Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

154. fundur 03. júlí 2013 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Kristinn Björgvinsson formaður
  • Oddur Ragnar Þórðarson
  • Erla Lúðvíksdóttir
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Kristinn Björgvinsson formaður stýrir fundi.

1.Könnun á kostnaði og möguleikum við uppbyggingu lítillar rennibrautar við sundlaug sveitarfélagsins

1305069

Tækniþjónusta SÁ í Reykjanesbæ gerir ráð fyrir að unnt sé að vinna kostnaðaráætlun um verkið á u.þ.b. einum degi og að kostnaður við það sé á biliu 50 - 100 þús.kr.
Málið var til umfjöllunar á 152. fundi bæjarráðs þann 29.05.2013. Tækniþjónusta SÁ gerir ráð fyrir að kostnaður við gerð kostnaðaráætlunar fyrir verkið sé á bilinu 50 - 100 þús.kr. Afgreiðslu málsins er frestað og því vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2014.

2.Uppbygging raforkuflutningskerfis á Reykjanesi

0707013

Bréf Landsnets með svörum við fyrirspurn bæjarráðs fylgir með gögnum.
Lagt fram bréf Landsnets hf. dags. 19. júní 2013, svar við bókun á 152. fundi bæjarráðs þann 29.05. 2013. Í svarinu kemur m.a. fram að Suðurnesjalína 2 muni liggja um land Sveitarfélagsins Voga á um 17,5 km kafla og að gengið hafi verið frá samningum við eigendur réttinda sem samsvara u.þ.b. 9 km lands, eða um 52% af nauðsynlega réttindum fyrir línuna. Í bréfinu kemur fram að samið hafi verið við 91% landeigenda um línustæðið í sveitarfélaginu. Einnig kemur fram í bréfinu að kostnaður við fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2 er áætlaður 2,2 miljarðar króna.

3.Trúnaðarmál

1306040

Drög að sameiginlegri viljayfirlýsingu Brúarfoss og Sveitarfélagsins Voga vegna uppbyggingar á Keilisnesi. Að ósk forsvarsmanna Brúarfoss ehf. er málið meðhöndlað sem trúnaðarmál.
Afgreiðsla málsins er færð í trúnaðarmálabók.

4.Lagning hitaveitu á Vatnsleysuströnd

1207008

Minnisblað frá Mannvit fylgir útsendri dagskrá. Fulltrúar frá Mannvit mæta á fundinn og fara yfir niðurstöður og valkosti um næstu skref.
Lagt fram minnisblað Mannvits dags. 26.06.2013. Á fundinn mættu þau Jóhanna Þórunn Ásgrímsdóttir og Þorsteinn Sigmarsson og fóru yfir niðurstöðurnar sem fram koma í minnisblaðinu. Málið verður aftur á dagskrá næsta bæjarráðsfundar, bæjarráð óskar eftir að Jakob Árnason mæti til þess fundar.

5.Félagsstarf eldri borgara í Vogum

1306025

Skýrsla umsjónarmanns ásamt dagskrá fylgir með fundarboði. Einnig fylgir stefnumótun málaflokksins sem samþykkt var í upphafi árs. Drög að auglýsingu eftir nýjum umsjónarmanni fylgir einnig með gögnum.
Lögð fram skýrsla umsjónarmanns með félagsstarfi eldri borgara fyrir nýliðið starfsár ásamt fylgigögnum. Bæjarráð færir Elsu Láru Arnardóttur þakkir fyrir skýrsluna og það góða starf sem unnið var á vettvangi félagsstarfsins á starfsárinu. Bæjarráð samþykkir að auglýst skuli eftir nýjum umsjónarmanni með félagsstarfinu, gert er ráð fyrir að hann taki til starfa um miðjan ágúst.

6.Styrktarsjóður EBÍ 2013

1306027

Lagt fram bréf Brunabótafélagsins um styrktarsjóð EBÍ.

7.Stjórnunaráætlun Reykjanesfólkvangs

1302038

Samantekt um stjórnunaráætlun, unnin af Þorvaldi Erni Árnasyni, fylgir með útsendum gögnum. Stjórnunaráætlunin var lögð fram á 146. fundi bæjarráðs, sem einnig fjallaði um málið á 149. fundi sínum.
Lagt fram minnisblað með samantekt um stjórnunaráætlun Reykjanesfólkvangs. Bæjarráð samþykkir eftirfarandi umsögn um stjórnaráætlunina:
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga lýsir yfir stuðningi sínum við stjórnunaráætlun Reykjanesfólkvangs sem send hefur verið sveitarfélaginu til umsagnar. Bæjarráð leggur áherslu á og tekur undir með skýrsluhöfundum um mikilvægi þess að fólkvangurinn verði stækkaður til vesturs og að Keilir og Höskuldarvellir verði þannig hluti af fólkvanginum (kafli 7.1.2). Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á mikilvægi þess að fundin verði ásættanleg lausn á aðkomu að framangreindum stöðum, í góðri sátt og samstarfi við landeigendur. Bæjarráð leggur áherslu á mikilvægi þess að eftirlit sé markvisst á svæðinu og að framkvæmdir fari ekki yfir skilgreind þolmörk. Samþykkt samhljóða.

8.806. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga

1306018

Fundargerðin lögð fram.

9.437. fundur stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðunesja 13.06.2013

1306030

Fundargerðin lögð fram.

10.659. fundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

1306035

Fundargerðin lögð fram.

11.Aðalfundur DS 13.06.2013

1306031

Fundargerðin lögð fram.

12.Fundur stjórnar DS 13.06.2013

1306029

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?