Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

378. fundur 07. júní 2023 kl. 17:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Inga Sigrún Baldursdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
  • Guðrún P. Ólafsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Stóru-Vogaskóli húsnæðismál

2306006

Lögð fram til kynningar skýrsla EFLU verkfræðistofu á hluta húsnæðis grunnskóla og minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs. Bæjarstjóri fór yfir niðurstöður og fyrirhugaðar fyrirbyggjandi aðgerðir.
Lagt fram

2.Málefni heilsugæslu í Vogum

2209017

Staða undirbúnings framkvæmda vegna opnunar heilsugæslusels í Vogum. Bæjarstjóri fór yfir stöðu verkefnisins.
Lagt fram

3.Heilsuleikskólinn Suðurvellir - haustúthlutun 2023

2306005

Farið yfir stöðu úthlutunar leikskólaplássa haustið 2023. Lagt fram minnisblað bæjarstjóra.
Lagt fram

4.BSRB - Verkfallsaðgerðir júní 2023

2305072

Bæjarstjóri fór yfir stöðuna í viðræðum og áhrif verkfalla á starfsemi stofnanna sveitarfélagins.
Lagt fram

5.Neyðarathvörf Reykjavíkurborgar-Samstarf um greiðslu gistináttagjalds fyrir heimilislausa

2107028

Lögð fram drög að viðauka við samkomulag um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum (gistiskýlum) Reykjavíkurborgar fyrir utangarðsfólk.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlögð drög og felur bæjarstjóra að staðfesta viðaukann.

6.Svæðisskipulag Suðurnesja fundargerðir 2023

2301034

Lögð fram til kynningar fundargerð 38. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja sem haldinn var 12.05.2023
Lagt fram

7.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

2301032

Lögð fram til kynningar fundargerð 927. fundar stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 26.05.2023
Lagt fram

8.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023

2301010

Lögð fram til kynningar fundargerð 790. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var 23.05.2023
Lagt fram

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?