Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

196. fundur 14. október 2015 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir 1. varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Fundir EBÍ 2015

1510004

Arðgreiðsla Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands til sveitarfélagsins fyrir yfirstandandi ár liggur fyrir
Lögð fram fundargerð Fulltrúaráðs Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands sem haldinn var 23.september 2015. Einnig lagt fram bréf félagsins dags. 6. október 2015, þar sem tilkynnt er ágóðahlutagreiðsla til Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2015, kr. 218.000.

2.Styrkbeiðni

1509043

Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofberldi á Norðurlandi, sækir um fjárstyrk
Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi, sækir um fjárhagsstyrk til starfseminnar í bréfi, dags. 24. september 2015.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

3.Gjaldskrá Heilbirgðiseftirlits Suðurnesja.

1510001

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja sendir gjaldskrá eftirlitsins ásamt athugasemdum og óskar eftir staðfestingu sveitarfélagsins á gjaldskránni.
Lagt fram erindi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, dags. 29. september 2015 ásamt sundurliðaðri tillögu að gjaldskrá eftirlitsins fyrir árið 2015. Umsögn heilbrigðisnefndar Suðurnesja, dags. 17. september 2015 liggur fyrir.

Með vísan til 12. og 25. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, 25. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli og 8. gr. laga nr. 6/2002 um tóbaksvarnir og að fenginni umsögn Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, samþykkir bæjarráð framlagða tillögu að gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja 2015. Gjaldskráin skal auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þegar samþykki allra sveitarstjórna á starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

4.Uppbygging og rekstur tjaldsvæðis í Vogum

1510016

Borist hefur óformleg fyrirspurn um hvort leyft verði að byggja upp smáhýsi til útleigu á tjaldsvæði sveitarfélagsins og jafnframt hvort sveitarfélagið vilji semja um rekstur þess og utanumhald.
Lagður fram tölvupóstur dags. 9.október 2015 frá Ingu Rut Hlöðversdóttur, fyrirspurn varðandi uppbyggingu og rekstur tjaldsvæðis í Vogum.

Inga Rut Hlöðversdóttir vék af fundi undir afgreiðslu þessa máls.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið, óskað er eftir frekari upplýsingum um áformin áður en frekari afstaða til málsins er mótuð.

5.Fjárhagsleg endurskipulagning Búmanna

1505013

Borist hefur frumvarp að nauðasamningi Búmanna hsfl.
Lagt fram erindi frá Búmönnum hsf. dags. 24. september 2015, frumvarp að nauðasamningi félagsins.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

6.Lóð fyrir ÍSAGA ehf.

1204009

Kostnaðaráætlun um gatnagerð er í vinnslu og liggur senn fyrir. Þar sem landið er í einkaeigu þarf að veita bæjarstjóra heimild til að hefja undirbúning kaupa landsins og hefja könnunarviðræður þar að lútandi.
Lagður fram kostnaðarútreikningur skipulags- og byggingafulltrúa vegna framkvæmdakostnaðar við Hraunholt, í tengslum við hugsanlega úthlutun lóðar á svæðinu til Ísaga ehf.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir viðræðum við meðeigendur sveitarfélgsins að landsvæði því sem umræddar lóðir eru á, um kaup sveitarfélagsins á landinu með vísan til fyrirspurnar Ísaga ehf. um lóð á svæðinu.

7.Stuðningur við nemendur.

1509005

Samþykkja þarf viðauka vegna viðbótarstuðnings
Lagður fram viðauki 2015/2 við fjárhagsáætlun ársins, vegna viðbótarstöðugildis við Stóru-Vogaskóla til áramóta.
Bæjarráð samþykkir viðaukann.

8.Endurnýjun samstarfssamnings - Skyggnir

1404073

Staðfesta þarf áður samþykkta viðbótarfjárveitingu til Björgunarsveitarinnar Skyggnis fyrir yfirstandandi ár að fjárhæð kr. 500.000. Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun liggur fyrir.
Lagður fram viðauki 2015/3 við fjárhagsáætlun ársins, vegna viðbótarstyrks til Björgunarsveitarinnar Skyggnis.

Bæjarráð samþykkir viðaukann.

9.Fjárhagsáætlun 2016 - 2019

1503022

Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga.
Forsendur fjárhagsáætlunar.
Lögð fram staðgreiðsluáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. í október 2015, þar sem fram kemur m.a. að álagningarstofn útsvars árið 2016 verði 8,9% hærri en árið 2015.

Á fundinum var farið almennt yfir forsendur við gerð fjárhagsáætlunar 2016 - 2019.

10.Staða eigna ILS í Vogum

1408011

Íbúðalánasjóður óskar eftir viðræðum við sveitarfélagið um kaup þess á íbúðum í eigu sjóðsins, staðsettum í sveitarfélaginu.
Lagt fram bréf Íbúðalánasjóðs, dags. 8.október 2015. Í bréfinu er sveitarfélaginu boðið til viðræðna um þann möguleika að kaupa eignir sjóðsins með það í huga að nýta þær t.d. fyrir félagsleg úrræði sveitarfélaga þar sem það á við.

Bæjarstjóra falið að afla nánari upplýsinga um ástand eignanna.

11.Áskorun frá Skógfelli.

1510005

Skógræktarfélagið Skógfell býður fram aðstoð og ráðgjöf vegna haustgróðursetningar trjáplantna.
Lagður fram tölvupóstur frá Oktavíu Ragnarsdóttur, f.h. Skógfells, dags. 30.september 2015. Í erindinu er m.a. skorað á sveitarfélagið að gróðursetja trjáplöntur þar sem þess er þörf. Félagið býður farm ráðleggingar um plöntuval og staðsetningu gróðursetningar.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga um málið hjá bréfritara.

12.Til umsagnar 10. mál frá nefndasviði Alþingis.

1509033

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðgarð á miðhálendingu, 10. mál.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðgarð á miðhálendingu, 10. mál.

13.Til umsagnar 101. mál frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis

1509030

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landsskiulagsstefnu 2015 - 2016, 101. mál
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015 - 2016, 101. mál

14.Til umsagnar 133. mál frá nefndarsviði Alþingis.

1509031

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, 133. mál.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, 133. mál.

15.Til umsagnar 140 mál frá nefndasviði Alþingis.

1509032

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um náttúruvernd (var´ðuarregla, almannaréttur, sérstök vernd, framandi tegundir o.fl), 140. mál
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um náttúruvernd (varúðarregla, almannaréttur, sérstök vernd, framandi tegundir o.fl), 140. mál

16.Til umsagnar 3. mál frá velferðarnefnd Alþingis

1509026

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris í 300 þús.kr.) 3. mál
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris í 300 þús.kr.) 3. mál

17.Til umsagnar 4. mál frá velferðarnefnd Alþingis

1509028

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um byggingarsjóð Landspítala (heildarlög), 4. mál
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um byggingarsjóð Landspítala (heildarlög), 4. mál

18.Til umsagnar 35. mál frá nefndarsviði Alþingis

1509027

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraðra (uppfærsluréttur íbúðarréttar), 35. mál
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraðra (uppfærsluréttur íbúðarréttar), 35. mál

19.Frá nefndasviði Alþingis - 16. mál til umsagnar.

1509037

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs, 16. mál.
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs, 16. mál.

20.Til umsagnar 15. mál frá nefndasviði Alþingis

1510009

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum, 15. mál.
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum, 15. mál.

21.Til umsagnar. Skýrsla um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum

1510010

Innanríkisráðuneytið vekur athygli sveitarstjórnarinnar á skýrslu um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Í skýrslunni er lagt til að lögfrest verði ákvæði í barnalög sem heimili skipta búsetu barnss á grundvelli staðfests samkomulags foreldra, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Innanríkisráðuneytið vekur athygli sveitarstjórnarinnar á skýrslu um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Í skýrslunni er lagt til að lögfrest verði ákvæði í barnalög sem heimili skipta búsetu barnss á grundvelli staðfests samkomulags foreldra, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

22.Fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum 2015

1504001

Fundargerð stjórnar DS frá 23.9.2015
Fundargerð stjórnar DS frá 5.10.2015
Lögð fram fundargerð stjórnar DS frá 23.september 2015
Lögð fram fundargerð stjórnar DS frá 5. október 2015.

23.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2015

1501020

Fundargerð 377. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Lögð fram fundargerð 377. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands

24.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 2015

1503019

Fundargerð 251. fundar stjórnar Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja
Lögð fram fundargerð 251. fundar stjórnar Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja

25.Fundargerðir S.S.S. 2015

1501022

Fundargerð 694. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Lögð fram fundargerð 694. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum

26.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.

1504011

Fundargerð aðalfundar sveitarfélaga á köldum svæðum
Lögð fram fundargerð aðalfundar sveitarfélaga á köldum svæðum

27.Fundargerðir Þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum 2015

1501019

Fundargerð 99. fundar Þjónustuhóps aldraðra
Lögð fram fundargerð 99. fundar Þjónustuhóps aldraðra

28.Fundir Byggðarsamlags um Brunavarnir Suðurnesja 2015

1509044

Fundargerð 1. fundar stjórnar byggðasamlags um BS
Fundargerð 2. fundar stjórnar byggðasamlags um BS
Fundargerð 3. fundar stjórnar byggðasamlags um BS
Fjárhagsáætlun BS fyrir 2015.
Lögð fram fundargerð 1. fundar stjórnar byggðasamlags um BS
Lögð fram fundargerð 2. fundar stjórnar byggðasamlags um BS
Lögð fram fundargerð 3. fundar stjórnar byggðasamlags um BS
Lögð fram fjárhagsáætlun BS fyrir 2016.

29.Fundir Reykjanes jarðvangs 2015

1501021

Fundargerð aðalfundar Reykjanes jarðvangs 2015, ásamt skýrslu stjórnar
Lögð fram fundargerð aðalfundar Reykjanes jarðvangs 2015, ásamt skýrslu stjórnar.

30.Fundargerðir Fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðis, Garðs og Voga 2015

1501026

Fundargerð 105. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar.
Lögð fram fundargerð 105. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar.

31.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2015

1504048

Fundargerð 15. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja
Lögð fram fundargerð 15. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja

32.Fundargerðir Kölku 2015 / Sorpeyðingarstöð Suðurnesja.

1501008

Fundargerð 463. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja
Lögð fram fundargerð 463. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?