Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

351. fundur 16. mars 2022 kl. 06:30 - 07:40 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason varamaður
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Kynning á starfsemi Bjargs íbúðafélags

2203007

Bjarg íbúðafélag sendir sveitarfélaginu kynningargögn um félagið.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram.

2.Samvinna vegna atvinnuleitenda með skerta starfsgetu

2203008

Erindi Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, dags. 24. janúar 2022, beiðni um aukna samvinnu vegna atvinnuleitenda með skerta starfsgetu
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindið lagt fram.

Bæjarráð lýsir vilja sínum til að eiga gott samstarf um málefnið.

3.Framkvæmdir 2022

2202014

Yfirlit um stöðu framkvæmda 14.3.2022.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Yfirlitið lagt fram.

4.Samstarf um rekstur íþróttamiðstöðvar

2201002

Lokadrög samnings um rekstur íþróttamiðstöðvar ásamt fylgigögnum.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir samningsdrögin, og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Samþykkt samhljóða.

5.Staðfesting á fastráðningu íþrótta- og tómstundafulltrúa

2203026

Íþrótta- og tómstundafulltrúi var ráðinn til eins árs. Sá tími er liðinn og komið að staðfestingu fastráðningar.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir fastráðningu íþrótta- og tómstundafulltrúa.

6.Hafnargata 101

2202019

Framhaldsumfjöllun frá fyrra fundi
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir að óska eftir mati fagaðila (verkfræðistofu) á ástandi hússins, og taka að því loknu ákvörðun um framtíð þess.

7.Fráveita 2021

2104199

Minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs ásamt minnisblöð frá Vatnaskilum.
Davíð Viðarsson sviðsstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Lagt fram
Sviðsstjóri fór yfir minnisblað sitt um málið, ásamt skýrslu Vatnaskila.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Málið kynnt.



8.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2022

2201029

Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis:
51.mál: Tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar-og hjúkrunarrýmum.
78.mál: frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldastofn fasteignaskatts).
57.mál: frumvarp til laga um fjöleignarhús (gæludýrahald).
415. mál: þingsályktun um aðgerðaáætlun í mállefnum hinsegin fólks 20222-2025.
416.mál: frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram.

9.Frumvarp til laga um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2

2202031

Bókun Byggðaráðs Norðurþings 10.03.2022.Bókun sveitastjórnar Súðavíkurhrepps 11.03.2022.Bókun Bæjarráðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindin lögð fram. Bæjarráð færir viðkomandi sveitarfélögum þakkir fyrir veittar umsagnir, og mun koma þeim áleiðis til Alþingis.

10.Velferðarnet sterk framlína

2203024

Starfshópur um Velferðarnet - sterkrar framlínu, óskar eftir umsögn sveitarfélagsins á nýsköpunaráætlun um þróun velferðarþjónustu á Suðurnesjum 2022.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð er samþykkt þeim tillögum sem fram koma, og felur að öðru leyti fulltrúa sveitarfélagsins í vinnuhópnum og Félagsþjónustunni að gæta hagsmuna sveitarfélagsins í málinu.

11.Umsögn um breytingar a sveitarstjórnarlögum

2203025

Umsögn í samráðsgátt - sveitarstjórnarlög íbúakosningar
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram.

12.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022

2201016

Fundargerð 907. fundar stjórnar Sambandsw íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

13.Fundargerðir Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur

2203015

Fundur haldinn í Almannavarnarnefnd miðvikudaginn 09. feb. 2022
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundardgerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 07:40.

Getum við bætt efni síðunnar?