Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

381. fundur 16. ágúst 2023 kl. 16:30 - 17:06 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson Bæjarstjóri
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða um að taka inn mál nr. 4 á dagskránni, Heimreið að Kálfatjörn. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

1.Miðbæjarreitur - umsókn um lóð

2307012

Lögð fram umsókn Ástríks ehf. um lóðina Skyggnisholt 16, Miðbæjarreitur.
Bæjarráð frestar afgreiðslu umsóknarinnar og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga frá umsækjanda.

2.Fjárhagsáætlun 2024 - 2027

2305034

Tekin fyrir verk- og tímaáætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024-2027 ásamt drögum að starfsáætlunum deilda og sviða.
Bæjarráð staðfestir framlögð drög að verk- og tímaáætlun.

3.Umsjón og umhirða Íþróttasvæðis Voga

2303055

Lagt fram erindi frá framkvæmdastjóra UMFÞ með sem inniheldur tilboð til sveitarfélagsins um leigu á vallartækjum.
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

4.Heimreið að Kálfatjörn

2308020

Lagt fram erindi frá Birgi Þórarinssyni vegna vegagerðar (heimreið) að Kálfatjörn.
Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga

5.Umsókn um rekstrarleyfi til veitinga í flokki II-Tjarnargata 26

2307019

Beiðni um umsögn
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Starfsemi í húsinu samræmist skipulagi, húsið er skv. samþykktum teikningum frá 2011 og opnunartími innan viðmiða lögreglusamþykktar sveitarfélagsins.

6.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023

2301003

Lögð fram til kynningar fundargerð 454. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 13.06.2023.

7.Svæðisskipulag Suðurnesja fundargerðir 2023

2301034

Lögð fram til kynningar fundargerð 39. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja sem haldinn var 08.06.2023.

8.Fundargerðir Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur 2023

2303013

Lögð fram til kynningar fundargerð 67. fundar Almannavarnarnefndar Suðurnesja utan Grindavíkur sem haldinn var 12.07.2023.

9.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023

2301010

Lögð fram til kynningar fundargerð 791. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var 09.08.2023

Fundi slitið - kl. 17:06.

Getum við bætt efni síðunnar?