Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

318. fundur 18. nóvember 2020 kl. 06:30 - 08:35 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar var leitað afbrigða um að bæta á dagskrá sem 11. mál: 2011019 - Umsókn um lóð.
Samþykkt samhljóða.

1.Boðun 42. hafnarsambandsþings í Ólafsvík

2007027

Hafnarsambandið boðar til rafræns hafnarsambandsþings.
Lagt fram
Lagt fram erindi Hafnasambandsins dags. 6.11.2020, þar sem boðað er til rafræns Hafnasambandsþings sem fer fram 27.11.2020. Með erindinu fylgja drög að ályktunum og tillögum til afgreiðslu á þinginu.

2.Covid 19

2003025

Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis 6.11.2020
Erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins 9.11.2020 um framlengingu undanþáguákvæða
Lagt fram
Lagt fram. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita samkomulags um greiðslu fasteignagjalda hjá þeim lögaðilum sem fengið hafa gjaldfrest, sbr. fyrri ákvarðanir bæjarráðs.

3.Ársreikningur B.S. 2019

2011012

Ársreikningar Brunavarna Suðurnesja fyrir árið 2019
Lagt fram
Ársreikningurinn lagður fram.

4.Beiðni félagsmálaráðuneytisins um þátttöku í tilraunaverkefni.

2011009

Erindi Félagsmálaráðuneytisins dags. 5.11.2020
Lagt fram
Bæjarráð getur því miður ekki orðið við þessari beiðni.

5.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020

2003039

Lagður fram til samþykktar viðauki nr. 18 vegna aukningar í fjárhagsaðstoð.
Samþykkt
Lagður fram viðauki 18. Bæjarráð samþykkir viðaukann.

6.Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks

2011014

Tilnefning Sveitarfélagsins Voga í sameiginlegar samráðshóps um málefni fatlaðs fólks í Suðurnesjabæ og Sveitarfélaginu Vogum.
Samþykkt
Lagt fram erindi sviðsstjóra Fjölskyldusviðs Suðurnesjabæjar um tilnefningu í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks.

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Sigurpál Árnason sem fulltrúa sveitarfélagsins í starfshópinn, og Jóngeir H. Hlinason til vara.

7.Framkvæmdir 2020

2004010

Skýrsla bæjarstjóra um stöðu framkvæmda, ásamt greinargerð um ljósleiðaraverkefnið.
Lagt fram
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um stöðu framkvæmda, ásamt minnisblöðum sem tengjast því. Einnig lögð fram greinargerð bæjarstjóra um ljósleiðaraverkefnið og framkvæmd þess.

Fulltrúi D-listans bókar: D-listinn leggur til að unnir verði skriflegir verkferlar sem sveitarfélaginu verði skylt að fylgja í öllum þeim verkefnum / framkvæmdum sem það tekur sér fyrir hendur.

8.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2020

2001034

Rekstraryfirlit janúar - október 2020
Lagt fram
Rekstraryfirlitið lagt fram.

9.Brunavarnaráætlun B.S. 2020-2025

2011010

Brunavarnaráætlun BS 2020 - 2025 lögð fram til samþykktar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir áætlunina fyrir hönd Sveitarfélagsins Voga.

10.Fjárhagsáætlun 2021-2024

2007001

Umfjöllun bæjarráðs um fjárhagsáætlun
Lagt fram
Farið yfir lokadrög að rekstraráætlun ársins 2021.

11.Umsókn um lóð

2011019

Hanna Lísa Hafsteinsdóttir sækir um lóðina Breiðuholt 3. Umsækjandi uppfyllir skilyrði sem krafist er til úthlutunar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni Breiðuholt 3 til Hönnu Lísu Hafsteinsdóttur.

12.Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta

2011023

Erindi Stígamóta dags. 9.11.2020, beiðni um fjárframlag
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að styrkja samtökin um kr. 50.000.

13.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2020.

2001044

Alþingi sendir til umsagnar ýmis mál.
Lagt fram
Erindin lögð fram.

14.Drög að frumvarpi til breytinga á hafnalögum

2011022

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sendir til umsagnar drög að frumvarpi til breytinga á hafnalögum.
Lagt fram
Erindið lagt fram.

15.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokk II-Iðndalur 1

2011006

Umsókn um rekstrarleyfi Motel Arctic Wind, Iðndal 1.
Samþykkt
Bæjaráð gerir ekki athugasemd við umsóknina, og samþykkir hana fyrir sitt leyti.

16.Matsskýrsla nýs Vatnsból

2007022

Niðurstaða Skipulagsstofnunar, ákvörðun um matsskyldu
Lagt fram
Erindið lagt fram.

17.Fundargerðir HES 2020

2002001

Fundargerð 285. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.

18.Fundir Reykjanes jarðvangs ses. 2020

2002032

Fundargerð 56. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.

19.Fundargerðir vinnuhóps sveitarfélaga á suðurnesjum

2007007

Fundargerð Almannavarnarnefndar Suðurnesja utan Grindavíkur frá 7.10.2020
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.

20.Fundargerðir Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 2020

2002016

Fundargerð 80. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 08:35.

Getum við bætt efni síðunnar?