Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

328. fundur 07. apríl 2021 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Uppsögn á starfi - Forstöðumaður umhverfis og eigna

2103065

Uppsagnarbréf Vignis Friðbjörnssonar, forstöðumanns umhverfis og eigna, lagt fram til kynningar.
Lagt fram
Lagt fram.

2.Framkvæmdir 2021

2101006

Staða framkvæmda 31.03.2021.
Lagt fram
Yfirlitið lagt fram.

3.Hafnargata - Fráveitulögn - Þrýstilögn

2103066

Opnun tilboða í lagningu fráveitulagnar/þrýstilagnar frá Hafnargötu að útrás við hafnargarð.
Lagt fram
Fjögur tilboð bárust í verkið, öll undir kostnaðaráætlun. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði ESJ Vörubíla ehf. að upphæð 6.783.800 sem er 66,62% af kostnaðaráætlun.

4.Umsókn um rekstarstyrk fyrir árið 2021

2102023

Umsókn Kvennaathvarfsins um rekstrarstyrk fyrir árið 2021.
Lagt fram
Bæjarráð samþykkir að styrkja Kvennaathvarfið um 50.000 kr.

5.Áskorun um endurákvörðun álagningar stöðuleyfisgjalda

2103038

Áskorun frá Samtökum iðnaðarins til sveitarfélaga að endurákvarða álagningu stöðuleyfisgjalda í kjölfar nýlegra úrskurða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Lagt fram
Lagt fram.

6.Lántaka BS vegna byggingar nýrrar slökkvistöðvar

1812006

Stjórn Brunavarna Suðurnesja óskar eftir heimild til að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Lagt fram
Bæjarráð samþykkir beiðni Brunavarna Suðurnesja.

7.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2021.

2101017

Alþingi sendir sveitarfélaginu tvö mál til umsagnar.
Lagt fram
Lagt fram.

8.Ársreikningur 2020

2103055

Drög að ársreikningi Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar og óskað eftir athugasemdum.
Lagt fram
Framlagningu Ársreiknings Hafnasambands Íslands frestað.

9.Landmælingar Íslands-Ársskýrsla 2020

2103056

Ársskýrsla Landmælinga Íslands fyrir árið 2020.
Lagt fram
Lagt fram.

10.Hjólreiðastígur-Reykjanesbær-Grindavík

2103057

Umsókn Reykjanesbæjar um samstarf við Sveitarfélagið Voga um gerð hjólreiðastígs milli Reykjanesbæjar og Grindavíkur sem myndi liggja að hluta til um land sveitarfélagsins.
Lagt fram
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti beiðni Reykjanesbæjar en bendir jafnframt á að afla þurfi samþykkis annarra landeigenda.

11.Umhverfisstofnun-Ársfundur-Náttúruverndarnefndir-Náttúrustofa

2103061

Kynning á ársfundi Umhverfisstofnunar, Náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa. Í ár er um rafræna fundaröð að ræða dagana 8., 15. og 29. apríl.
Lagt fram
Lagt fram.

12.Aðgerðaráætlun sveitarfélaga-Viðspyrna fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili

2103063

Staða verkefna í viðspyrnuáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga frá mars 2020 kynnt.
Lagt fram
Lagt fram.

13.Styrktarsjóður EBÍ 2021

2103064

Eignarhaldfélagið Brunabótafélag Íslands sendir inn kynningu á styrktarsjóði EBÍ en þar geta sveitarfélög sótt um styrki til framfaraverkefna á sviði atvinnulífs, samgangna og fræðslu- og menningarmála.
Lagt fram
Bæjarráð vísar málinu til Frístunda- og menningarnefndar, Umhverfisnefndar og Skipulagsnefndar.

14.Skóladagatal 2021-2022 - Heilsuleikskólinn Suðurvellir

2103021

Skóladagatal Heilsuleikskólans Suðurvalla lagt fram. Vísað frá bæjarstjórn.
Lagt fram
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

15.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2021

2101031

Fundargerð 767. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.

16.Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja 2021

2103015

Fundargerð 55. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja.
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.

17.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2021

2101043

Fundargerð 433. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.

18.Fundargerðir Stjórnar Reykjanesfólksvangs 2021

2103027

Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 10.03.2021.
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.

19.Fundargerðir Kölku 2021

2103026

Fundargerð 523. fundar stjórnar Kölku.
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.

20.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021

2102007

Fundargerð 896. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?