Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

380. fundur 06. júlí 2023 kl. 16:00 - 16:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson Bæjarstjóri
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Ársskýrsla og reikningur MSS árið 2022

2306026

Lögð fram til kynningar ársskýrsla og reikningur Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum fyrir árið 2022.

2.Persónuvernd ársskýrsla 2022

2306033

Lögð fram ársskýrsla Persónuverndar fyrir árið 2022

3.Samstarf um svæðisbundið samráð gegn ofbeldi og afbrotum á Suðurnesjum að tillögu ríkislögreglustjóra

2306034

Lagt fram erindi frá Ríkislögreglustjóra vegna samstarfs um svæðisbundið samráð gegn ofbeldi og afbrotum á Suðurnesjum. Ríkislögreglustjóri óskar hér með eftir afstöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum til þessa verkefnis. Í erindinu er að finna tengil á góða skýrslu þar sem sambærileg úrræði eru listuð upp.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið.

4.Rekstraryfirlit 2023

2305033

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir jan-maí 2023

5.Staða húsvarðar, erindi frá skólastjóra

2306030

Lagt fyrir erindi frá skólastjóra Stóru-Vogaskóla.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð vísar málinu til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2024.

6.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023

2303017

Lagður fram viðauki nr.1 2023

Fyrir liggja drög að þjónustusamningi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) um afnot af húsnæði fyrir heilsgæslusel í hluta af húsnæði bæjarins að Iðndal 2. Áætlaður kostnaður við breytingar og og endurbætur nemur 20 m.kr. Lagt er til að ráðist verði í verkefnið hið fyrsta og að heimild sé veitt til verkefnisins með fyrirvara um staðfestingu samnings. Er lagt til að aukinni fjárfestingu verði mætt með lækkun á handbæru fé.Nýleg úttekt Eflu verkfræðistofu á skólahúsnæði Stóru-Vogaskóla hefur leitt í ljós rakaskemmdir í hluta húsnæðisins sem þarfnast lagfæringa. Til samræmis við fyrirliggjandi frakmvæmdaáætlun, kostnaðarmat og fjárhagsáætlun 2023 er lagt til að veitt sé viðbótarheimild að fjárhæð 15. m.kr til verkefnisins og að aukinni fjárfestingu verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka.

7.Málefni heilsugæslu í Vogum

2209017

Drög að þjónustusamningi HSS og sveitarfélagsins Voga
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlögð samningsdrög.

8.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

2301032

Lögð fram til kynningar fundargerð 931. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 22.06.2023.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Getum við bætt efni síðunnar?