagerðar að fjárhæð 3,3 m.kr.. Er lagt til að aukinni fjárfestingu verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Lagt er til að veitt sé fjárheimild til að ráðast í úrbætur á virkni bókhaldskerfis, samtals 650 þ.kr. Auknum rekstrarkostnaði verði mætt með lækkun á handbæru fé.


Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

7.Fjárveiting til sjóvarna 2023

2309021

Lagt fram erindi frá Vegagerðinni vegna lengingu sjóvarnargarðs við Breiðagerðisvík.
Bæjarráð samþykkir þátttöku í verkefninu.

8.Lausfjármögnun - sveiflujöfnun

2309022

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um lausafjárstöðu sveitarfélagsins.
Í samræmi við framlagt minnisblað samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að afla yfirdráttarheimildar hjá viðskiptabanka sveitarfélagsins. Heimildin verður nýtt til útgjaldajöfnunar innan ársins, ef þörf krefur.

9.Valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga

2104141

Bæjarstjóri fer yfir stöðu verkefnisins og næstu skref.
Á grundvelli þeirrar valkostagreiningar sem unnin var á síðasta kjörtímabili og fyrirliggjandi markmiða felur Bæjarráð bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samstarfi við ráðgjafa sveitarfélagsins og kanna fekari grundvöll viðræðna. Skal niðurstaða liggja fyrir eigi síðar en að 6 mánuðum liðnum.

10.Stefnumótun um dagvistun barna

2308015

Lögð fram drög að niðurstöðum stýrihóps. Málið var tekið fyrir á fundi fræðslunefndar 18.09.2023. Samþykkti nefndin að vísa tillögunum til frekari umfjöllunar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur og felur bæjarstjóra nánari útfærslu þeirra og kynningu.

11.Fundargerðir stjórnar Kölku 2023

2301016

Lögð fram til kynningar fundargerð 549.fundar stjórnar Kölku sem haldinn var 15.08.2023

12.Fundargerðir HES 2023

2301036

Lögð fram fundargerð 302. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja sem haldinn var 24.08.2023

13.Svæðisskipulag Suðurnesja fundargerðir 2023

2301034

Lögð fram til kynningar fundargerð 40. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja sem haldinn var 30.08.2023.

14.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023

2301010

Lögð fram til kynningar fundargerð 793. fundar S.S.S. sem haldinn var 13.09.23.

15.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

2301032

Lögð fram til kynningar fundargerð 932. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 08.09.2023.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?