Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

194. fundur 02. september 2015 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir 1. varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Fundir Reykjanes jarðvangs 2015

1501021

Aðalfundarboð Reykjanes jarðvangs 2015
Lagt fram fundarboð aðalfundar Reykjanes Jarðvangs, sem haldinn verður föstudaginn 18. september 2015.

2.Landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga þann 8.og 9.október 2015

1508010

Boðað er til landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga
Lagður fram tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 20.8.2015, þar sem boðað er til Landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga þann 8. og 9. október 2015. Fundurinn verður haldinn á Fljótsdalshéraði.

3.Áskorun til sveitastjórna um gjaldfrjálsan grunnskóla

1508011

Barnaheill (Save the children) senda sveitarstjórnum áskorun um gjaldfrjálsan grunnskóla
Lagður fram tölvupóstur Barnaheilla dags. 20.08.2015, áskorun um að tryggja börnum rétt sinn til að stunda grunnnám án endurgjalds.

4.Fjárhagsáætlun 2016 - 2019

1503022

Forsendur fjárhagsáætlunar kynntar. Umræða um áherslur í komandi fjárhagsáætlunargerð og aðkomu nefnda að þeim.
Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29.júní 2015 um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2016 og fjárhagsáætlun til þriggja ára. Bæjarráð hvetur nefndir sveitarfélagsins til að fjalla um áherslur sínar vegna fjárhagsáætlunargerðar, og að umfjöllun nefnda ljúki fyrir næstu mánaðamót.

5.Kynningarátak sveitarfélagsins

1209027

Erindi fulltrúa D-listans um að ráðist verði í kynningarátak.
Lagt fram bréf D-listans dags. 27.08.2015, tillaga um að sveitarfélagið fari í kynningarátak sem miðar að því að kynna bæinn sem álitlegan kost til búsetu og fyrirtækjarekstur. Vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2016 - 2019.

6.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2015

1502001

Rekstur málaflokka janúar - júlí 2015, ásamt samanburði við áætlun
Lögð fram málaflokkayfirlit og deildayfirlit fyrir mánuðina janúar - júlí 2015, ásamt samanburði við áætlun. Tekjur og gjöld sveitarfélagsins eru í heild í samræmi við áætlun.

7.Kerfisáætlun Landsnets

1311002

Landsnet hf. sendir til umsagnar kerfisáætlun 2015 - 2024 ásamt umhverfisáætlun. Ítarefni á heimasíðu Landsnets hf.
Landsnet sendir til umsagnar Kerfisáætlun 2015-2024 (skýrsla og samantekt), ásamt Umhverfisskýrslu (skýrsla og samantekt).
Lagt fram.

8.Fundargerðir Kölku 2015 / Sorpeyðingarstöð Suðurnesja.

1501008

Fundargerð 461. fundar stjórnar Kölku
Lögð fram fundargerð 461. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.

9.Fundargerðir S.S.S. 2015

1501022

Fundargerð 692. fundar stjórnar SSS
Lögð fram fundargerð 692. fundar stjórnar SSS

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?