Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

188. fundur 22. apríl 2015 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri ritari
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Helstu mál er geta varðað sveitarfélög á vettvangi ESB 2015

1504014

Skýrsla Brussel skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga um helstu mál er geta varðað sveitarfélög á vettvangi ESB 2015
Lögð fram til kynningar skýrsla Brussel skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga um helstu mál á vettvangi ESB 2015.

2.Endurskoðun reglna um Afrekssjóð Íþróttamanna.

1503014

Drög að reglum um sameinaðan sjóð sem leysir af hólmi afrekssjóð og menntasjóð
Lögð fram að nýju tillaga að endurskoðuðum reglur fyrir sameinaðan afrekssjóð og menntasjóð.
Vísað til afgreiðslu undir 3. lið, endurskoðun reglna um mennta- og menningarsjóð.

3.Endurskoðun reglna um mennta- og menningarsjóð.

1503015

Drög að reglum um sameinaðan sjóð sem leysir af hólmi afrekssjóð íþróttamanna og menntasjóð
Lögð fram að nýju tillaga að endurskoðuðum reglur fyrir sameinaðan afrekssjóð og menntasjóð.
Bæjarráð samþykkir að leggja til að afrekssjóður íþróttamanna og menntasjóður verði sameinaður í einn sjóð, Mennta-, menningar- og afrekssjóð Sveitarfélagsins Voga. Bæjarstjóra falið að yfirfara og prófarkalesa drög að reglum sjóðsins, í samræmi við umræður á fundinum.

4.Styrkumsókn.

1502019

Erindi Menntaskólans að Laugarvatni, styrkumsókn ferða ferðar kórs skólans til Danmerkur
Lagt fram erindi Menntaskólans á Laugarvatni, beiðni um styrk vegna ferðar kórs skólans til Danmerkur.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

5.Endurnýjun samstarfssamnings - Skyggnir

1404073

Samstarfssamningur aðila er til umfjöllunar og afgreiðslu.
Lagt fram samantekt bæjarstjóra um fjárhagsstuðning og starf sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis við björgunarsveitir í viðkomandi sveitarfélögum.
Bæjarráð harmar að enn skuli ekki hafa borist svör frá Björgunarsveitinni Skyggni vegna gerðar nýs samstarfssmanings, og væntir þess að það verði hið fyrsta.

6.Flotbryggjur í Vogahöfn

1504010

Landgangur annarrar flotbryggjunnar skemmdist í óveðri í mars. Fyrir liggur kauptilboð í bryggjuna í núverandi ástandi.
Lagður fram tölvupóstur frá Króla ehf. dags. 31.3.2015, tilboð í kaup á flotbryggju í Vogahöfn. Landgangur bryggjunnar skemmdist í óveðri í mars s.l. Bæjarráð þakkar sýndan áhuga, en ákveður að svo stöddu að selja ekki bryggjuna.

7.Fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum 2014

1504001

Fundargerð 18. mars 2015
Lögð fram fundargerð stjórnar DS haldinn 18.3.2015

8.Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs 2015

1503004

Fundargerð 11. mars 2015
Lögð fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs haldinn 11.3.2015

9.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2015

1502020

Fundargerð 827. fundar
Lögð fram fundargerð 827. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

10.Fundargerðir Þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum 2015

1501019

Fundargerð 97. fundar
Lögð fram fundargerð 97. fundar Þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum

11.Fundir Almannavernarnefndar suðurnesja 2015

1503016

Fundargerð 8. apríl 2015
Lögð fram fundargerð Almannavarnarnefndar haldinn 8. apríl 2015

12.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 2015

1503019

Fundargerð 249. fundar
Lögð fram fundargerð 249. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja

13.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.

1504011

Fundargerð samtakanna frá 10 mars 2015
Lögð fram fundargerð Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum haldinn 10.3.2015

14.Fundargerðir Kölku 2015 / Sorpeyðingarstöð Suðurnesja.

1501008

Fundargerð 458. fundar
Lögð fram fundargerð 458. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja

15.Fundargerðir S.S.S. 2015

1501022

Fundargerð 688. fundar
Lögð fram fundargerð 688. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum

16.Fundargerðir Fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðis, Garðs og Voga 2015

1501026

Fulltrúar sveitarfélagsins í Fjölskyldu- og velferðarnefnd mæta á fundinn kl. 07:30
Fulltrúar sveitarfélagsins í Fjölskyldu- og velferðarnefnd, Jóhanna Lára Guðjónsdóttir og Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir, mættu á fundinn.
Bæjarráð óskar eftir fundi með félagsmálastjóra um málefni félagsþjónustunnar.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?