Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

359. fundur 05. október 2022 kl. 17:30 - 19:50 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
  • Davíð Viðarsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Geo Salmo ehf, kynning

2210001

Fulltrúar Geo Salmo ehf. mættu til fundar við bæjarráð, kynntu starfsemi sína og ræddu mögulega framtíðaruppbyggingu landeldis í Sveitarfélaginu Vogum.
Bæjarráð þakkar Jens þórðarsyni og Hreiðari Hreiðarssyni fyrir kynninguna.

2.Suðurnesjalína 2 - skýrsla um hagfræðileg áhrif

2209036

Lögð fram til kynningar skýrsla um hagfræðilegt mat á efnahagslegum áhrifum Suðurnesjalínu 2, sem Reykjavik Economics ehf. vann að beiðni Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

3.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2022

2209037

Kynning á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður fimmtudaginn 13. október og föstudaginn 14. október næstkomandi.
Lagt fram

4.Ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2022

2209046

Lagt fram bréf frá stjórn Skógræktarfélags Íslands og ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins. Í ályktuninni eru sveitarfélög hvött til að koma sér upp skilvirkum verkferlum og forðast óþarfa tafir og kostnað við afgreiðslu framkvæmdaleyfa vegna skógræktar.
Bæjarráð vísar erindinu til Umhverfisnefndar.

5.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 12.10.2022

2209041

Lagt fram bréf frá innviðaráðuneyti dags. 26.09.2022 og dagskrá ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 12. október 2022.

6.Ráðningarheimildir sveitarfélagsins 2022

2201024

Lagt fram erindi frá leikskólastjóra þar sem óskað er eftir heimild til að ráða starfsmann í eitt stöðugildi við Heilsuleikskólann Suðurvelli frá og með janúar 2023.
Bæjarráð samþykkir erindið.

7.Fjárhagsáætlun 2023 - 2026

2203046

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um gerð fjárhagsáætlunar, stöðumat og greiningu, byggt á ársreikningi 2021 og rekstraryfirliti fyrir tímabilið janúar-ágúst 2022, umfjöllun um markmiðasetningu og mótun tekju- og útgjaldaramma auk endurskoðaðrar verk- og tímaáætlunar.

8.Fráveita 2022 - Tenging Grænubyggðar og hreinsistöð í Hafnargötu

2207022

Davíð Viðarsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs fór yfir niðurstöður útboðs vegna fráveituframkvæmda.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda Ice work ehf.

9.Samráðshópur um málefni fatlaðra, tilnefning 2022

2209040

Tilnefning eins aðalfulltrúa og eins varafulltrúa í samráðshóp Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga um málefni fatlaðs fólks.
Bæjarráð tilnefnir Ingu Sigrúnu Baldursdóttur og Elísu Fönn Grétarsdóttur til vara.

10.Stuðningur við 100 ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi

2209035

Lögð fram beiðni frá Norræna félaginu á Íslandi um stuðning vegna 100 ára afmælis félagsins.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

11.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2022

2206022

Lagður fram árshlutareikningur unninn af KPMG fyrir fyrstu 8 mánuði ársins 2022.
Uppgjör fyrstu 8 mánuði ársins endurspeglar áhrif verðbólgu á fjármál sveitarfélagsins og er rekstrarniðurstaða tímabilsins talsvert lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sem hlutfall af tekjum er halli á rekstri 8,7% á fyrstu 8 mánuðum ársins en var áætlaður 4,6%. Grunnrekstur sveitarfélagsins, þ.e. rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir var hinsvegar í ágætu samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun. Sem hlutfall af tekjum nam veltufé frá rekstri 5% á tímabilinu borið saman við 1% samkvæmt áætlun.

12.Framkvæmdir 2022

2202014

Davíð Viðarsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs fór yfir stöðu framkvæmda á vegum sveitarfélagsins.
Lagt fram yfirlit yfir stöðuna framkvæmda.

13.Ungmennaráð og þátttaka barna í starfi sveitarfélaga

2209043

Erindi UNICEF á Íslandi til sveitarstjórnar um ungmennaráð og þátttöku barna í starfi sveitarfélaga.
Bæjarráð tekur undir það sem kemur fram í erindi UNICEF á Íslandi um mikilvægi þess að börn fái tækifæri til að hafa áhrif á málefni sem þau varðar. Felur bæjaráð Frístunda- og menningarnefnd úrvinnslu erindisins og að hefja undirbúning að endurskipan í ungmennaráð sveitarfélagsins.

14.Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga árið 2022

2209034

Með fundarboði fylgir minnisblað bæjarstjóra, dags. 2.10.2022.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra og honum falið að vinna málið áfram.

15.Beiðni um afstöðu Sveitarfélagsins Voga til eignarnámsbeiðna Landsnets hf. vegna áforma um Suðurnesjalínu 2.

2209042

Beiðni um afstöðu Sveitarfélagsins Voga til eignarnámsbeiðna Landsnets hf. vegna áforma um Suðurnesjalínu 2.

Beiðni óskast afgreidd fyrir 19.10.2022
Birgir Örn Ólafsson og Andri Rúnar Sigurðsson viku af fundi við afgreiðslu málsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

16.Fundargerðir HES 2022

2202012

294. fundur HES 15.09.2022
Lagt fram

17.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2022

2202024

46.aðalfundur SSS 17.09.2022
Lagt fram

18.Fundargerðir stjórnar Kölku-2022

2201031

539 stjórnarfundur Kölku sem haldinn var 13.09.2022
Lagt fram

19.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2022

2202004

fundargerð 445. fundar Hafnasambands Íslands 16.09.2022
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 19:50.

Getum við bætt efni síðunnar?