Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

382. fundur 06. september 2023 kl. 17:30 - 18:25 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Ingþór Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Framkvæmdir 2023

2301022

Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs leggur fram yfirlit um stöðu framkvæmda.

2.Endurnýjun hleðslustöðva

2309002

Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs kynnir minnisblað um endurnýjun hleðslustöðva við íþróttamiðstöð og bæjarskrifstofu
Bæjarráð samþykkir að heimila endurnýjun hleðslustöðva í samræmi við fyrirliggjandi forsendur.

3.Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta 2024

2309004

Lögð fram beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2024
Bæjarráð samþykkir að styrkja starfsemi Stígamóta um 50.000 kr.

4.Uppsögn á samningi um rekstur og umsjón íþróttamannvirkja.

2308052

Lagt fram erindi til bæjarráðs vegna umsjónar og reksturs íþróttamannvirkja Sveitarfélagsins dags. 18.08.2023

5.Beiðn um afléttingu veðs - Gíslaborg 2

2308031

Lagt fram erindi frá Grænubyggð ehf. með beiðni um afléttingu veðs af Gíslaborg 2.

6.Umsjón og umhirða Íþróttasvæðis Voga

2303055

Tekið fyrir að nýju erindi frá UMFÞ vegna umsjónar með umhirðu íþróttavalla.
Bæjarráð samþykkir að ganga frá málinu í samræmi við framlagt minnisblað og felur bæjarstjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna kaupa á vallartækjum.

7.Boð á ársfund Jöfnunarsjóð sveitarfélaga þann 20.09.2023

2309003

Lagt fram boð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður miðvikudaginn 20. september nk. á Hilton Nordica í Reykjavík

8.Borgað þegar hent er

2308060

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu um þátttöku í verkefninu Borgað þegar hent er, innleiðing við heimili. Verkefnið gengur út á að innleiða nýtt innheimtufyrirkomulag fyrir meðhöndlun úrgangs samkvæmt Borgað þegar hent er (BÞHE) kerfi, sem sveitarfélögum er skylt að innleiða á árinu 2023 skv. lögum nr. 103/2021, um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi).
Bæjarráð samþykkir þáttöku í verkefninu og felur bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsingu þess efnis.

9.Heimreið að Kálfatjörn

2308020

Tekið fyrir að nýju erindi Birgirs Þórarinssonar um gatnagerð við Kálfatjörn.
Bæjarráð samþykkir þátttöku í verkefninu með fyrirvara um aðra fjármögnun og felur bæjarstjóra að útbúa drög að viðauka við fjárhagsáætlun.

10.Drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga

2308050

Lagt fram til kynningar drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga.

11.Hvítbók um húsnæðismál

2308051

Lögð fram til kynningar hvítbók um húsnæðismál.

12.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023

2301003

Lögð fram til kynningar fundargerð 455. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 18.08.2023

13.Svæðisskipulag Suðurnesja fundargerðir 2023

2301034

Lögð fram til kynningar fundargerð 40. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja sem haldinn var 30.08.2023.

Fundi slitið - kl. 18:25.

Getum við bætt efni síðunnar?