Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

374. fundur 05. apríl 2023 kl. 17:30 - 18:58 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðmann Rúnar Lúðvíksson varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Umsjón og umhirða Íþróttasvæðis Voga

2303055

Gísli Sigurðarson formaður knattspyrnudeildar UMFÞ og Gunnar Helgason mættu til fundarins til viðræðna um málefni knattspyrnuvalla sveitarfélagsins, umhirðu þeirra og viðhald á komandi sumri.

Guðmundur Stefán Gunnarsson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Davíð Viðarsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð þakka fulltrúum Knattspyrnudeildar Þróttar fyrir komuna og gagnlegar umræður.

2.Sameiginlegt bréf innviðaráðherra og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna tillagna verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.

2303026

Lagt fram til kynningar sameiginlegt bréf innviðaráðherra og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna tillagna verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa. Verkefnisstjórnin skilaði af sér yfirgripsmiklum tillögum til að bæta starfsaðstæður og starfskjör kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum þann 24. nóvember síðastliðinn. Vinna stendur yfir á vegum ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga við að fylgja tillögunum eftir. Skýrsla verkefnisstjórnar fylgir með.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

3.Ársreikningur 2022

2303011

Umfjöllun og afgreiðsla bæjarráðs á ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2022.
Bæjarstjóri fór yfir helstu niðurstöður sem fram koma í ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2022.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð vísar ársreikningi Sveitarfélagsins Voga 2022 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

4.Siðareglur kjörinna fulltrúa

2304002

Farið yfir núgildandi siðareglur kjörinna fulltrúa, endurskoðun þeirra og staðfestingu skv. 29. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð vísar siðareglum kjörinna fulltrúa til umfjöllunar í bæjarstjórn

5.Áskorun vegna forkaupsréttar

2303019

Í ljósi þess að komist hefur á bindandi kaupsamningur um 18,32% eignarhlut í jörðinni
Heiðarland-Vogajarðir og þar sem hún er í óskiptri sameign njóta sameigendur seljenda
forkaupsréttar að hinum selda eignarhlut samkvæmt ákvæðum 7. gr. d jarðalaga nr. 81/2004. Fasteignamiðstöðin fyrir hönd umbjóðenda sinna fer fram á að Sveitarfélagið Vogar upplýsi um hvort það hyggist neyta forkaupsréttar.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð fellur frá forkaupsrétti.

6.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2023

2302035

80. mál Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994 (gæludýrahald),
Lagt fram

7.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023

2301010

Lögð fram til kynningar Fundargerð 787. fundar S.S.S. sem haldinn var 08.03.20236
Lagt fram

8.Fundargerðir stjórnar Kölku 2023

2301016

Lögð fram til kynningar fundargerð 544. fundar stjórnar Kölku sem haldinn var 14.02.2023.
Lagt fram

9.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2023

2303028

Lögð fram til kynningar fundargerð 46. fundur stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja sem haldinn var 16.03.2023
Lagt fram

10.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

2301032

Lögð fram til kynningar fundargerð 920. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 17.03.2023
Lagt fram

11.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023

2301010

Lögð fram til kynningar fundargerð Vetrarfundar S.S.S. sem haldinn var 17.03.2023
Lagt fram

12.Reykjanes jarðvangur fundargerðir 2023

2303009

Lögð fram til kynningar fundargerð 70.fundar Reykjanes jarðvangs sem haldinn var 24.03.2023
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 18:58.

Getum við bætt efni síðunnar?