Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

375. fundur 19. apríl 2023 kl. 17:30 - 20:12 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
  • Davíð Viðarsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Ungmennaráð - Sveitarfélagið Vogar

2211033

Alexandra Líf Ingþórsdóttir, Pálmar Högnason, Viktor Davíðsson og Júlía Teresa Radwanska, fulltrúar Ungmennaráðs Sveitarfélagsins Voga mættu til fundarins og kynntu starfsemi ráðsins.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð þakkar fulltrúum Ungmennaráðs fyrir komuna og gagnlega kynningu á starfsemi og áherslum ráðsins.

2.Vinabæjarsamband Sveitarfélagsins Voga og Fjaler kommune í Noregi

2304011

Þorvaldur Örn Árnason og Ivan Kay Frandsen mættu til fundarins fyrir hönd Norræna félagsins í Vogum og kynntu fyrirhugað verkefni tengt vinabæjarsamskiptum við Fjaler Kommune í Noregi sumarið 2023.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð þakkar Þorvaldi og Ivan fyrir kynninguna og vísar málinu til umfjöllunar í Frístunda- og menningarnefnd.

3.Framkvæmdir 2023

2301022

Yfirlit yfir stöðu framkvæmda.

Davíð Viðarsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs situr fundinn undir þessum lið og kynnti stöðu framkvæmda í sveitarfélaginu.

Lögð fram tilboð í malbikun á Keilisholti.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að ganga að tilboði lægstbjóðanda í verkið, Ellert Skúlason ehf.

4.Húsnæðisáætlun 2023

2304010

Lögð fram til kynningar drög að húsnæðisáætlun 2023.

Davið Viðarsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að vísa húsnæðisáætlun 2023 til staðfestingar í bæjarstjórn.

5.Umsjón og umhirða Íþróttasvæðis Voga

2303055

Lagt fram minnisblað um fyrirkomulag umsjónar og umhirðu íþróttavalla sumarið 2023.

Davíð Viðarsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna málið áfram í samræmi við framlagðar tillögur og umræður á fundinum.

6.Málefni heilsugæslu í Vogum

2209017

Lögð fram kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við fyrirhugað húsnæði heilsugæslusels HSS í Iðndal 2.

Davíð Viðarsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

7.Samstarf um rekstur íþróttamiðstöðvar

2201002

Bæjarstjóri fer yfir gildandi samning.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

8.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2023

2302035

860. mál Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024-2028,
914. mál Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040,
915. mál Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040, 915. mál.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

9.Fundargerðir stjórnar Kölku 2023

2301016

Lögð fram til kynningar fundargerð 546. fundar stjórnar Kölku sem haldinn var 11.04.2023
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

10.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023

2301010

Lögð fram til kynningar fundargerð 788. fundar S.S.S. sem haldinn var 12.04.2023
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

11.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023

2301003

Lögð fram til kynningar fundargerð 451. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 24.03.2023
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

12.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

2301032

Lögð fram til kynningar fundargerð 921. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem var haldinn 30.03.2023
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

13.Eyrarkotsbakki - Mál og hnitsetning

2206040

Bæjarstjóri fer yfir stöðu málsins. Lögð fram drög að yfirlýsingu vegna þinglýsingar lóðarleigusamnings vegna Jónsvarar 1.

Birgir Örn Ólafsson vék af fundi og tók ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu þessa dagskrárliðar. Björn Sæbjörnsson varaformaður tók við stjórn fundarins.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að framgangi málsins í samræmi við umræður á fundinum og láti reyna á samkomulag á þeim forsendum sem lagðar eru fram. Að öðrum kosti felur bæjarráð bæjarstjóra að hafa samráð við lögfræðing sveitarfélagsins um mögulega málsókn.

Fundi slitið - kl. 20:12.

Getum við bætt efni síðunnar?