Atvinnumálanefnd

1. fundur 22. ágúst 2006 - 18:35

1. Fundur Atvinnumálanefndar Sveitarfélagsins Voga
þriðjudaginn 22. ágúst, 2006
Mættir eru Kristinn Sigurþórsson, Kolbeinn Hreinsson, Kristberg
Finnbogason, Jón Elíasson og Sigríður Ragna Birgisóttir.
1. mál.
Nefndin skiptir með sér verkum. Meirihlutinn nefndarinnar ber upp þá tillögum að
Kristberg verði kosinn varaformaður og Sigríður Ragna kosin ritari. Minnihlutin ber
upp breytingartillögu þess efnis að Jón Elíasson verði kosinn varaformaður og annar
hvor Kolbeinn eða Kristberg verði ritarar. Tillagan felld með þremur atkvæðum á
móti tveimur.
2. mál. - Atvinnuuppbygging í Vogum.
Jón nefnir að formaður verði að taka saman þá atvinnu sem þegar er á svæðinu og þau
fyrirtæki sem eru á leiðinni hingað. Kristinn ber fram tillögu þess efnis að
Atvinnumálafulltrúi og bæjarstjóri fari í fyrirtækin á svæðinu til að fá fram
hugmyndir sem fyrirtækin kunni að hafa varðandi atvinnuuppbyggingu.
Í framhaldi af því sem Jón bar fram leggur Kolbeinn til að bæjarstjóra verði falið að
útvega loftmynd af Vogum og grafast fyrir um það hvaða land bærinn á og hverjir
eiga landareignir í bæjarfélaginu. Það er samþykt.
3. mál - Erindi eigenda Skólatúns 1 um að reisa rúmlega 200 fm. hljóðver á landi
sínu.
Nefndin var sammála því að hugmyndin væri góð og er tilbúin að greiða fyrir
málinu og leggur til að umsóknin verði send byggingarnefnd.
4. mál. – Umsókn Leiðsögumanna Reykjaness um að Vogar leggi fram stofnfé.
Umsókn fellur um sjálf sig vegna þess að stofnská var lokað 4. júní.
5. mál. – Styrktarsjóður EBÍ
Samþykt að aðhafast ekkert að þessu sinni.

Fundi slitið kl 18:35

Getum við bætt efni síðunnar?