Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

197. fundur 21. október 2015 kl. 06:30 - 12:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir 1. varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bréf frá EFS vegna fjárhagsáætlunar og niðurstöðu ársreikninga 2014.

1510029

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga óskar eftir upplýsingum um samanburð ársreiknings 2014 og áætlunar þess árs.
Erindi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarélaga, dags. 09.10.2015, þar sem óskað er eftir útskýringum sveitarstjórnar á frávikum á milli áætlana og ársreiknings árið 2014.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu og senda umbeðin gögn.

2.Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2016.

1510030

Erindi Stígamóta, beiðni um fjárstyrk fyrir árið 2016
Erindi Stígamóta dags. 07.10.2015, fjárbeiðni samtakanna fyrir árið 2016.
Vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2016.

3.Fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum 2015

1504001

Bókun bæjarstjórnar Garðs um málefni DS, frá 07.10.2015
Erindi Sveitarfélagsins Garðs, bókanir bæjarstjórnar vegna fundargerða DS dags. 23.09.2015 og 05.10.2015.
Lagt fram.

4.Íslandsmót fatlaðra 2016.

1510033

Íþróttafélagið Nes óskar eftir samstarfi við sveitarfélagið vegna Íslandsmóts fatlaðra árið 2016.
Erindi Íþróttafélagsins Ness, dags. 10.10.2015, vegna Íslandsmóts fatlaðra 2016. Óskað er eftir gjaldfrjálsum aðgangi í sund fyrir mótsgesti, meðan á mótinu stendur. Einnig er óskað eftir að fulltrúi sveitarfélagsins komi að verðlaunaafhendingu.
Bæjarráð samþykkir beiðnina.

5.Ósk um samstarfssamning.

1510032

Íþróttafélagið Nes óskar eftir samstarfssamningi við sveitarfélagið.
Erindi Íþróttafélagsins Ness, dags. 10.10.2015. Í erindinu er óskað eftir að sveitarfélagið og íþróttafélagið geri með sér stamstarfssamning. Málinu er vísað til umfjöllunar hjá Frístunda- og menningarnefnd.

6.Jafnréttisáætlun sveitarfélaga.

1510028

Jafnréttisstofa óskar eftir afhendingu á jafnfréttisáætlun sveitarfélagsins ásamt framkvæmdaáætlun.
Erindi Jafnréttisstofu dags. 12.10.2015, beiðni um afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun.
Sveitarfélagið hefur enn ekki unnið jafnréttisáætlun, en felur bæjarstjóra að hefja undirbúning málsins.

7.Þjónustusamningur um málefni fólks með fötlun

1411029

Úrskurður Velferðarráðuneytisins vegna beiðnar sveitarfélaga á Suðurnesjum um undanþágu frá íbúafjöldamörkum þjónustusvæða.
Erindi Velferðarráðuneytisins, dags. 29.09.2015, vegna beiðni sveitarfélaga á Reykjanesi um undanþágu frá íbúafjöldamörkum þjónustusvæða.
Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðum sem fram koma í erindi Velferðarráðuneytisins. Ljóst er að sveitafélögin á Suðurnesjum þurfa að finna sameiginlega lausn málsins. Bæjarráð leggur til að málið verði tekið upp á vettvangi SSS með það að markmiði að finna ásættanlega lausn þess.

8.Fjárhagsáætlun 2016 - 2019

1503022

Vinnufundur bæjarráðs um fjárhagsáætlun
Vinnufundur bæjarráðs. Unnið að undirbúningi tillögu til fyrri umræðu. Á fund bæjarráðs komu eftirfarandi forstöðumenn: Vignir Friðbjörnsson, deildarstjóri Umhverfis og eigna; Svava Bogadóttir, skólastjóri Stóru-Vogaskóla; María Hermannsdóttir leikskólastjóri Heilsuleikskólans Suðurvalla og Stefán Arinbjarnarson, frístunda- og menningarfulltrúi.

9.Til umsagnar 225. mál Frá nefndasviði Alþingis.

1510034

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum (grenndarkynning), 225. mál.
Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum (grenndarkynning), 225. mál.
Lagt fram.

10.Fundargerðir S.S.S. 2015

1501022

Fundargerð 695.fundar stjórnar SSS
Lögð fram fundargerð 695. fundar stjórnar SSS.

11.Fundargerðir S.S.S. 2015

1501022

Fundargerð 39. aðalfundar SSS
Lögð fram fundargerð 39. aðalfundar SSS.

12.Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs 2015

1503004

Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 25.06.2015
Fundargérð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 23.09.2015
Lögð fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 25.06.2015.
Lögð fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 23.09.2015.

13.Fundir Byggðarsamlags um Brunavarnir Suðurnesja 2015

1509044

Fundargerð 4. fundar stjórnar byggðasamlags um BS
Lögð fram fundargerð 4. fundar stjórnar byggðasamlags um BS.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni síðunnar?