Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

198. fundur 04. nóvember 2015 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir S.S.S. 2015

1501022

Niðurstöður hópastarfs á aðalfundi SSS um öldrunarmál o.fl.
Lagðar fram niðurstöður hópastarfs um öldrunarmál o.fl. á aðalfundi SSS 2015.

2.Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga

1510015

Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga 2016 ásamt útkomuspá fyrir 2015
Lögð fram staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga 2015 ásamt útkomuspá fyrir 2015. Staðgreiðsluáætlunin gerir ráð fyrir að stofn til útsvarstekna hækki um 8,9% milli áranna 2015 og 2016. Útkomuspá ársins gerir ráð fyrir um 49 m.kr. hærri útsvarstekjum árið 2015 en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir.

3.Sóknaráætlun Suðurnesja 2015-2019

1506001

Boð á kynningarfund ásamt upplýsingum um verkefnið sem snýr að umbótum í menntamálum.
Lagt fram erindi framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 15.10.2015 um úrbætur í menntamálum tengt Sóknaráætlun Suðurnesja 2015 - 2019. Í erindinu er einnig vakin athygli á kynningarfundi verkefnisins sem verður haldinn miðvikudaginn 11. nóvember 2015.

4.Fasteignamat 2016.

1510025

Skýrsla um fasteignamat 2016
Lagt fram erindi Þjóðskrár Íslands dags. 1. október 2015, skýrsla um Fasteignamat 2016. Skýrslan er einnig lögð fram.

5.Byggðakvóti fiskveiðiársins 2015-2016

1509012

Úthlutun byggðakvóta til sveitarfélagsins liggur fyrir.
Lagt fram erindi Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 20.10.2015. Í erindingu er tilkynnt um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2015 / 2016, en sveitarfélaginu eru úthlutað 23 þorskígildistonnum. Kvótinn verður auglýstur til úthlutunar hjá Fiskistofu, sem annast úthlutun kvótans á grundvelli þeirra reglna sem um það gilda.
Bæjarráð fagnar úthlutun 23.000 þorskígildiskílóa.

6.Gatan Iðndalur í Vogum

1510041

Ábending vegna ástands götunnar Iðndals ásamt beiðni um að gert verði við hana.
Lagt fram erindi Arktik Roks ehf. dags. 23.10.2015, beiðni um að ráðist verði í nauðsynlegar gatnaviðgerðir í Iðndal, þar sem gatan er mikið skemmd.
Bæjarráð þakkar ábendinguna, málinu er vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2016 - 2019.

7.UMFÞ. Ósk um aðstoð við tilraunaverkefni.

1510043

Forsvarsmenn UMFÞ óska eftir afnotum af bíl sveitarfélagsins vegna aksturs á æfingar í Grindavík
Lagt fram erindi Ungmennafélagsins Þróttar dags. 26.10.2015. Í erindinu er þess farið á leit við sveitarfélagið að heimiluð verði afnot af bíl sveitarfélagsins til að sinna akstri með börn á knattspyrnuæfingar í Grindavík.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

8.Viðhald beitarhólfs í Krísuvíkurlandi.

1510042

Fjáreigendafélag Grindavíkur óskar eftir fjárstuðningi vegna viðhalds sameiginlegs beitarhólfs fyrir sauðfé.
Lagt fram erindi Fjáreigendafélags Grindavíkur, dags. 22.10.2015. Í erindinu er óskað eftir að sveitarfélagið veiti fjármagni til viðhalds gróðurs í beitarhólfi í Krísuvíkurlandi. Í gildi er samningur aðila um gerð beitarhólfs fyrir sauðfé, dags. 26.10.2004, sem liggur frammi í málinu.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

9.Lóð fyrir ÍSAGA ehf.

1204009

Kostnaðaráætlun vegna gatnagerðar ásamt áætlun um gatnagerðagjöld fyrir svæðið liggur fyrir. Kynnt bréf til landeigenda vegna væntanlegra kaupa á lóðinni ásamt nærliggjandi lóðum.
Lögð fram uppreiknuð kostnaðaráætlun dags. október 2015, vegna gatnaferðar ásamt áætluðum gatnagerðargjöldum. Einnig lagt fram bréf bæjarstjóra dags. 16.10.2015 til landeigenda, beiðni um viðræður um kaup á landi á umræddu svæði.

10.Fundargerðir Fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðis, Garðs og Voga 2015

1501026

Fundargerð 106. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar
Lögð fram fundargerð 106. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar.

11.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2015

1501020

Fundargerð 378. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Lögð fram fundargerð 378. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands

12.Fundargerðir Heklunnar 2015

1502066

Fundargerð 46. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja
Lögð fram fundargerð 46. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja

13.Fundargerðir S.S.S. 2015

1501022

Fundargerð 696. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Lögð fram fundargerð 696. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum

14.Fundir Reykjanes jarðvangs 2015

1501021

Fundargerð 21. fundar stjórnar Reykjanes Geopark, ásamt starfs- og fjárhagsáætlun 2016.
Lögð fram fundargerð 21. fundar stjórnar Reykjanes Geopark, ásamt starfs- og fjárhagsáætlun 2016.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?