Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

371. fundur 15. febrúar 2023 kl. 17:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Úttekt á stjórnskipulagi

2210027

Til fundarins mættu Freyja Sigurgeirsdóttir og Bryndís Gunnlaugsdóttir ráðgjafar frá KPMG og fóru yfir framvindu verkefnisins og drög að niðurstöðum.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna.

2.Hafnargata 2 - Umsókn um lóð

2301037

Lögð fram umsókn frá Iðndalur 23 ehf. um lóðina Hafnargata 2.
Umrædd lóð er ekki laus til úthlutunar. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

3.Samráðsþing um innleiðingu landsáætlunar á grundvelli samnings Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

2302007

Lagt fram til kynningar boð á samráðsþing um innleiðingu landsáætlunar á grundvelli samnings Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem fram fer þann 16. febrúar nk.
Lagt fram.

4.Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2022

2302017

Lagður fram til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2022.
Lagt fram.

5.Minnisblað - Ágangur búfjárs

2302018

Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um ágang búfjár.

6.Fundargerðir HES 2023

2301036

Lögð fram til kynningar fundargerð 298. fundar HES 26.01.2023

7.Svæðisskipulag Suðurnesja fundargerðir 2023

2301034

Lögð fram til kynningar fundargerð 34. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja 12.01.2023

8.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

2301032

Lögð fram til kynningar fundargerð 918. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var föstudaginn 27. janúar sl.

9.Fundargerðir Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 2023

2302012

Lögð fram til kynningar fundargerð 91. fundar Heklunnar, v. fundar sem haldinn var 27.01.2023

10.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023

2301010

Lögð fram til kynningar fundargerð 786. fundar S.S.S. sem haldinn var 08.02.2023

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?