Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

193. fundur 19. ágúst 2015 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 2015

1503019

Greinargerð Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja vegna hækkunar á gjaldskrá.
Lagður fram tölvupóstur framkvæmdastjóra HES dags. 09.06.2015 þar sem gerð er grein fyrir ástæðum hækkunar gjaldskrár Heilbrigðiseftirlitsins fyrr á árinu. Gjaldskrárhækkunin var staðfest af bæjarstjórn á 112. fundi þann 24.06.2015.

2.Máltíðir í Álfagerði

1507007

Erindi undirritað af 23 eldri borgurum sveitarfélagsins, beiðni um að hádegisverður í Álfagerði verði eldaður á staðnum.
Lagður fram undirskriftalisti undirritaður af 23 eldri borgurum búsettum í sveitarfélaginu, með beiðni um að framvegis verði máltíðir í Álfagerði matreiddar á staðnum. Að auki er þeim tilmælum beint til bæjarstjórnar að kannaðir verði möguleikar á að veita þessa þjónustu alla daga ársins.
Bæjarstjóra falið að vinna að frekari skoðun málsins.

3.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2015

1502001

Rekstraryfirlit fyrstu sex mánaða ársins
Lagt fram 6 mánaða uppgjör sveitarfélagsins árið 2015. Reksturinn í heild sinni er í megindráttum í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun ársins.

4.Starfsmannamál Félagsþjónustu

1508005

Erindi Félagsþjónustu vegna framlengingar á tímabundinni ráðningu viðbótarstarfskrafts. Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun fylgir.
Lagður fram tölvupóstur frá Sandgerðisbæ dags. 12.08.2015 ásamt fylgigögnum vegna framlengingar tímabundinnar ráðningar starfsmanns barnaverndar. Einnig lagður fram viðauki 2015/1 við fjárhagsáætlun ársins.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlengingu tímabundinnar ráðningar starfsmanns barnaverndar samkvæmt framlögðum gögnum. Kostnaður sveitarfélagsins er kr. 650.000. Bæjarráð samþykkir viðauka 2015/1, þar sem gert er ráð fyrir að útgjöldunum verði mætt með lækkun fjárveitingar á lið 0211-9112 (fjárhagsaðstoð).

5.Þjóðarsáttmáli um læsi.

1507014

Erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um að sveitarfélagið gerist aðili að þjóðarsáttmála um læsi.
Lagður fram tölvupóstur Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 29.07.2015 ásamt fylgigögnum. Um er að ræða erindi frá mennta- og menningarmálaráðherra, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambandi Íslands og Heimili og skóla með tillögu um að gerður verði þjóðarsáttmáli um læsi þess efnis að öll börn lesi sér til gagns við útskrift úr grunnskóla. Sveitarfélögum er boðið að undirrita Þjóðarsáttmála um læsi þar sem aðilar samningsins, ríki og sveitarfélög, skuldbinda sig til að vinna að því með öllum tiltækum ráðum að ná settu markmiði um læsi.
Bæjarráð samþykkir að gerast aðili að sáttmálanum og fagnar framtakinu.

6.Umsókn um leyfi til reksturs gististaðar.

1507012

Sveitarfélagið fær til umsagnar umsókn um leyfi til reksturs gististaðar.
Lagður fram tölvupóstur Sýslumannsins í Keflavík dags. 22.07.2015, beiðni um umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Rent ehf. um starfrækslu gististaðar í flokki I. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

7.Fundargerðir Fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðis, Garðs og Voga 2015

1501026

Fundargerðir 103. og 104. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar.
Lögð fram fundargerð 103. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar.
Lögð fram fundargeð 104. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?