Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

195. fundur 23. september 2015 kl. 06:30 - 08:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir 1. varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Ársskýrsla Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum 2014.

1509009

Ársskýrsla og ársreikningur Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum fyrir árið 2014.
Ársskýrsla Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum lögð fram. Ársskýrslan inniheldur jafnframt endurskoðaðan ársreikning 2014.

2.Málþing Reykjavíkurborgar um kynjaða áætlanagerð

1509008

Reykjavíkurborg býður til þátttöku í málþingi um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun
Boð Reykjavíkurborgar á málþing um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun lagt fram.

3.Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2015.

1509017

Fjárlaganefnd Alþingis býður sveitarstjórnum að koma til fundar við nefndina.
Fjárlaganefnd Alþingis býður fulltrúum sveitarfélaga til viðtals um fjármál sveitarfélaga í tengslum við vinnu nefndarinnar við fjárlagafrumvarp fyrir árið 2016.

4.Könnun Varasjóðs húsnæðismála

1509014

Varasjóður húsnæðismála kynnir niðurstöðu könnunar á stöðu leiguíbúða í eigu sveitarfélaga árið 2014
Lögð fram til kynningar niðurstaða könnunar Varasjóðs húsnæðismála um leiguíbúðir sveitarfélaga 2014.

5.Byggðakvóti fiskveiðiársins 2015-2016

1509012

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016 til umsóknar.
Lagt fram erindi Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 2. september 2015, auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016.

6.Lóð fyrir ÍSAGA ehf.

1204009

Uppbygging nýrrar súrefnis- og köfnunarefnis verksmiðju á iðnaðarsvæði við Vogabraut.
Lagt fram erindi Ísaga ehf. dags. 22.09.2015. Í erindinu er lýst áformum fyrirtækisins um uppbyggingu nýrrar súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju á iðnaðarsvæði við Vogabraut, ásamt því að starfsemi fyrirhugaðrar verksmiðju er lýst nánar í erindinu. Í erindinu er þess farið á leit við Sveitarfélagið Voga að það gefi á þessu stigi umsögn um fyrirhugaða framkvæmd og þeirri breytingu sem fyrirséð er að gera þurfi á deiliskipulagi vegna hæðar kæliturns og tanka, áður en lengra er haldið í undirbúningi.
Bæjarráð fagnar áhuga Ísaga ehf. og tekur jákvætt í erindið. Erindinu er vísað til umfjöllunar hjá Umhverfis- og skipulagsnefnd, hvað varðar skipulagsþætti málsins.

7.Móttaka flóttafólks og sveitarfélög

1509002

Erindi Velferðaráðuneytisins varðandi móttöku flóttamanna.
Lögð fram erindi Velferðarráðuneytisins dags. 01.09.2015 og 01.09.2015, varðandi móttöku flóttafólks og aðild sveitarfélaga að því. Ráðuneytið óskar eftir því að þau sveitarfélög sem hafa áhuga á að taka á móti flóttafólki láti ráðuneytið vita.

8.Stuðningur við nemendur.

1509005

Erindi skólastjóra Stóru-Vogaskóla um viðbótarstuðning við nemendur í 1. og 2. bekk
Lagt fram erindi skólastjóra Stóru-Vogaskóla vegna aukins stuðnings við nemendur í 1. og 2. bekk. Óskað er eftir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2015 vegna þessa, kostnaður til áramóta er um 1.157 þús.kr.
Bæjarráð samþykkir erindið, og felur bæjarstjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun til samþykktar á næsta fundi bæjarráðs.

9.Tilnefning sveitarfélaganna í stjórn S.S.S fyrir næsta starfsár.

1509019

Erindi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, óskað er eftir tilnefningu fulltrúa sveitarfélagsins(aðalmann og varamann) í stjórn SSS næsta starfsár.
Lagt fram erindi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, dags. 14.09.2015, tilnefning sveitarfélagsins í stjórn sambansins fyrir næsta starfsár. ´
Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Sveitarfélagsins Voga verði Ingþór Guðmundsson (aðalmaður), til vara Birgir Örn Ólafsson.

10.Umhverfismál

1508006

Útreikningur skipulags- og byggingafulltrúa á viðbótartímum til áramóta vegna tímabundins átaksverkefnis í umhverfismálum. Tillaga um gerð viðauka við fjárhagsáætlun.
Lagður fram tölvupóstur skipulags- og byggingafulltrúa dags. 28.08.2015, áætlun um kostnað vegna tímabundins átaksverkefnis í umhverfismálum. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna átaksins er rúmar 800 þús.kr. til áramóta.
Afgreiðslu málsins er frestað, og því vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2016 - 2019.

11.Umsókn um styrk - barnakór

1509015

Sótt er um fjárhagsstyrk til starfrækslu barnakórs í sveitarfélaginu fyrir börn á aldrinum 6 - 12 ára
Lagt fram erindi Sr. Kjartans Jónssonar sóknarprests, beiðni um fjárhagsstuðning við starfrækslu barnakórs fyrir börn í sveitarfélaginu á aldrinum 6 - 12 ára. Áætlaður kostnaður við verkefnið til vors er kr. 580.000.
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið til reynslu til áramóta, fjárveiting er kr. 150.000. Fjárveitingin bókast á liði 0589-9991.

12.Hátíðahöld á þjóðhátíðardaginn

1509023

Bæjarfulltrúar D-listans leggja fram tillögu vegna hátíðahalda í sveitarfélaginu á þjóðhátíðardaginn, 17. júní.
Lagt fram erindi Björns Sæbjörnssonar f.h. bæjarfulltrúa D-listans, tillaga um að sveitarfélagið komi að hátíðarhöldum á 17. júní.
Málinu vísað til Frístunda- og menningarnefndar til frekari umfjöllunar. Málinu jafnframt vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáæatlunar 2016 - 2019.

13.Fjárhagsáætlun 2016 - 2019

1503022

Minnisblað Sambandsins um forsendur fjárhagsáætlunar.
Útkomuspá sveitarfélagsins 2015.
Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna vinnslu fjárhagsáætlana vegna áranna 2016 - 2019, dags. 14.09.2015. Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að útlit er fyrir mun meiri verðhækkanir á næsta ári eftir að niðurstöður kjarasamninga lágu fyrir, en gert var ráð fyrir í þjóðhagsspá sem birt var um mánaðamótin apríl / maí. Þannig má gera ráð fyrir að 4,5% hækkun vísitölu neysluverðs í stað 3,0% hækkunar samkvæmt fyrri spá.
Lögð fram útkomuspá vegna reksturs sveitarfélagsins fyrir yfirstandandi ár. Samkvæmt niðurstöðum útkomuspárinnar er gert ráð fyrir að rekstrarafkoma sveitarfélagsins batni um 8,2 m.kr. frá upphaflegri fjárhagsáætlun, aðallega vegna hærri tekna.

14.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2015

1502001

Málaflokkayfirlit janúar - ágúst 2015
Lagt fram málaflokkayfirlit reksturs sveitarfélagsins fyrir mánuðina janúar - ágúst 2015.

15.Gjaldfrjáls afnot af sal

1509024

Kirkjan óskar eftir gjaldfrjálsum afnotum af sal sveitarfélagsins vegna námskeiðahalds.
Lagt fram erindi Sr. Kjartans Jónssonar dags. 15.09.2015, beiðni um gjaldfrjáls afnot af sal sveitarfélagsins vegna námskeiðahalds á vegum kirkjunnar.
Bæjarráð samþykkir erindið, enda verði greitt fyrir kostnað vegna umsjónarmanns salarins.

16.Viðauki við ráðningarsamning

1509025

Tillaga að viðauka við ráðningarsamning bæjarstjóra.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 21.09.2015, ásamt drögum að viðauka við ráðningarsamning bæjarstjóra kjörtímabilið 2014 - 2018. Bæjarráð samþykkir erindið. Bæjarstjóri vék af fundi undir þessum lið.

17.Breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.

1509022

Erindi Innanríkisráðuneytisins, drög að frumvarpi um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sent til umsagnar.
Lagt fram erindi Innanríkisráðuneytisins, drög að frumvarpi um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélagsins send til umsagnar.

18.Umsókn um leyfi til reksturs gististaðar.

1509013

Sýslumaðurinn í Keflavík óskar umsagnar sveitarfélagsins vegna umsóknar Brynhildar Hafsteinsdóttur um starfrækslu gististaðar í Traðarkoti.
Lagt fram erindi Sýslumannsins í Keflavík dags. 04.09.2015, beiðni um umsögn við umsókn um leyfi til reksturs gististaðar.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

19.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2015

1501020

Fundargerð 376. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
Lögð fram fundargerð 376. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

20.Fundargerðir Kölku 2015 / Sorpeyðingarstöð Suðurnesja.

1501008

Fundargerð 462. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarsvöðvar Suðurnesja. Einnig bréf framkvæmdastjóra Kölku vegna breytts fyrirkomulag gjaldtöku.
Lögð fram fundargerð 462. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.
Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Kölku dags. 21.09.2015 vegna breytts fyrirkomulags gjaldtöku.

21.Fundargerðir S.S.S. 2015

1501022

Fundargerð 693. fundar stjórnar SSS
Lögð fram fundargerð 693. fundar stjórnar SSS.

22.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2015

1502020

Fundargerð 830. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lögð fram fundargerð 830. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

23.Fundir Reykjanes jarðvangs 2015

1501021

Fundargerð 20. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs
Fundargerð aðalfundar Reykjanes jarðvangs 2015
Lögð fram fundargerð 20. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs.
Lögð fram fundargerð aðalfundar Reykjanes jarðvangs 2015.

24.Fundargerðir Heklunnar 2015

1502066

Fundargerð 45. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja
Lögð fram fundargerð 45. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.

Fundi slitið - kl. 08:00.

Getum við bætt efni síðunnar?