Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

324. fundur 03. febrúar 2021 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason varamaður
Starfsmenn
  • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Framkvæmdir 2021

2101006

Farið yfir stöðu framkvæmda
Lagt fram
Lögð fram minnisblöð forstöðumanns stjórnsýslu um stöðu framkvæmda. Bæjarráð vísar til Frístunda- og menningarnefndar, Umhverfisnefndar og Skipulagsnefndar að koma með tillögu um staðsetningu ærslabelgsins

2.Fundir Reykjanes jarðvangs ses. 2021

2102002

Fundargerð 57. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs og umsögn Reykjanes jarðvangs vegna skipulagslýsingar endurskoðunar á deiliskipulagi við Reykanes
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram

3.Lóðin Kirkjuholt

1710039

Athugasemd Harðar Einarssonar við skipulagslýsingu hluta þéttbýlis í Vogum 05.11.2020, m.a. varðandi Kirkjuholt
Lagt fram
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga felur staðgengli bæjarstjóri að leita álits lögfræðings Sveitarfélagsins á málinu

4.Valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga

2102003

Tillaga um að Sveitarfélagið Vogar fái Róbert Ragnarsson ráðgjafa til að vinna valkostagreiningu um mögulega sameiningu við önnur sveitarfélög
Lagt fram
Samþykkt að láta vinna valkostagreiningu vegna sameiningar sveitarfélaga, fulltrúi D-lista situr hjá

Bókun fulltrúa L-lista:
L-listinn fagnar því að loksins skuli vera farið að athuga með þessa möguleika þó betra hefði verið að gera það kannski fyrr og áður en fjárhagsstaða sveitarfélagsins væri orðin þetta slæm og staða okkar til samninga minnkað til muna. L-listinn hefur ætíð (frá upphafi 2010) viljað skoða sameiningarmöguleika sem gætu verið til hagsbóta fyrir íbúa sveitarfélagsins.

5.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2020

2102005

Rekstraryfirlit fyrir árið 2020 lagt fram
Lagt fram
Rekstraryfirlitið lagt fram

6.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2021.

2101017

Mál sem borist hafa frá nefndarsviði Alþingis, beiðni um umsagnir Sveitarfélagsins um mál nr. 375, 418, 419, 370 og 121
Lagt fram
Fimm mál frá nefndasviði Alþingis lögð fram

7.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga-2021

2101042

Boðun á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram
Lagt fram

8.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2021

2101031

Þrjár fundargerðir stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Lagt fram
Lagt fram

9.Fundargerðir Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 2021

2101032

Fundargerð 81. fundar Heklunnar - atvinnuþróunarfélags Suðurnesja og Markaðsstofu Reykjaness
Lagt fram
Lagt fram

10.Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2021

2101043

Fundargerð 431. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Lagt fram
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?