Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

316. fundur 26. október 2020 kl. 18:00 - 21:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
  • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Fundurinn var haldinn í fundarherbergi SSS á Ásbrú.

1.Fjárhagsáætlun 2021-2024

2007001

Vinnufundur bæjarráðs um fjárhagsáætlun.
Lagt fram
Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 15.10.2020, um fresti vegna fjárhagsáætlana sveitarfélaga var lagt fram.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Með vísan til 3.málsl. 3.mgr. 62.gr. og 5. mgr. 35.gr. sveitarstjórnarlaga samþykkir bæjarráð að sækja um frest um að leggja fram fjárhagsáætlun eigi síðar en 1. desember 2020, og að lokinni umfjöllun bæjarstjórnar geti afgreiðsla fjárhagsáætlunar farið fram eigi síðar en 31. desember 2020.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 21:00.

Getum við bætt efni síðunnar?