Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

192. fundur 15. júlí 2015 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir Kölku 2015 / Sorpeyðingarstöð Suðurnesja.

1501008

Fundargerð 460. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja
Fundargerð 460. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, lögð fram.

2.Fundargerðir S.S.S. 2015

1501022

Fundargerð 691. fundar stjórnar SSS
Fundargerð 691. fundar stjórnar SSS lögð fram.

3.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2015

1502020

Fundargerð 829. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 829. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram.

4.Fasteignamat 2016

1506026

Bréf Þjóðskrár dags. 24.júní 2015 um fasteignamat 2016.
Lagt fram bréf Þjóðskrár Íslands dags. 24. júní 2015 um Fasteignamat 2016. Í sveitarfélaginu Vogum lækkar fasteignamat 2016 um 1,9% frá árinu 2015. Landmat 2016 hækkar um 0,7% árið 2016 miðað við landmatið 2015. Á landinu öllu hækkar fasteignamatið um 5,8%, á Suðurnesjum er hækkunin 4,2%.
Lagt fram til kynningar.

5.Nám á framhaldsstigi í tónlistarskólum

1506018

Tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga ásamt meðfylgjandi bréfi og greinargerð um nám á framhaldsstigi í tónlistarskólum.
Lagður fram tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 10.06. 2015. Með tölvupóstinum fylgdi bréf og greinargerð um nám á framhaldsstigi í tónlistarskólum, tekið saman af hóp stjórnenda tónlistarskóla.
Lagt fram til kynningar.

6.Móttaka úrgangs og farmleifa frá skipum

1507004

Bréf Umhverfisstofnunar frá 29. júní 2015 um að komið sé að endurskoðun áætlunar Vogahafnar um meðhöndlun og móttögu úrgangs og farmleifa frá skipum.
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 29. júní 2015, áætlun hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum. Í bréfinu kemur fram að komið er að endurskoðun gildandi áætlun Vogahafnar.
Bæjarstjóra er falin úrvinnsla málsins.

7.Hjúkrunarþjónusta aldraðra

1308014

Beiðni Bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs um að haldinn verði fundur um málefni hjúkrunarþjónustu aldraðra á Suðurnesjum
Lagður fram tölvupóstur Magnúsar Stefánssonar, bæjarstjóra Sveitarfélagsins Garðs, dags. 22. júní 2015. Í tölvupóstinum er komið á framfæri beiðni bæjarstjórnar Garðs að haldinn verður sameiginlegur fundur bæjarstjórna sveitarfélaganna á Suðurnesjum, þar sem fjallað verði um hjúkrunarþjónustu aldraðara á svæðinu. Lagt er til að fundurinn verði haldinn 17. september 2015.
Bæjarráð lýsir yfir áhuga á málinu og er reiðubúið til þátttöku á fundinum.

8.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2015

1502001

Bráðabirgðarekstraryfirlit janúar - júní 2015
Lagt fram bráðabirgðarekstraryfirlit fyrir janúar - júní 2015. Frekari greining verður lögð fram á næsta fundi bæjarráðs.

9.Þjónustusamningur um málefni fólks með fötlun

1411029

Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna beiðni nokkurra sveitarfélaga um undanþágu frá lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða
Lagðir fram tölvupóstar Tryggva Þórhallssonar, lögfræðings hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. júlí og 6. júlí 2015. Með tölvupóstunum fylgir umsögn sambandsins til Velferðarráðuneytisins um undanþágur frá lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða. Í umsögninni koma fram sjónarmið sem bæði mæla með og á móti því að þau erindi sem fram hafa komið verði samþykkt.
Lagt fram til kynningar.

10.788. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis

1507006

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um húsnæðisbætur (heildarlög), 788. mál
Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um húsnæðisbætur (heildarlög), 788. mál.

11.Fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum 2015

1504001

Bókun bæjarráðs Sandgerðisbæjar vegna aðalfundar Dvalarheimilis alraðra á Suðurnesjum.
Lögð fram bókun bæjarráðs Sandgerðisbæjar vegna aðalfundar Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum.

12.Fundargerðir Fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðis, Garðs og Voga 2015

1501026

Fundargerðir 101. og 102. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar
Fundargerð 101. og 102. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar lagðar fram.

13.Fundargerðir Heklunnar 2015

1502066

Fundargerð 44. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja
Fundargerð 44. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja, lögð fram.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?